Fréttablaðið - 23.10.2009, Blaðsíða 16
16 23. október 2009 FÖSTUDAGUR
greinar@frettabladid.is
FRÁ DEGI TIL DAGS
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is
MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRI: Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is
og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is
Allt í beinni
Enn og aftur er komin fram þings-
ályktunartillaga þess efnis að Alþingi
komi sér upp útvarpssendakerfi um
allt land og sendi út þingfundi í bein-
um útsendingum. Davíð Stefánsson
er fyrsti flutningsmaður. Vitaskuld
væri það frábær þjónusta en sá
hængur er á að slíkt sendanet kostar
tugi milljóna króna. Gagnlegt væri að
flutningsmenn tillögunnar upplýstu
hvaðan þeir vilja taka þá peninga. Úr
heilbrigðiskerfinu kannski? Annars
segja þeir um útsendingarnar að
þær væru í anda þess sem segir
í stjórnarskránni um að fundir
Alþingis skuli haldnir í heyr-
anda hljóði. Í sömu stjórnar-
skrá stendur reynar að
dómþing skuli háð í
heyranda hljóði. Því má spyrja hvort
„andinn“ sá eigi ekki líka að ná til
dómstólanna?
Kjarnyrt
Frumvörp geta verið skemmtileg
lesning. Fyrir þinginu liggur nú
frumvarp frá dómsmálaráðherra sem
snýst um að fresta því í tvö ár að
koma á fót embætti héraðssaksókn-
ara. Texti þess er eftirfarandi: „Í stað
ártalsins „2010“ í 1. málsl. 1. mgr., 1.
málsl. 2. mgr. og í 6. mgr. ákvæðis
til bráðabirgða VII og í ákvæði
til bráðabirgða VIII, sbr. 3.
og 4. gr. laga nr. 156/2008,
kemur: 2012.“
Fyrningin
Spurningu Eyglóar
Harðardóttur Framsóknarflokki í
Fréttablaðinu í gær um hvort ríkis-
stjórnin hafi reiknað til enda það
dæmi sem fyrning aflaheimilda er,
er auðsvarað. Nei. Ríkisstjórnin, sem
ætlar að innkalla kvóta og endurráð-
stafa fyrir næsta haust, hefur akkúrat
ekkert gert til að meta áhrif aðgerðar-
innar á sjávarútvegsfyrirtækin, bank-
ana, sjávarplássin eða þjóðfélagið
almennt. Sjálfsagt geta Eygló og aðrir
áhyggjufullir slappað af því algjörlega
óraunhæft er að ætla að svo mikið
sem gramm verði fyrnt fyrir næsta
fiskveiðiár. Ríkisstjórnin gerði hins
vegar vel í að lýsa formlega yfir að
ekkert verði af þessum áformum.
Nú, eða þá að drífa í því að
reikna dæmið til enda.
bjorn@frettabladid.isY
fir þjóðina rignir blaðagreinum, sjónvarpsþáttum og
bókum um bankahrunið. Innan um annað hefur ýmislegt
skynsamlegt og sannfærandi verið sagt um þessa atburði.
Þó mun nokkuð enn líða áður en vænta má viðhlítandi
skýringa.
Sumir reyna að dreifa ábyrgðinni sem fjærst frá bönkunum
sjálfum. Menn teygja sig mörg ár aftur í tímann og vilja draga
embættismenn, stjórnmálamenn og fjölmiðla til mestu ábyrgðar en
virðast þá gera miklu minna úr þætti sem sjálfir stjórnendur bank-
anna áttu að málum. Sannleikurinn er sá að hér koma mismunandi
tegundir ábyrgðar við sögu. Eftirlitsábyrgð opinberra stofnana er
ótvíræð. En hún er ekki sama og sjálf verknaðarábyrgð þeirra sem
stýrðu bönkunum fram af brúninni með beinum ákvörðunum og
athöfnum. Með þessu er ekki gert lítið úr ábyrgð eftirlitsstofnana,
en minnt á mikilvægi þess að rugla ekki saman eftirlitsábyrgð og
sjálfri verknaðarábyrgðinni.
Löggiltir endurskoðendur sem störfuðu fyrir bankana bera
þunga ábyrgð. Þessi stétt hefur lögverndaða aðstöðu og völd í við-
skiptalífinu. Næst bankastjórum hefur traust og virðing endur-
skoðenda orðið fyrir verulegum hnekki. Ástæða er til að ætla að
stétt endurskoðenda hljóti að hefja altæka eigin endurskoðun á
störfum og stöðu stéttarinnar í kjölfar hrunsins.
Stjórnmálamenn bera ábyrgð á löggjöf, fjárveitingum, reglu-
umhverfi og almennri hagstjórn. Á undanförnum árum hefur verið
búið svo um hnútana að ráðherrar eru algerlega háðir upplýsingum
frá eftirlitsstofnunum varðandi stöðu og horfur í fjármálakerfinu.
Þetta var gert til þess að koma í veg fyrir óæskileg bein afskipti
stjórnmálamanna af störfum eftirlitsstofnana. Nú er fram undan
að draga lærdóm af atburðunum, líka varðandi hlutverk og aðstöðu
stjórnmálamanna.
Í fyrra varð tvöfalt hrun í fjármálakerfinu á Íslandi. Um vorið
hrundi íslenska krónan og öll fjármála- og bankastarfsemi í landinu
lenti í hringiðu vaxandi erfiðleika. Verðbólga, viðskiptahalli, háir
vextir, almenn skuldasöfnun og áhættusækni ásamt græðgisæði
útrásarinnar eru nefnd sem skýringar á þessum atburðum. Til
viðbótar breyttist Icesave Landsbankans í ófreskju um vorið og
sumarið í fyrra. Ekki er óeðlilegt að stjórnvöld séu sökuð um tafir
og mistök á þessum tíma.
Bankahrunið um haustið í fyrra kom síðan eins og elding niður
í þennan svelg og hleypti öllu í bál og brand. En hrunið um vorið
leiddi ekki óhjákvæmilega til allsherjarhruns í íslensku fjármála-
kerfi. Um bankahrunið eru einnig sérstakar skýringar og ástæður,
sumar nátengdar því sem áður hafði gerst en aðrar síður. Líklega
var hrun krónunnar um vorið að mestu leyti heimatilbúið, en erlend
áhrif koma meira við sögu í kerfishruninu í september og október.
Þar skiptir fólskuleg árás Bretastjórnar miklu máli. Vanmáttur og
mistök íslenskra stjórnvalda höfðu líka sitt að segja.
Í frjálsu þjóðfélagi er völdum, frelsi og ábyrgð dreift. Ekki má
gleyma ábyrgð embættis- og stjórnmálamanna. En skýringartil-
raunir um bankahrunið mega ekki verða til þess að beina athygl-
inni frá þeirri staðreynd að stjórnendur bankanna sjálfir misfóru
með völd sín, frelsi og ábyrgð ásamt helstu eigendum, samstarfs-
mönnum og útrásarvíkingum. Þeir bera verknaðarábyrgðina.
Höldum verknaðarábyrgðinni í hruninu til haga.
Ekki drepa
málum á dreif
JÓN SIGURÐSSON SKRIFAR
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRI: Jón Kaldal jk@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt
að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu
formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871
UMRÆÐAN
Svanhildur Konráðsdóttir
skrifar um borgarmál
Reykjavíkurborg býður til Hugmyndaþings í Tjarnarsal
Ráðhúss Reykjavíkur á sunnu-
daginn milli kl. 13 og 16. Hug-
myndaþingið er liður í þeirri við-
leitni borgarstjórnar að hvetja til
aukinnar þátttöku íbúa í ákvarð-
anatöku og stefnumótun fyrir borgina.
Á þinginu verður kynnt ný áætlun til sóknar fyrir
Reykjavíkurborg sem unnin var í vor að frumkvæði
borgarstjórnar. Stofnaður var stýrihópur einstakl-
inga með breiða reynslu úr atvinnu-, háskóla- og
menningarlífi og leitað álits rýnihópa íbúa, starfs-
manna, fræðimanna, ungmenna og atvinnurekenda
í því skyni að greina tækifæri Reykjavíkurborgar
á breiðum grunni. Kjörnir fulltrúar tóku jafnframt
virkan þátt í verkefninu.
Sóknaráætlunin, sem kynnt er undir yfirskrift-
inni Skrefi á undan, hefur að geyma 8 áhersluþætti
með samtals 35 lykilaðgerðum og fjölmörgum tillög-
um. Með aðgerðunum er reynt að draga úr neikvæð-
um langtímaáhrifum efnahagsvandans með því að
horfa á tækifæri til sóknar.
Nokkrir rauðir þræðir komu skýrt fram í vinn-
unni og má meðal þeirra nefna afgerandi áherslu á
mikilvægi umhverfismála og að Reykjavíkurborg
móti metnaðarfulla stefnu sem skipi henni í fremstu
röð grænna borga. Annar meginflokkur hefur titil-
inn Framtíðarfólkið. Reykjavík er ung borg og í því
felast mörg hennar stærstu tækifæri. Því er lagt til
að börn, unglingar og ungt fólk verði í forgangi og
hlúð verði sérlega vel að málaflokkum sem tengjast
þessum hópum með beinum hætti.
Þriðji þráðurinn sem hér verður nefndur snýr að
atvinnulífinu. Kröftugt atvinnulíf er grunnurinn að
lífvænlegri borg og skilyrði fyrir því að ungt fólk
kjósi Reykjavík sem sitt framtíðarheimili. Borgin
þarf að stuðla að uppbyggingu fjölbreytts og verð-
mætaskapandi atvinnulífs og tryggja jafnframt
sterka innviði og skilvirkt stjórnkerfi.
Með Hugmyndaþinginu á sunnudaginn er kallað
eftir kröftum borgarbúa við að móta skýra fram-
tíðarsýn fyrir Reykjavík. Þar verður jafnframt
boðið upp á nokkra stutta, skemmtilega fyrirlestra
og hugmyndasmiðjur þar sem íbúar borgarinnar
geta komið á framfæri sínum eigin hugmyndum um
framtíð borgarinnar. Ég hvet því alla til að líta við
í Ráðhúsinu á sunnudaginn og leggja sitt að mörk-
um til þess að Reykjavík móti sér metnaðarfulla
framtíðarsýn um mannvænlega borg.
Höfundur er formaður stýrihóps um mótun sóknar-
áætlunar fyrir Reykjavík.
Skrefi á undan
SVANHILDUR
KONRÁÐSDÓTTIR
Þrátt fyrir hina miklu bílaeign þjóðarinnar eru bílar almennt
ekki sérlega vel liðinn hlutur.
Flestum er raunar afar illa við alla
aðra bíla en þeirra eigin. Hinir bíl-
arnir eru of margir, keyra of hratt,
leggja ólöglega, virða ekki stöðv-
unarskyldu og gefa ekki stefnuljós.
Annarra manna bílar eru einhver
versti gestur og nágranni sem
menn geta óskað sér. Ef „íbúar
í nágrenninu“ fengju einhverju
ráðið yrðu allar götur annaðhvort
botnlangar eða einstefnugötur, eða
jafnvel hvort tveggja. Sem væri
raunar dálítið fyndið.
Utan eigin hverfis óska þess
hins vegar flestir að umferðin sé
„greið“ og gangi „hratt og örugg-
lega“ fyrir sig. Ef vegir fyllast
skulu þeir breikkaðir, ef bíla-
stæði fyllast skal þeim fjölgað,
ef gangandi vegfarendur þvælast
fyrir skulu þeir færðir í göng
eða brú. Í versta falli má láta
þá bíða í þrjár mínútur á fasa-
skiptum gangbrautarljósum á
Miklubrautinni.
Bílastæða„vandinn“
Það þarf að hætta að líta á bíla-
stæði sem mannréttindi og fara
að líta á þau sem mannvirki úr
malbiki og steypu sem kostar
að byggja og halda við. Eins og
staðan er nú er kveðið á um lág-
marksfjölda bílastæða við íbúðir,
stofnanir og fyrirtæki í bygginga-
reglugerðum. (Raunar geta menn
fengið undanþágu frá þessum regl-
um en þurfa þá að greiða sekt.)
Allt þetta lögbundna framboð
af ókeypis eða mjög ódýru bíla-
stæðarými jafngildir heilmikilli
niðurgreiðslu til þeirra sem ferð-
ast á einkabíl. Almennt er talið að
undir hvern bíl þurfi fjögur bíla-
stæði. Flestir eiga hins vegar í
mesta lagi eitt þessara stæða. Ein-
hver annar borgar fyrir hin þrjú.
Allur svokallaður bílastæða-
vandi höfuðborgarsvæðisins felst
í raun í því að verið er að gefa
eða niðurgreiða vinsælt landrými
á háannatímum. Segjum að ég
mundi ákveða að gefa öllum sem
vildu súpu í hádeginu á fimmtu-
dögum. Fyrsta fimmtudaginn
mundu nokkrir vinir mínir mæta
og súpan mundi næstum því
klárast. Næsta fimmtudag væri
hróður matargerðar minnar búinn
að berast til nokkurra vina í við-
bót þannig að súpan mundi klárast
og hugsanlega ekki duga handa
öllum. Nú gæti ég fengið mér
stærri pott og fengið aðstoð í eld-
húsinu en ég er viss um að innan
nokkurra vikna væru farnar að
myndast súpubiðraðir heima hjá
mér. Svo væri fólk farið að kvarta
undan því að súpan væri ekki
eins góð og síðast og allt of marg-
ir væru farnir að mæta í súpu hjá
Pawel, jafnvel fólk sem enginn
kannaðist við.
Fjölgun bílastæða mun ekki
leysa bílastæðavanda fremur en
súpuvandi minn verður leystur til
langframa með stærri pottum og
fleiri skálum. Ókeypis gæði búa til
biðraðir. Það er lögmál.
Sérstaða Reykjavíkur
Í dreifðri borg eins og Reykjavík
er erfitt að halda uppi góðum
almennings- og hjólreiðasam-
göngum. Fyrir vikið kjósa flest-
ir einkabílinn og skipulagið fer
fyrst og fremst að miðast við bíla-
umferð. Þar sem bílar eru pláss-
frek fyrirbæri dreifist byggðin
en frekar. Þetta er hringrás sem
brjótast þarf út úr.
Hvar liggja sóknarfærin í
skipulagsmálum Reykjavíkur?
Sérstaða Reykjavíkurborgar
felst í þéttu miðsvæði með raun-
verulegum borgarbrag. Það
getur Reykjavík boðið en önnur
sveitarfélög ekki. Þessa sérstöðu
ætti Reykjavík að leggja megin-
áherslu á; byggja þétt, byggja
miðsvæðis og í Vatnsmýrinni og
eftirláta nágrannasveitarfélögum
að keppa um hylli þeirra sem vilja
búa í einbýlishúsum sem þeir
sjálfir hafa byggt. Jafnvel þótt
Reykjavík kysi að vaxa einungis
inn á við á næstu árum yrðu engu
að síður nægir valkostir í boði
fyrir þá sem kjósa að búa dreift,
bæði í núverandi hverfum Reykja-
víkur sem og í væntanlegum og
hálfkláruðum hverfum nágranna-
sveitarfélaga. Kjósi Reykjavík
hins vegar frekari útþenslu mun
kostum þeirra sem vilja búa þétt
ekki fjölga.
Dreifð byggð og offramboð
ókeypis og ódýrra bílastæða eru
stærstu áhrifaþættirnir í skipu-
lagsvanda Reykjavíkurborgar.
Liggi alvara að baki þeim hug-
myndum að gera Reykjavík að
betri og umhverfisvænni borg eru
þetta þeir tveir þættir sem næsta
Aðalskipulag Reykjavíkurborgar
þarf að taka á. Annað mun fylgja í
kjölfarið: Góðir hjólastígar og öfl-
ugar almenningssamgöngur eru
oft afleiðingar þess að fólk hjólar
eða tekur strætó, ekki síður en
ástæður.
Hreppur eða borg
PAWEL BARTOSZEK
Í DAG | Aðalskipulag
Reykjavíkur
Ósykrað
Hollur barnamatur fyrir 12 mánaða og eldri
www.barnamatur.is
Fjölbreytt og gott
veganesti fyrir lífið