Fréttablaðið - 23.10.2009, Blaðsíða 18
18 23. október 2009 FÖSTUDAGUR
Með Björgvini Sighvatssyni er fallinn
frá í hárri elli sá seinasti, sem gegndi
forystuhlutverki í hinni harðsnúnu
forystusveit jafnaðarmanna á Ísa-
firði, þeirra sem gerðu garðinn fræg-
an í „Rauða bænum“, á tímabilinu milli
tveggja heimsstyrjalda, á öldinni sem
leið.
Indriði G. Þorsteinsson rithöf-
undur komst eitt sinn svo að orði, að
Alþýðuflokkurinn á Íslandi – stjórn-
málahreyfing íslenskra jafnaðar-
manna – væri sambland af norræn-
um „seminarisma“ (kennaraveldi) og
vestfirskri verkalýðshreyfingu. Það er
ef til vill eitthvað meira hæft í þessu
en liggur í augum uppi við fyrstu
sýn. Alla vega er það varla einleikið,
hversu margir af aðsópsmestu for-
ingjum verkalýðshreyfingarinnar og
Alþýðuflokksins í árdaga voru sprottn-
ir upp úr vestfirskum jarðvegi, frá og
með Jóni Baldvinssyni, sem var for-
seti Alþýðusambandsins og Alþýðu-
flokksins fyrsta aldarfjórðunginn, en
þá voru þessar hreyfingar eitt og hið
sama.
Björgvin Sighvatsson var einn þess-
ara manna og sprottinn upp úr sama
jarðvegi og þeir. Hann var sannfærður jafnaðarmaður frá
blautu barnsbeini. Hann tók það sem sjálfgefið, að verka-
lýðshreyfingin og flokkur hennar væru tvær greinar á sama
meiði og mættu aldrei verða viðskila hvor við aðra, ef vel
ætti að vera. Þess vegna bauð hann fram starfskrafta sína í
þágu verkalýðshreyfingarinnar og gegndi þar fjölmörgum
trúnaðarstörfum af fórnfýsi og skyldurækni langa hríð, þótt
hann væri skólamaður og uppeldisfrömuður að ævistarfi.
Björgvin valdist kornungur inn í forystusveit jafnaðar-
manna í Rauða bænum á Ísafirði á heimsstyrjaldarárunum
seinni. Þar höfðu verið í fararbroddi fyrr á árum landskunn-
ar kempur eins og Vilmundur Jónsson, síðar landlæknir,
og Haraldur Guðmundsson, frumkvöðull laganna um al-
mannatryggingar og þar með guðfaðir íslenska velferðar-
ríkisins. Þar var einnig að finna á fleti fyrir menn eins og
Guðmund Hagalín, rithöfund, Finn Jónsson, síðar ráðherra
og Hannibal Valdimarsson, föður minn
og síðar forseta Alþýðusambandsins í
meira en tvo áratugi.
Undir vasklegri forystu þessara
manna hélt Alþýðuflokkurinn hrein-
um meirihluta í bæjarstjórn Ísafjarð-
ar í meira en aldarfjórðung. Látlaus
fólksflótti af landsbyggðinni á stríðs-
árunum, og síðar, batt að lokum enda á
þetta stórveldistímabil kratanna vestra.
Kommúnistar, sem löngum áttu erfitt
uppdráttar í skugga róttækra jafnaðar-
manna þar vestra, áttu þar sinn hlut að
máli með því að leiða íhaldið til valda,
samkvæmt kenningunni um, að óvinir
óvinar þíns séu vinir þínir. Kannski er
sú kenning ekki með öllu útdauð enn á
okkar samtíð.
Þegar ég settist fyrst á skólabekk
í barnaskóla Ísafjarðar (þar sem ég
stofnaði Menntaskólann aldarfjórð-
ungi síðar) voru tveir kennarar öðrum
aðsópsmeiri og aðgangsharðari í kenn-
araliðinu. Þetta voru þeir Jón H. Guð-
mundsson frá Ingjaldssandi (síðar
tengdafaðir Rannveigar Guðmundsdótt-
ur, fyrrverandi félagsmálaráðherra)
og Björgvin Sighvatsson, frá Patreks-
firði, faðir Sighvats, síðar ráðherra og
eftirmanns míns á formannsstóli Alþýðuflokksins. Þeir
Björgvin og Jón H. voru þá – og lengi síðar – forystumenn
okkar Ísafjarðarkrata, hvort heldur var í bæjarfélaginu eða
verkalýðshreyfingunni.
Mér er í barnsminni, hversu atkvæðamiklir þessir menn
þóttu og fylgnir sér í málflutningi, þótt nokkuð þættu þeir
á stundum harðhentir gagnvart andstæðingum. Sérstaklega
fór það orð af Björgvini, að hann væri viðsjárverður and-
stæðingur, fljúgandi mælskur, fundvís á veilur í málflutn-
ingi andstæðinga og hnyttinn í tilsvörum. Báðir voru þessir
menn ósvikin afsprengi ísfirska skólans í pólitík, sem þykir
að vísu óvæginn og varla meinlaus, en hvorki loðmullu- né
leiðinlegur, guðsblessunarlega.
Björgvin Sighvatsson var kennari af guðsnáð. Hann hafði
ósvikinn áhuga á þeim mannsefnum, sem njóta áttu hand-
leiðslu hans og hafði lag á að kveikja með þeim heilbrigðan
metnað til að leggja sig fram og ná árangri. Sem skólastjóri
var hann vakinn og sofinn yfir velferð nemenda sinna, hvatti
þá til dáða og fylgdist af áhuga með starfsferli þeirra, eftir
að skóla lauk. Þetta getum við feðgar, ég og Glúmur sonur
minn, vottað af eigin reynslu, en við nutum báðir handleiðslu
Björgvins fyrstu sporin á skólagöngunni, þótt með einnar
kynslóðar millibili væri. Ég veit líka, að sem sálgæslumaður
ungviðisins reyndist Björgvin þeim best, sem mest þurftu á
að halda. Þannig reyndist hann trúr lífsskoðun sinni í orði
og verki.
Að leiðarlokum færum við okkar aldna lærimeistara
hugheilar þakkir fyrir leiðsögnina, um leið og við flytjum
Sighvati Björgvinssyni og fjölskyldu hans allri einlæga
samúðarkveðju.
Jón Baldvin Hannibalsson og Glúmur Baldvinsson
JÓN BALDVIN OG GLÚMUR: AÐ BJÖRGVINI SIGHVATSSYNI LÁTNUM
Í MINNINGU JAFNAÐARMANNS
Elskulegur faðir, afi og langafi,
Sveinn Torfi Sveinsson
verkfræðingur, Hraungörðum, Garðabæ,
lést á Hrafnistu í Hafnarfirði þriðjudaginn 20. október.
Vilborg Elín Torfadóttir Stefán Sigurðsson
Ingibjörg Ásdís Torfadóttir Sveinn Hallgrímsson
Ingibjörg Erna Sveinsson Helgi Ólafsson
barnabörn og barnabarnabörn.
Innilegar þakkir færum við öllum þeim
er sýndu okkur samúð og hlýhug vegna
andláts og útfarar elskulegs föður okkar,
tengdaföður, afa og langafa,
Jóns Gíslasonar
Fjólugötu 14, Akureyri.
Sérstakar þakkir til læknanna Jóns Þórs Sverrissonar
og Vals Marteinssonar. Einnig starfsfólks handlækn-
is deildar Sjúkrahúss Akureyrar, Heimahjúkrunar
á Akureyri, Kristnesspítala og Víðihlíðar á
Dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri.
Sveinn Heiðar Jónsson Erla Oddsdóttir
Sigríður Jónsdóttir Stefán G. Jónsson
Sæbjörg Jónsdóttir Jón Hlöðver Áskelsson
Karl Jónsson Helga Kristrún Þórðardóttir
afa- og langafabörn.
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, systir, og amma,
Sólveig Rósa Jónsdóttir
frá Einarsstöðum í Reykjadal,
Lómasalir 10, Kópavogi,
verður jarðsungin frá Digraneskirkju miðvikudaginn
28. október og hefst afhöfnin kl. 13.00. Þeim sem vilja
minnast hennar er bent á að láta Alzheimerssamtökin
njóta þess.
Bragi Árnason
Lilja Kristín Bragadóttir Valdemar Gísli Valdemarsson
Guðrún Jóna Bragadóttir Hilmar Þorvaldsson
Anna Þóra Bragadóttir Haraldur Kr. Ólason
Jóhanna Bragadóttir Sigurjón Hendriksson
Sigríður Jónsdóttir
Aðalsteinn Jónsson
og barnabörn.
80 ára afmæli
Jón Árni Sigfússon
Víkurnesi í Mývatnssveit,
er 80 ára í dag, 23. október.
Hann er að heiman.
Hugheilar þakkir til allra þeirra sem auð-
sýndu mér samúð og vinarhug við andlát
og útför elskulegrar móður minnar,
Ólafíu G. Blöndal
Hverafold 27, Reykjavík.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk á Hjúkrunarheimilinu
Eir, Grafarvogi fyrir einstaka umönnun.
Guð blessi ykkur öll.
Anna María Hákonardóttir Blöndal.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
Guðbjörg Þorsteinsdóttir
áður til heimilis að Bessastöðum, Álftanesi,
lést á hjúkrunarheimilinu Droplaugarstöðum þriðju -
daginn 20. október. Útförin fer fram frá Bessastaðakirkju
miðvikudaginn 28. október kl. 15.00.
Steina Kristín Kristjónsdóttir
Danfríður Kristjónsdóttir Sverrir Jónsson
Guðbjörg Lárusdóttir Jónas Halldór Jónasson
Lára Kristjana Lárusdóttir
Kristjón Sverrisson
Vigdís Sverrisdóttir
Kristín Sverrisdóttir
og barnabarnabörn.
Eiginmaður minn, sonur, faðir og bróðir,
Þorlákur Gestur Jensen
andaðist á líknardeild Landspítalans, Kópavogi,
fimmtudaginn 22. október. Jarðarförin auglýst síðar.
Fyrir hönd aðstandenda,
Hálfdán I. Jensen.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
Svanfríður Kristín
Benediktsdóttir
frá Hnífsdal,
Sóltúni 2, Reykjavík,
sem lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni mánudaginn 12.
október, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju föstu dag-
inn 30. október kl. 13.00. Jarðsett verður
í Gufuneskirkjugarði.
Ágúst Jónsson Birna Geirsdóttir
Sigurborg Sveinbjörnsdóttir Jón K. Guðbergsson
Anna Jenný Rafnsdóttir Gylfi Ingólfsson
Ásdís Lára Rafnsdóttir
Elinborg Jóna Rafnsdóttir
Edda Maggý Rafnsdóttir Þórarinn Kópsson
Aðalheiður Arna Rafnsdóttir
ömmubörn og langömmubörn.
Elsku hjartans drengurinn okkar,
Kristinn Örn Friðgeirsson
(Diddi)
sem lést laugardaginn 17. október sl. verður jarðsung-
inn frá Grafarvogskirkju mánudaginn 26. október kl.
11.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Sjónarhól
- Ráðgjafarmiðstöð, kt. 540503 3030, reikn. 101 15
379009.
Guðbjörg Erla Andrésdóttir Friðgeir Sveinn Kristinsson
Guðmundur Friðgeirsson Hildur Björk Hafsteinsdóttir
Margrét Friðgeirsdóttir
Daníel Örn Guðmundsson Kári Steinn Guðmundsson
Ragnheiður Jóna A. Laufdal Kristinn Sæmundsson
Birkir Blær Kristinsson Aðalsteinn Einir Kristinsson
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafað-
ir, afi og langafi,
Óli Ragnar Jóhannsson
Klettstíu, Norðurárdal,
lést á Sjúkrahúsi Akraness föstudaginn 16. október.
Útförin fer fram frá Reykholtskirkju laugardaginn
24. október kl. 13.
Margrét Jómundsdóttir
börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.
ATKVÆÐAMIKILL Björgvin var í forystusveit jafn-
aðarmanna í Ísafirði. MYND/ÚR EINKASAFNI