Fréttablaðið - 23.10.2009, Blaðsíða 46
34 23. október 2009 FÖSTUDAGUR
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
BESTI BITINN Í BÆNUM
LÁRÉTT
2. varsla, 6. umhverfis, 8. blund, 9.
mak, 11. býli, 12. hólf, 14. bjúga, 16.
ætíð, 17. tunnu, 18. orga, 20. 49, 21.
flokka.
LÓÐRÉTT
1. svall, 3. bor, 4. listastefna, 5. traust,
7. talsmaður, 10. stúlka, 13. skáhalli,
15. kjáni, 16. haf, 19. til.
LAUSN
LÁRÉTT: 2. vakt, 6. um, 8. lúr, 9. kám,
11. bú, 12. klefi, 14. pylsa, 16. sí, 17.
ámu, 18. æpa, 20. il, 21. raða.
LÓÐRÉTT: 1. sukk, 3. al, 4. kúbismi,
5. trú, 7. málpípa, 10. mey, 13. flá, 15.
auli, 16. sær, 19. að.
VEISTU SVARIÐ
Svör við spurningum á síðu 8.
1 Miðvikudaginn 28. október.
2 Fjórum.
3 Halla Vilhjálmsdóttir.
„Ég vildi gera eitthvað gott við peningana
mína,“ segir hinn ungi og efnilegi Ágúst Inga-
son.
Ágúst stofnaði á dögunum hóp á Facebook og
hét því að gefa 50.000 krónur af peningunum
sem hann fær í fermingargjöf á næsta ári til
ABC hjálparstarfs, ef 15.000 manns myndu
ganga í hópinn fyrir 21. mars. Viðtökurn-
ar voru með ólíkindum og aðeins nokkrum
dögum síðar var takmarkinu náð og gott
betur.
„Ef ég hefði ekki búið til þennan hóp á
Facebook væri ekki eins mikið af fólki að
gefa peninga,“ segir Ágúst sem er mjög
ánægður með viðtökurnar. Fólk í hópn-
um er byrjað að gefa fé til hjálparstarfs-
ins, en einn tók skrefið til fulls og stend-
ur nú jafnfætis Ágústi. „Það er einn
strákur sem ætlar að gefa 50.000 kall
eins og ég. Ég veit ekki hver það er,“
segir hann og á þar við Friðrik Weisshappel,
veitingamann í Kaupmannahöfn, sem var djúpt
snortinn af framtaki Ágústs.
„Mér finnst þetta svo frábært framtak hjá
stráknum að mig langaði til að leggja
opinberlega mín lóð á vogaskálarnar,“
segir Friðrik. „Ég er inspíreraður af
stráknum, hann er að gefa 50.000 krón-
ur, 13 ára gamall. Mér fannst þetta svo
óvenjulega fallegt og stórbrotið að ég
ákvað sýna honum stuðning í verki.“
Það er ekki hægt að ljúka
frétt um framtaksemi Ágústs
án þess að fá viðbrögð frá
mömmunni, Þórhildi Sif Þór-
mundsdóttur. „Við erum rosa-
lega stolt af honum, foreldrar hans, og ættingjar og allir bara,“ segir hún og
bætir móðurlega við að þótt hún hafi engar
áhyggjur af því að Ágúst standi ekki við loforð
sitt, þá verði því fylgt eftir. - afb
Friðrik jafnar fermingardrenginn
INNBLÁSINN Friðrik gefur jafn-
mikið og Ágúst.
Hinn síkáti Bjartmar
Guðlaugsson er
nú í hljóðveri að
taka upp nýja plötu.
Bjartmar hefur
komið sér
vel fyrir í
Stúdíó
Geim-
steini og eru upptökur vel á veg
komnar. Fyrsta lagið, Feikmeik,
er væntanlegt í næstu viku en
laga- og textasmiðurinn hyggst ekki
henda sér í jólaplötuflóðið heldur
er ráðgert að platan kom út þegar
Íslendingar eru búnir að jafna sig á
jólasteikinni.
Reynir Lyngdal og félagar hjá
Pegasusi er væntan-
lega kampakátir
með viðtökurnar við
Hamrinum, spennu-
þáttaröðinni sem
nú er sýnd á
sunnudagskvöld-
um. Síðasti þátt-
urinn verður á
sunnudaginn
en menn eru
þegar farnir
að velta
því fyrir
sér hvort
grundvöllur
fyrir Hamrinum 2 sé til staðar.
Hæsti maður í heimi, Tyrkinn Sult-
an Kösen, er víst á höttunum eftir
ást og hyggst bókarisinn Forlagið
létta honum leitina hér á landi, því
nú geta þrír heppnir Íslendingar
fengið að fara út að borða með ris-
anum á laugardagskvöldið. Áhuga-
samir geta sent póst á forlagid@
forlagid.is merkt Guinness ef þeir
vilja vinna sér inn þessa risavöxnu
máltíð.
Gísli Örn Garðarsson verður
væntanlega fyrsti Legókarl
Íslands, en samningar Disney og
leikfangarisans um framleiðslu
á Legókörlum úr kvikmyndinni
Prince of Persia: The
Sands of Time hafa
verið handsalaðir.
Gísli hefur víst
séð Legókarlinn
sinn en hann er
annars á leiðinni til
London að taka upp
aukasenur fyrir
myndina.
- fgg
FRÉTTIR AF FÓLKI
„Við erum engir útrásarvíking-
ar. Við erum bara að flytja út það
sem við kunnum best,“ segir Sam-
úel Kristjánsson, einn af skipu-
leggjendum Frostrósa-tónleik-
anna. Sams konar jólatónleikar
og hafa verið haldnir hér á landi
undanfarin sjö ár eru fyrirhugaðir
bæði í Noregi og Svíþjóð á næsta
ári. Þarlendir listamenn verða í
aðalhlutverki með gestasöngvur-
um frá Íslandi. „Þetta verður gott
tækifæri fyrir íslenska tónlistar-
menn,“ segir Samúel sem bindur
miklar vonir við verkefnið.
Tónleikarnir í Noregi og Svíþjóð
verða haldnir í desember í stórum
tónleikahöllum sem rúma 5 til 15
þúsund manns. Þeim verður sjón-
varpað á einkastöðvunum TV2 í
Noregi og TV4 í Svíþjóð, sem er
sú stærsta þar í landi. „Konseptið
á bak við dívurnar og vörumerk-
ið Frostrósir fannst þeim mjög
spennandi. Í samstarfi við stöðv-
arnar töldum við að þetta myndi
eiga dúndrandi möguleika.“
Verkefnið mun skapa að minnsta
kosti tuttugu ársstörf hér á landi
fyrir tæknimenn, hljóðfæraleik-
ara og fleiri aðila, því ætlunin er
að undirbúa tónleikana að mestu
leyti á Íslandi. Verkefnið er kostn-
aðarsamt en áhættunnar virði að
mati Samúels. „Þetta er náttúr-
lega mikill pakki. Við erum búin
að vinna að þessu hátt í fjögur ár.
Það er mikil fjárfesting í vinnu að
baki og svo kostar þetta allt pen-
inga en áhættan verður mest hjá
samstarfsaðilunum.“ Þrjár þjóðir
til viðbótar hafa sýnt verkefninu
áhuga og því ljóst að Frostrósa-
ævintýrið er rétt að byrja.
Segja má að útrás Frostrósa hafi
byrjað með tónleikum í Hallgríms-
kirkju árið 2006 þar sem Sissel
Kirkjebö og fleiri erlendar dívur
voru á meðal gesta. Tónleikunum
var sjónvarpað í yfir tuttugu lönd-
um í fimm heimsálfum og talið er
að yfir 150 milljónir manna hafi
horft á. „Við ætluðum að reyna
að gera það að hefð að senda út
alþjóðlega tónleika héðan. Síðan
fór allt að gerast sem hefur gerst
og enginn aðgangur var lengur að
fjármagni. Þá snerum við blað-
inu við og ákváðum að fara með
konseptið til valinna landa,“ segir
Samúel.
Hugmyndin um að erlendir
söngvarar komi hingað til lands á
vegum Frostrósa er þó ekki dauð
úr öllum æðum því til stendur
að taka upp Frostrósa-mynddisk
á Akureyri og í nágrenni. „Við
höfum verið í góðu samstarfi við
bæjaryfirvöld fyrir norðan og von-
andi getum við gert þetta. Þetta
yrði tekið upp í ýmsum kirkjum
og flottum stöðum á Eyjafjarðar-
svæðinu.“
Tvennir Frostrósa-tónleikar
verða í Laugardalshöll og í Höll-
inni á Akureyri í desember og
einnig verða tónleikar haldnir
víðar um landið. Miðaverð hefur
hækkað um þúsund krónur frá því
sem verið hefur og er núna á bil-
inu 4.990 til 9.990 krónur, sem er
að sögn Samúels sambærilegt við
aðra stóra tónleika hér á landi.
freyr@frettabladid.is
SAMÚEL KRISTJÁNSSON: FJÖGURRA ÁRA UNDIRBÚNINGSVINNA AÐ BAKI
Íslenskar Frostrósir fluttar
út til Noregs og Svíþjóðar
FROSTRÓSIR TIL ÚTLANDA Samúel Kristjánsson segir að verkefnið hafi tekið um það bil fjögur ár í undirbúningi. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
GEFUR FERMINGARPENINGA Ágúst ætlar að gefa
50.000 krónur af fermingarpeningunum til ABC hjálp-
arstarfs. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
„Besti bitinn er Hlölla bomba,
án grænmetis að sjálfsögðu.
Bomban er hreint út sagt
ómótstæðileg.“
Sigurjón Viðar Svavarsson, tölvunarfræð-
ingur og bardagaíþróttamaður.
„Ég held að fyrsta serían hafi sýnt
það og sannað að hún hefði ákveðna
spádómsnáðargáfu,“ segir Sigurjón
Kjartansson, einn handritshöfunda
sjónvarpsþáttanna Réttur. Hann
vísar þar til þess að í fjórða þætti
fyrstu þáttaraðarinnar var tekið
fyrir mansalsmál en fyrsta mál
þeirra tegundar er nú fyrir Hér-
aðsdómi Reykjavíkur og ámóta mál
kom nýverið upp í Reykjanesbæ.
Tökur á annarri þáttaröð hefj-
ast í byrjun nóvember en það reyn-
ist heldur erfitt að draga eitthvað
bitastætt upp úr Sigurjóni um efni
þáttanna. Hann tekur þó skýrt
fram að efnahagshrunið muni
ekki leika stórt hlutverk í þáttun-
um, nógu margar heimildarmynd-
ir hafi þegar verið gerðar um það
efni. „En auðvitað er stemningin
aðeins breytt þótt lögfræðistofur
hafi ekki beint þurft að standa í
hópuppsögnum, lögmenn hafa ekki
verið neitt sérstaklega blankir í
þessu árferði.“
Handritshöfundurinn hefur eytt
drjúgum tíma í héraðsdómi til að
afla sér upplýsinga og fá hug-
myndir. Hann sat meðal annars
í dómsal þegar dómur var kveð-
inn yfir syni Ásgeirs Þórs Dav-
íðssonar, eiganda Goldfinger, en
tekur skýrt fram að hvorki það
mál né einhverjar tilvísanir í það
rati á skjá landsmanna. Sigurjón
segir það ekki neitt partístarf að
sitja niðri héraðsdómi. „Nei, það
er oft erfitt að halda sér vakandi
og maður sér það líka á dómur-
unum, þeir eru geispandi úti um
allt. Annars er langskemmtileg-
ast þegar lögfræðingar á borð við
Svein Andra og Brynjar Níelsson
láta í sér heyra, þá er gaman.“
- fgg
Önnur þáttaröð af Rétti í tökur
SIGURJÓN KJARTANSSON Tökur hefjast
á annarri þáttaröð af Rétti í byrjun nóv-
ember. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Glænýr skötuselur
aðeins 1990
Lúðusneiðar
Lúðufl ök
Stór humar
Risahörpuskel
Túnfi skur