Fréttablaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðuroktóber 2009næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    27282930123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    25262728293031
    1234567

Fréttablaðið - 23.10.2009, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 23.10.2009, Blaðsíða 6
6 23. október 2009 FÖSTUDAGUR Stilling hf. • Sími 520 8000 • www.stilling.is • stilling@stilling.is Bílavarahlutir VILLIBRÁÐ NÝ SKOTIN GÆS. GÆSABRINGUR OG GÆSALÆRI. ÚRBEINAÐ, VACUMPAKKAÐ OG FROSIÐ. Opið laugardag 10-14 Hefur þú fengið svínaflensu? Já 9,3 Nei 90,7 SPURNING DAGSINS Í DAG: Hefur þú samúð með íbúunum við Miklubraut vegna mengun- ar þar? Segðu skoðun þína á Vísi.is EFNAHAGSMÁL Draga mætti úr vaxtakostnaði ríkisins með aðkomu lífeyrissjóðanna að því að staðgreiða skuldbindingar vegna Icesave. Við þetta þyrftu skattar ekki að hækka jafnmikið og ella. Þetta sagði Steingrímur J. Sig- fússon fjármálaráðherra á fundi Viðskiptaráðs Íslands í gærmorg- un um hlutverk lífeyrissjóðanna í endurreisninni. Steingrímur segir umræðuna halda áfram, en í henni sé mikil- vægt að velta upp ýmsum hugmynd- um. „Jafnvel þeim að rætt verði við lífeyrissjóðina um að lækka pínulít- ið Icesave-reikninginn fyrir fram.“ Slíka fjárfestingu segir hann jafn- vel geta verið á álitlegum kjörum fyrir lífeyrissjóðina. Stjórnvöld hafa síðan í september átt í viðræðum við lífeyrissjóðina um mögulega aðkomu þeirra að margvíslegum verkefnum og segir Steingrímur þær vel á veg komnar. Hrafn Magnússon, framkvæmda- stjóri Landssamtaka lífeyrissjóða, gagnrýndi þó á fundinum að þær hefðu ekki hafist fyrr, því sam- kvæmt stöðugleikasáttmála ríkis- stjórnarinnar og aðila vinnumark- aðarins hefði þeim átt að vera lokið 1. september. Um áttatíu manns sóttu fund Viðskiptaráðs, en markmið hans var að ræða opinskátt og fordóma- laust um hugmyndir sem fram hafa komið síðustu vikur og mánuði og snerta aðkomu sjóðanna að endur- reisn efnahagslífsins. Steingrímur kvaðst til viðræðu um allar leið- ir, svo fremi sem þær „hrófluðu ekki við grunntilveru lífeyrissjóð- anna og gríðarmikilvægu hlutverki þeirra“. Steingrímur vék einnig orðum að hugmyndum um að skattleggja iðgjöld fremur en greiðslur úr lífeyrissjóðum. „Á komandi árum og áratugum verða tekjur ríkis- sjóðs og sveitarfélaga gegnum vaxandi útgreiðslur lífeyris stig- vaxandi tekjustofn og gera þeim kleift að ráða við sínar skuldir og axla verkefni. Þess vegna væri það stór og býsna afdrifarík ákvörðun að hverfa frá því að eiga þessar tekjur í vændum,“ sagði hann. Í erindi Hrafns Magnússonar kom fram að lífeyrissjóðirnir sæju helst tækifæri í því að koma að fjár- mögnun einstakra verkefna, enda væri nú um mundir fátt um fína fjárfestingarkosti. Þá sagði hann aukna áhættu í því fólgna að lána ríkinu stórar fjárhæðir, en þar með væru fullmörg egg sjóðanna komin í sömu körfu. Þá mælti að hans mati margt á móti skattlagningu iðgjalda og ljóst er að hugmyndir um slíkt njóta ekki hljómgrunns innan sjóðanna. olikr@frettabladid.is Á FUNDI VIÐSKIPTARÁÐS Í pallborði eru Frosti Ólafsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, Hrafn Magnússon, fram- kvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða, Benedikt Jóhannesson, ritstjóri Vísbendingar, og Finnur Oddsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs. Í pontu er Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Lífeyrissjóðir létti Icesave-greiðslur Fjármálaráðherra segir að með aðkomu lífeyrissjóða að greiðslu Icesave-skuld- bindinga mætti draga úr vaxtakostnaði ríkisins. Stjórnvöld hafa síðan í sept- ember rætt við sjóðina um aðkomu þeirra að endurreisn efnahagslífsins. Stóraukin skattheimta ofan á aðrar álögur er ávísun á hættulegan samdrátt: Í hallæri er þörf á nýjum lausnum EFNAHAGSMÁL Skatt lagning iðgjalda í lífeyrissjóði er álitlegur kostur til að brúa hallann á tekju- hlið ríkissjóðs án þess að draga úr kaupgetu almennings. Þetta sagði Benedikt Jóhannesson, fram- kvæmdastjóri útgáfufélagsins Heims og ritstjóri Vísbendingar, á morgunverðarfundi Viðskipta- ráðs í gær. „Við erum á ákveðnum kross- götum í efnahagslífinu og ríkið farið að skera niður. Menn hafa orðið fyrir miklum byrðum af hækkandi lánum, lækkandi launa- tekjum og af fleiri orsökum. Ef hækka á stórlega skatta almenn- ings ofan á allt þetta þá mun það hafa veruleg áhrif á allt efnahags- kerfið og valda mjög hættulegum samdrætti, á tímum þegar við þurfum síst á því að halda,“ sagði hann. Fremur en að kynna til sögunnar nýja skat ta sagði Benedikt að ætti að hnika til í þeim skattstofn- um sem þegar eru í notkun. Benedikt seg- ist hins vegar meðvitaður um að skattlagning iðgjalda sé ekki gallalaus, svo sem vegna þess að tekjur séu færðar á milli kynslóða og lífeyrissjóðirnir hafi minna á milli handanna. Þá þurfi að skoða möguleikann á að gera breyting- una tímabundna, í fjögur til átta ár. „En hafi það farið fram hjá einhverjum þá er hallæri núna þannig að ef einhvern tímann er þörf á lausnum þá er það núna,“ segir Benedikt. - óká LEIÐ TIL AUKINNA SKATTTEKNA ÁRIÐ 2010 Benedikt Jóhannesson segir eftirfarandi skattabreytingar valda minnstri röskun fyrir heimili og atvinnulíf og því betri en að kynna til sögu nýja skatta. Breyting Tekjur í milljörðum kr. Skattlagning iðgjalda 30 26,5% tekjuskattsprósenta 10 26,5% virðisaukaskattur 15 Áhrif nýrra skatta 2009 10 Alls 65 BENEDIKT JÓHANNESSON LÖGREGLUMÁL Hæstiréttur dæmdi mann í fimm ára fangelsi í gær fyrir að níðast á dóttur sinni á árunum 2007 og 2008. Stúlk- an var rúmlega tveggja ára þegar brotin hófust. Héraðsdómur hafði áður talið tveggja ára dóm hæfilega refsingu, og dómskerfið hafn- aði á sínum tíma beiðni barnaverndarnefnd- ar um að forræði yrði tekið af foreldrunum. Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barna- verndarstofu, segir í viðtali við Stöð 2 að þessi dómur sé einsdæmi á Íslandi og víðar, því allajafna sé sönnunarbyrði mjög mikil í slíkum málum. „Í þessu máli sýna dómstólar og réttar- vörslu kerfið að það getur tekist á við afskaplega flókin og erfið mál þar sem svo ung börn eiga hlut að máli. Þetta er gert af þvílíkri fagmennsku og ég bara tek hatt minn ofan fyrir þeim,“ segir Bragi. Þar sem stúlkan var nærri ómálga þegar kært var gat hún ekki tjáð sig nema með mjög takmörkuðum hætti og ekki lágu fyrir óyggjandi læknisfræðileg sönnunargögn. Dómurinn byggir meðal annars á því að stúlkan afklæddi dúkkur og sjálfa sig í viðtali við félagsmálayfirvöld, eftir að þau grunaði að eitthvað misjafnt hefði átt sér stað. Stúlkan lét þá eins og dúkkurnar hefðu samfarir og setti síðan aðra dúkkuna í klof sitt og hreyfði sig eins og hún væri að hafa samfarir. Þá þótti framburður föður stúlkunnar ekki trúverðugur, en hann kenndi meðal annars Pólverjum um að henni liði illa. - kóþ Tímamótadómur féll í Hæstarétti í gær, að mati forstjóra Barnaverndarstofu: Fimm ára dómur fyrir að níðast á barni FORSTJÓRI BARNAVERNDARSTOFU Bragi Guðbrandsson segir það marka tímamót að fimm ára fangelsisdómur féll vegna brota gegn barni sem gat að takmörkuðu leyti tjáð sig um brotin. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað: 251. tölublað (23.10.2009)
https://timarit.is/issue/296281

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

251. tölublað (23.10.2009)

Aðgerðir: