Fréttablaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðuroktóber 2009næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    27282930123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    25262728293031
    1234567

Fréttablaðið - 23.10.2009, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 23.10.2009, Blaðsíða 22
2 föstudagur 23. október Á tján hönnuðir og hönnunarfyrirtæki taka þátt í veglegri tískusýningu og kynna vetr- arlínu sína í Bleiku boði sem haldið verður í Hafnarhúsinu í kvöld. Það verða flugfreyj- ur frá Icelandair sem sýna nýjustu sköp- unarverk hönnuðanna. Þúsund konum hefur verið boðið til veislunnar, sem Krabbameinsfélag Íslands stendur fyrir. Í til- efni veislunnar verður Listasafn Reykjavíkur baðað bleikri birtu, eins og Krabbameinsfélagið gerir árlega. Allir sem að kvöldinu koma gefa vinnu sína og þónokkur fyrirtæki styrkja Krabbameinsfélagið til að geta haldið svo veglega veislu. Það kostar því ekkert að njóta alls þess sem í boði verður. Er það ætlun Krabbameinsfélagsins að þakka konum fyrir hversu vel þær hafa staðið saman í barátt- unni gegn brjóstakrabbameini og halda áfram að mæta reglu- lega í skoðun. Eina fjáröflun- in í veislunni verður happdrætti, þar sem veglegir vinningar verða í boði, en öllum er í sjálfsvald sett hvort þær taki þátt í. Veis lan verður ekki bara fyrir augað, held- ur fyrir bragðlaukana og eyrun líka. Veit- ingar verða í boði Vox á Hótel Hilt- on og konfekt- gerð verður á staðnum. Fjöldi tónlistarmanna kemur fram: Ellen Kristjáns og dætur hennar, Hafdís Huld, DJ Mokka, Fjallabræður, Hjörleifur Valsson, Vadim Fedrov og Feldberg. Boðið hefst með fordrykk klukkan átta. Ekki er borin von að komast á viðburð- inn hafi ekki boðskort borist, því nokkr- ir miðar verða einnig í boði á Facebook- síðu bleiku slaufunnar. - hhs núna ✽ skemmtum okkur þetta HELST Útgáfufélag 365 miðlar ehf. Forsíðumynd Charlie Strand Útlitshönnun Kristín Agnarsdóttir Auglýsingar Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is sími 512 5462 Föstudagur Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000 Átján fatahönnuðir taka þátt í tískusýningu á vegum Fatahönnunarfélags Íslands í kvöld: Þúsund konur skemmta sér í Hafnarhúsinu KRISTJANA GUÐBRANDSDÓTTIR, RITSTJÓRI YNJUNETSINS Ég ætla að fara á nýjustu mynd Michaels Moore, Capitalism: A Love story. Þá er ég svo heppin að vera með í höndum nýjustu bók Stefáns Mána, Hyldýpið, sem ég er byrjuð á og lofar góðu. Svo ætla ég að baka eplaköku og heita ostaböku sem ég hlakka til að gæða mér á. 50% meira af góðgerlum í hylkjunum sem þýðir að sumir þurfa bara að taka inn 1 hylki á dag. og enn betri fréttir Frábærar til þeirra þúsunda Íslendinga sem nota Pro-Gastro8 Pro-gastro8 fæst í APÓTEKUM, HEILSUBÚÐUM OG HEILSUHILLUM STÓRMARKAÐANNA! Pro-Gastro8 góðgerlanir vinna gegn erfiðri meltingu. GEORGIA MAY JAGGER, yngsta dóttir rokkarans Micks Jagger og fyrirsætunnar Jerry Hall, sótti tísku- vikuna í London fyrir stuttu. Stúlk- an er aðeins sautján ára en er strax orðin áberandi í skemmtanalífinu. augnablikið Mæðgurnar Elín Guðmundsdótt- ir og Hjördís Þorfinnsdóttir reka kjólaverslunina Hosiló á Selfossi. Verslunin selur notaða kjóla auk ýmissa fylgihluta. „Við erum búnar að reka verslunina í næst- um tvö ár og viðskiptavinunum fer fjölgandi með hverju árinu. Í sumar var til dæmis mikið af fólki frá Reykjavík sem lagði leið sína hingað til okkar og þónokkuð af ferðamönnum,“ segir Elín. Hún bendir á að hægt sé að skoða kjóla á Fésbókarsíðu Hos- iló. „Við höfum verið að senda kjóla til fólks víða um land,“ segir Elín. „Fólk er samt duglegt að keyra þennan stutta rúnt hing- að á Selfoss, enda er hér mikið af skemmtilegum og sérstökum verslunum til að skoða.“ -sm Selja notaða kjóla og fylgihluti: Kjólaverslun í sveit Reka saman verslun Mæðgurnar Elín og Hjördís reka saman kjólaverslunina Hosiló á Selfossi. Nýr kærasti Sjónvarpskonan og stílistinn Erna Bergmann er komin með nýjan mann upp á arm- inn og er sá listamaður. Barn á leiðinni Svo eiga Sigurrósar- meðlimurinn Georg Holm og kona hans, Svanhvít Tryggvadóttir von á sínu þriðja barni á næstu dögum. Eignuðust dóttur Plötusnúðurinn Gísli Galdur Þor- geirsson og sam- býliskona hans, Kristín Kristjáns- dóttir, eignuðust sitt fyrsta barn fyrr í vik- unni. Frum- burðurinn var lítil stúlka og hefur ham- ingjuósk- um rignt yfir parið síð- ustu daga. Nýr kokkaþáttur landsliðskokksins Hrefnu Rósu Sætran, Matarklúbburinn, snýr aftur innan skamms. Þættirnir verða sex talsins og verða fjórir þættir tileinkaðir jólamatargerð. „Þetta er voðalega skemmti- legt starf og maður verður líka öruggari fyrir framan myndavélarnar með hverjum þætti,“ segir stjörnu- kokkurinn Hrefna Rósa. Hún segir jólauppskriftirnar ekki vera hefðbundnar uppskriftir heldur muni hún kynna landsmönnum nýjar og spennandi jólauppskriftir. Hrefna hefur eignast nokkra aðdáendur í kjölfar sjónvarpsþáttanna og er einn þeirra aðeins átta ára. „Amma hans hringdi í mig því hún vildi bjóða honum út að borða á Fiskmarkaðinn í tilefni átta ára af- mælis hans. Hann kann víst allar uppskriftirnar mínar utan að og er mikill matmaður,“ segir Hrefna Rósa og útilokar ekki að fá snáðann sem gest í þáttinn til sín. - sm Átta ára aðdáandi kann allar uppskriftirnar: Sjónvarpskokkur vekur aðdáun Vekur aðdáun Hrefna Rósa hefur eignast marga aðdáendur í kjölfar sjónvarpsþáttanna á Skjáeinum. Hafnarhúsið verður bleikt Hafnarhúsið verður baðað bleikri birtu í kvöld þegar þangað hópast þúsund konur í Bleika boðið, sem Krabbameinsfélag Íslands stendur fyrir. Feldberg Tvíeykið Feldberg, sem sam- anstendur af þeim Rósu í Sometime og Eberg, er á meðal margra sem fram koma í Hafnarhúsinu í kvöld. helgin MÍN

x

Fréttablaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1670-3871
Tungumál:
Árgangar:
23
Fjöldi tölublaða/hefta:
7021
Gefið út:
2001-2023
Myndað til:
31.03.2023
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað
Styrktaraðili:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað: 251. tölublað (23.10.2009)
https://timarit.is/issue/296281

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

251. tölublað (23.10.2009)

Aðgerðir: