Fréttablaðið - 23.10.2009, Blaðsíða 20
ÍÞRÓTTAFÉLAGIÐ GLÓÐ í Kópavogi efnir til mikillar
dagskrár laugardaginn 24. október í tilefni af fimm ára afmæli
félagsins. Meðal dagskrárliða má nefna kynningu á Ringói, mál-
þing með þjóðþekktum fyrirlesurum og dansleik um kvöldið.
„Ég hef gengið með það lengi í
maganum að reyna að efla ball-
menninguna aftur,“ segir Hauk-
ur og þakkar félaga sínum Jóni
það að hafa tryggt þeim Súlnasal-
inn annað kvöld. Þar mun dansinn
duna þegar Lúdó og Stefán stíga á
svið ásamt söngvurunum Ragnari
Bjarnasyni og Garðari Guðmunds-
syni sem gerði garðinn frægan í
Silfurtunglinu 1959. „Svo er aldrei
að vita nema einhverjar söngkon-
ur mæti á ballið og þá verða þær
drifnar upp á svið til að taka lagið,“
lofar Jón.
Haukur og Jón eru báðir miklir
dansáhugamenn og þykir þeim
miður hvað alvöruböll eru orðin
fátíð hér á höfuðborgarsvæðinu.
Þá dreymir um að endurvekja
gullaldarárin á Sögu þegar hljóm-
sveit Ragga Bjarna hélt þar uppi
gríðarlegu fjöri og rifja líka upp
stemninguna sem ríkti á Röðli, í
Þórskaffi, Vetrargarðinum og Gla-
umbæ á árum áður en benda á að
Súlnasalurinn sé sá eini af þessum
stöðum sem ekkert hafi breyst.
Haukur segir ótrúlegt hvað þeim
félögum hafi tekist að gera á fáum
dögum. „Það var 1. október sem
við hittumst fyrst og fórum að
ræða þetta. Síðan hefur verið mikil
vinna því verkefnið er stórt en ball-
ið virðist ætla að verða að veru-
leika,“ segir hann. Jón bætir við að
þeir voni að fólk gefi dansgleðinni
lausan tauminn og sleppi því eitt
kvöld að hugsa um ruglið sem í
gangi hefur verið í þjóðfélaginu.
Miðinn á ballið kostar 1.800 og
matur og ball 6.500. Á borðum
verður humarsúpa, lambafilet með
meðlæti og kaffi og konfekt á eftir.
Húsið verður opnað fyrir matar-
gesti klukkan 19, borðhald hefst
19.30 og opnað verður fyrir aðra
gesti klukkan 21. „Eitt af því sem
við viljum breyta er að fólk mæti
jafn seint á dansskemmtanir og
tíðkast hefur í seinni tíð,“ segir
Haukur. Jón tekur fram að miðar
verði seldir frá hádegi bæði í dag
og á morgun. „Við erum svo illa
græjaðir að það yrði mikill flýtir að
því að fólk keypti miðana í forsölu,“
segir hann hálfafsakandi.
En sjá þeir félagar fyrir sér
að framhald verði á dansiböll-
um í Súlnasalnum? „Já, ég vona
það,“ svarar Haukur. „Miðað við
undirtektirnar gæti það alveg
orðið. Sérstaklega af því við erum
að bjóða upp á mjög gott hús og gott
dansgólf.“ gun@frettabladid.is
Dansað inn í veturinn
Þeir Haukur Jónsson og Jón Steindórsson ætla að endurvekja gömlu, góðu ballstemninguna í Súlnasaln-
um annað kvöld og efna til dansleiks frá klukkan 22 til 02. Viðburðurinn nefnist Gullaldarárin á Sögu.
Haukur Jónsson og Jón Steindórsson
hafa boðað ball á Sögu annað kvöld svo
nú er ráð að pússa dansskóna.
FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
Hljómsveit Ragga Bjarna í Súlnasal Hótel Sögu árið 1966. Árni Scheving, Guðmundur Steingrímsson, Sigurður Þ. Guðmundsson,
Grettir Björnsson, Ragnar Bjarnason og Jón Sigurðsson. MYND/ÚR EINAKSAFNI
Vala Garðarsdóttir fornleifafræðingur flytur á morgun fyrirlestur á Landnáms-
sýningunni Reykjavík 871±2 í Aðalstræti 16.
Fornleifauppgröftur fór fram árið 2008 til 2009 í hjarta Reykjavíkur á svo-
kölluðum Alþingisreit. Reiturinn afmarkast af Kirkjustræti, Tjarnargötu og
Vonarstræti. Þar fundust minjar allt frá elstu byggð á Íslandi á 9. öld. Benda
þær til þess að á þessu svæði hafi verið iðnaðar- og athafnasvæði fyrstu
Reykvíkinganna.
Meðal minja sem fundist hafa er um 18 metra langur viðarstígur frá 9. öld,
kolagröf og minjar um átta járnvinnsluofna. Einnig fundust leifar af þremur
byggingum frá 10. til 12. öld og í tveimur þeirra vegleg eldstæði.
Vala stýrði uppgreftrinum og verður fyrirlestur hennar á morgun undir yfir-
skriftinni Horft til fortíðar: Rannsóknir á Alþingisreitnum 2008-2009.
Fyrirlestur um nýfundnar fornleifar
VALA GARÐARSDÓTTIR FORNLEIFAFRÆÐINGUR FLYTUR Á MORGUN FYRIRLESTUR Á
LANDNÁMSSÝNINGUNNI REYKJAVÍK 871±2 Í AÐALSTRÆTI 16.
Vala Garðarsdóttir fornleifafræðingur stýrði fornleifauppgreftri á Alþingisreitnum.
Ný sýning opnar á Minjasafninu
á Akureyri á laugardag.
Barnadraumar á Minjasafni er
sýning sem byggir á rannsóknum
dr. Bjargar Bjarnadóttur, sálfræð-
ings hjá Draumasetrinu Skuggsjá.
Á sýningunni er gerð grein fyrir
flokkun barnadrauma en einn-
ig verða sýndar teikningar barna
sem þau hafa gert af draumreynslu
sinni, bæði martröðum og öðrum
draumum. Einnig verða svefn-
tengdir munir til sýnis og ef ein-
hvern syfjar þá verður uppábúið
rúm til taks.
Stoðvinir Minjasafnsins halda
einnig upp á komu vetrarins í
tengslum við sýningu safnsins
Allir krakkar, allir krakkar – líf
og leikir barna. Boðið verður upp á
laugardagsnammi eins og það var
hér áður fyrr.
Draumar
barna
Dvel ég í draumahöll.
Á slóðinni www.th.is er hægt
á aðgengilegan hátt að
skoða úrvalið og gera
góð kaup!
Það er alveg óþarfi að láta
sér verða kalt á höndunum
Fjölbreytt úrval af leðurhönskum af öllum stærðum og gerðum!
System kr. 33.900,-
Flex Max kr. 27.900,-
Flex kr. 22.900,-
FLOTT
Í VETUR...