Fréttablaðið - 23.10.2009, Blaðsíða 42
30 23. október 2009 FÖSTUDAGUR
sport@frettabladid.is
N1-deild karla
Akureyri-FH 27-30 (18-16)
Mörk Akureyrar (skot): Oddur Grétarsson 10/4
(12/4), Geir Guðmundsson 3 (5), Guðmundur
Hólmar Helgason 3 (9), Árni Þór Sigtryggsson 3
(12), Jónatan Magnússon 2 (3), Hörður Fannar
Sigþórsson 1 (1), Hreinn Hauksson 1 (2), Andri
Snær Stefánsson 1 (2), Heimir Örn Árnason 1 (3),
Guðlaugur Arnarsson 1 (3), Heiðar Aðalsteinsson
1 (5).
Varin skot: Hafþór Einarsson 14 (39/2) 36%,
Hörður Flóki Ólafsson 5 (10) 50%
Hraðaupphlaup: 5 (Oddur 3, Árni, Geir).
Fiskuð víti: 4 (Árni 3, Geir).
Utan vallar: 10 mín.
Mörk FH (skot): Bjarni Fritzson 7/2 (10/2),
Ólafur Gústafsson 5 (6), Ólafur Guðmundsson 5
(13), Benedikt Kristinsson 4 (8), Ásbjörn Friðriks-
son 3 (5), Jón Heiðar Gunnarsson 2 (2), Örn Ingi
Bjarkarson 2 (4), Ari Þorgeirsson 1 (1), Sigurgeir
Árni Ægisson 1 (1).
Varin skot: Pálmar Pétursson 18 (41) 44%,
Daníel Andrésson 2 (6) 33%
Hraðaupphlaup: 7 (Benedikt 3, Bjarni 2, Sigur-
geir, Örn).
Fiskuð víti: 2 (Bjarni, Benedikt).
Utan vallar: 14 mín.
Fram-Haukar 32-34
Mörk Fram (skot): Magnús Stefánsson 8 (15),
Andri Berg Haraldsson 7 (14/1), Haraldur Þor-
varðarson 6 (7), Arnar Birkir Hálfdánarson 5/2
(6/2), Stefán Baldvin Stefánsson 4 (5), Hákon
Stefánsson 2 (3), Halldór Jóhann Sigfússon (3/1).
Varin skot: Magnús Erlendsson 14/1 (37/3,
38%), Sigurður Örn Arnarson 3 (13/2, 23%),
Zoltan Majeri 0 (1/1).
Hraðaupphlaup: 6 (Haraldur 3, Arnar Birkir 2,
Stefán Baldvin 1).
Fiskuð víti: 4 (Haraldur 2, Magnús 1, Stefán
Baldvin 1).
Utan vallar: 10 mínútur.
Mörk Hauka (skot): Sigurbergur Sveinsson
10/2 (16/3), Stefán Sigurmannsson 5 (6), Freyr
Brynjarsson 4 (5), Björgvin Hólmgeirsson 4 (9),
Guðmundur Árni Ólafsson 3/3 (3/3), Elías Már
Halldórsson 3 (6), Pétur Pálsson 2 (2), Einar Örn
Jónsson 2 (2), Tjörvi Þorgeirsson 1 (1), Jónatan
Jónsson (1).
Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 7 (28/2,
25%), Aron Rafn Edvardsson 4 (15, 27%).
Hraðaupphlaup: 7 (Freyr 2, Elías Már 2, Sigur-
bergur 1, Stefán 1, Björgvin 1).
Fiskuð víti: 6 (Pétur 3, Tjörvi 1, Freyr 1, Sigur-
bergur 1).
Utan vallar: 4 mínútur.
Valur-Grótta 21-20 (12-7)
Markahæstir hjá Val: Arnór Þór Gunnarsson 6,
Fannar Þór Friðgeirsson 3, Sigfús Páll Sigfússon 3,
Ólafur Sigurjónsson 3.
Markahæstir hjá Gróttu: Anton Rúnarsson 6,
Hjalti Þór Pálmason 4, Finnur Ingi Stefánsson 3.
ÚRSLIT
> Sveinbjörn með slitið krossband
ÍR-ingar urðu fyrir gríðarlegu áfalli þegar í ljós kom að
landsliðsmaðurinn sterki Sveinbjörn Claessen sleit
krossband í leiknum gegn KR í Iceland Express-deildinni
um síðustu helgi. Meiðslin þýða að Sveinbjörn spilar
ekki meira með ÍR á þessu tímabili. „Fram undan er nýtt
verkefni sem ég mun kljást við og sinna vel og koma
tvíefldur til leiks á ný með ÍR næsta tímabil. Það er orðið
allt of langt síðan ÍR varð Íslandsmeistari
og löngu kominn tími á þann stóra.
Metnaðurinn til að fara alla leið með
liðinu mínu mun án vafa halda mér
einbeittum til að ná góðum og
skjótum bata,“ segir Sveinbjörn í
viðtali á heimasíðu ÍR.
FÓTBOLTI ÍBV tilkynnti formlega
í gær að félagið væri búið að ná
samningi við þá Tryggva Guð-
mundsson og Ásgeir Aron Ásgeirs-
son um að þeir leiki með ÍBV.
„Þetta eru strákar sem eiga báðir
eftir að hjálpa okkur mjög mikið að
mínu mati. Tryggvi býr að mikilli
reynslu og getu og Ásgeir Aron er
mjög fjölhæfur og góður leikmað-
ur sem getur leyst margar stöður
á vellinum,“ sagði Heimir Hall-
grímsson, þjálfari ÍBV, í viðtali við
Fréttablaðið í gær.
Eyjapeyinn Tryggvi er að snúa
aftur á heimaslóðir eftir tólf ár.
„Ég hef oft hugsað um að snúa
aftur heim til Vestmannaeyja og
núna finnst mér eins og menn séu
að setja stefnuna hátt og jafnvel
hærra en síðustu ár og það er sann-
ur heiður að þeir hafi leitað til mín.
Þetta er þriggja ára samningur og
ég vonast til þess og trúi að ég nái
að standa mig vel í þessi þrjú ár.
Ég á nóg eftir og ætla mér stóra
hluti með ÍBV,“ segir Tryggvi
ákveðinn.
Ásgeir Aron er að sama skapi
spenntur fyrir því að spila með
ÍBV en faðir hans, Ásgeir Sigur-
vinsson, lék sem kunnugt er fyrir
félagið á árum áður.
„Ég hafði alltaf hugsað mér að
prófa einhvern tímann að fara til
Eyja og spila með ÍBV og þegar
þetta tækifæri bauðst mér stökk
ég náttúrlega á það.“ - óþ
ÍBV hefur fengið góðan liðsstyrk fyrir átökin í Pepsi-deild karla næsta sumar:
Tryggvi og Ásgeir Aron í ÍBV
SAMNINGAR UNDIRRITAÐIR Vel fór á með þeim Tryggva Guðmundssyni, Ásgeiri
Aroni Ásgeirssyni og Heimi Hallgrímssyni í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Markvarsla Pálmars Péturssonar í seinni hálfleik, í bland við
ævintýralega slakan sóknarleik heimamanna í Akureyri, lagði
grunninn að 27-30 sigri FH á Akureyri í gær. FH var betra
framan af og voru hinu sígilda skrefi á undan en Akureyr-
ingar bitu frá sér, ekki síst þegar Pálmar hætti að verja, og
komust yfir. Þeir leiddu 18-16 eftir fyrri hálfleik þar sem
gestirnir létu skapið hlaupa með sig í gönur, fengu
fimm brottvísanir og meira að segja þjálfarinn
átti eina þeirra. Hálfleikurinn var hraður og
skemmtilegur og bæði lið sýndu fína takta.
En seinni hálfleikurinn var ekki nema fimm
mínútna gamall þegar FH-ingar voru komnir
tveimur mörkum yfir, þeir skoruðu 5-1 og
litu aldrei um öxl. Hrikaleg slæm sókn
Akureyrar náði aðeins að skora fimm mörk
á 25 mínútum og FH vann 27-30.
„Þetta var ótrúlegt, algjör snilld. Seinni hálfleikur-
inn var eins og skrifaður upp úr handriti fyrir okkur,“
sagði Pálmar. „Það er erfitt að koma hérna norður
eins og alltaf fyrir framan fullt hús. Við áttum í erfiðleikum í fyrri
hálfleik, vorum að pirra okkur á dómurunum og Akureyri spilaði vel.
En við þurrkuðum það bara út í seinni hálfleik og sýndum þvílíkan
karakter. Vörnin var snilld og ég var að halda mér hrikalega í dauða-
færunum, það er andlega mjög sterkt. Ég fiskaði þá vel í dauðafær-
unum en skotin þeirra fyrir utan voru slök. Þegar þeir þurftu að fara
að skora urðu þeir óskynsamir í skotunum og það gerði mér
auðveldara fyrir,“ sagði Pálmar.
Hjá FH var Pálmar bestur, Bjarni Fritzson var góður og Bene-
dikt öflugur í hraðaupphlaupunum. Lykilmenn Akureyrar
brugðust algjörlega. Vörnin var lengi vel ágæt líkt og mar-
kvarslan en sóknin í seinni hálfleik hræðileg. „Ég hef engar
skýringar á þessu,“ sagði niðurlútur Oddur Grétarsson sem
skoraði tíu mörk fyrir Akureyri í tólf skotum. „Við hættum
að sækja almennilega á markið, vörnin var léleg og þess
vegna kom markvarslan ekki með. Við náðum ekki okkar
hraðaupphlaupum og því fór sem fór. Það gekk bara ekkert
upp í seinni hálfleiknum. Við þurfum að skoða vel hvað fór
úrskeiðis,“ sagði Oddur. - hþh
N1-DEILD KARLA Í HANDBOLTA: FH-INGAR SÝNDU MIKINN KARAKTER OG UNNU AKUREYRI 27-30 NYRÐRA
Ég var að halda mér hrikalega í dauðafærunum
KÖRFUBOLTI Þrír leikir fóru fram
í Iceland Express-deild karla í
gærkvöldi þar sem hæst bar að
Stjarnan vann 81-82 sigur á Snæ-
felli. Þá unnu Keflvíkingar 96-54
sigur á Fjölni og ÍR vann einnig
stórsigur 95-69 á Hamri.
Justin Shouse tryggði Stjörn-
unni sigurinn gegn sínum gömlu
liðsfélögum í Snæfelli með því
að setja niður tvö vítaskot á loka-
sekúndunum í hörkuspennandi
leik sem endaði 81-82 en Stjarn-
an var 41-42 yfir í hálfleik.
Shouse var stigahæstur hjá
Stjörnunni með 26 stig og 9 stoð-
sendingar en Jovan Zdravevski
kom næstur með 23 stig og 8
fráköst. Hjá heimamönnum í
Snæfelli var Hlynur Bæringsson
stigahæstur með 24 stig og 11
fráköst en Sigurður Þorvaldsson
kom næstur með 17 stig.
Í sigri Keflvíkinga á Fjölni var
Rashon Clark stigahæstur hjá
heimamönnum með 18 stig en
Sigurður Gunnar Þorsteinsson
kom næstur með 14 stig. Chris-
topher Smith var stigahæstur hjá
Fjölni með 20 stig.
Í sigri ÍR á Hamri var Nem-
anja Sovic stigahæstur hjá ÍR
með 33 stig en Andre Dabney
skoraði 27 stig fyrir Hamar.
- óþ
Iceland Express-deild karla:
Shouse sá um
Snæfellinga
JUSTIN SHOUSE Átti fínan leik fyrir
Stjörnuna í gærkvöldi. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
HANDBOLTI Fram er enn án stiga í
N1-deild karla eftir að liðið tapaði
fyrir Haukum á heimavelli í gær,
34-32. Haukar eru að sama skapi
taplausir með fimm stig eftir þrjá
leiki.
Haukar voru með undirtökin
lengst af í leiknum í gær en Fram-
arar, nýkomnir til landsins eftir
erfitt ferðalag til Slóvakíu, komu
þeim í opna skjöldu með kraft-
miklum leik í síðari hálfleik.
Á fyrstu 20 mínútum síðari
hálfleiks tókst þeim bláklæddu að
snúa leiknum sér í hag og komast
þremur mörkum yfir, 30-27, þegar
sjö og hálf mínúta var til leiks-
loka. Haukar voru með fjögurra
marka forystu í hálfleik, 19-15.
Það var ekki síst fyrir góð til-
þrif Magnúsar Erlendssonar í
marki Fram að liðið náði undir-
tökunum í leiknum en skytturn-
ar Magnús Stefánsson og Andri
Berg Haraldsson fóru einnig mik-
inn í sókninni. En þegar allt virt-
ist ganga Frömurum í hag misstu
þeir unninn leik úr höndunum í
blálokin.
Þegar tæpar 20 mínútur voru
til leiksloka og leikurinn að snú-
ast Frömurum í hag tóku Haukar
leikhlé. Eftir það liðu tíu mínút-
ur þar sem hinn ungi Stefán Rafn
Sigurmannsson var eini Hauka-
maðurinn sem náði að skora fram
hjá Magnúsi í markinu. Óhætt er
að segja að Stefán Rafn hafi hald-
ið sínum mönnum inni í leikn-
um á meðan Framarar röðuðu
inn mörkunum hinum megin á
vellinum.
Það gerði Haukum kleift að
koma sér aftur inn í leikinn á
lokamínútum hans. Sigurbergur
Sveinsson fór þá mikinn en hann
og Stefán Rafn unnu í raun þennan
leik fyrir Haukana.
„Ég var virkilega ánægður með
síðustu tíu mínúturnar,“ sagði
Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka.
„Við sýndum mikinn sigurvilja og
náðum að klára leikinn.“
Hann sagði sína menn hafa lent
í vandræðum með varnarleikinn.
„Það var sama hvað við reyndum,
ekkert virtist ganga upp. En sem
betur fer spiluðum við mjög vel
í sókninni. En þetta var erfiður
leikur eins og ég átti von á. Fram-
arar eru komnir með bakið upp
að vegg og ég vissi að þeir yrðu
dýrvitlausir í dag.“
Magnús Stefánsson, leikmaður
Fram, sagði það erfitt að horfa
upp á þrjá tapleiki í röð í deildinni.
„Vandinn liggur hjá okkur. Það er
eitthvað undirliggjandi sem er
að stríða okkur. Við sýndum þó á
köflum í kvöld hvað býr í okkur.
Okkur gekk þá vel í vörninni og
við lékum þeim að okkur í sókn-
inni. En þess á milli virðist eins
og við föllum niður á plan sem á
bara heima í 1. deildinni.“
Þess má að lokum geta að Fram-
arinn Andri Berg var stálhepp-
inn að fá ekki rautt spjald þegar
hann fór í andlitið á Sigurbergi
Sveinssyni þegar skammt var til
leiksloka. eirikur@frettabladid.is
Lánleysi Framara algert
Fram tapaði sínum þriðja leik í röð í N1-deild karla í gær er Haukar komu í
heimsókn. Haukar unnu nauman sigur, 34-32, eftir spennandi lokamínútur.
ÖFLUGUR Sigurbergur Sveinsson skoraði tíu mörk fyrir Hauka í 32-34 sigri Íslands-
meistaranna í hörkuspennandi leik gegn Fram í gærkvöldi. FRÉTTABLADID/ANTON