Fréttablaðið - 23.10.2009, Blaðsíða 24
4 föstudagur 23. október
Fatahönnuðurinn Bóas
Kristjánsson hlaut
nýverið veglegan styrk
úr hönnunarsjóði Auroru
til að þróa áfram tísku-
fyrirtækið 8045. Í viðtali
við Föstudag segir
hann frá unglingsárum
í Skálholti, ást sinni á
danstónlist og leitinni
að hinum fullkomna
bómullarþræði.
Viðtal: Hólmfríður H. Sigurðardóttir
B
óas Krist jánsson
hefur ekki alltaf alið
þann draum í brjósti
að verða fatahönn-
uður. En einn dag-
inn, þegar nokkuð var liðið á ungl-
ingsár hans, gekk hann inn í stúdíó
vinar síns, sem var að hanna fata-
línu fyrir verslanakeðju og hugs-
aði með sér: „Þetta gæti ég hugs-
að mér að gera.“ Síðan hefur hann
stefnt ótrauður að þessu marki.
Nú eru grösin farin að spretta, en
Bóas fékk nýverið veglegan styrk
frá hönnunarsjóði Auroru til að
þróa áfram nýstofnað fyrirtæki
sitt. Styrkurinn kom í kjölfar vel
heppnaðrar ferðar Bóasar til París-
ar, þar sem hann sýndi fyrstu lín-
una sína, sem vakti áhuga franskra
fjölmiðla.
VIÐ NÁM Í BELGÍU
Fram á síðasta ár var Bóas við
nám í Listaháskólanum í Antwerp-
en, einum virtasta skóla Belgíu á
sviði tísku og hönnunar. Hann tók
hins vegar ákvörðun um að hætta
námi. „Þetta var alveg magnaður
skóli. Þar er mikið gert út á list-
ræna nálgun í fatahönnun og
þaðan hafa komið margir stór-
kostlegir hönnuðir, sem eru viður-
kenndir á þeim jaðri að vera bæði
listamenn og hönnuðir. Ég lærði
mjög mikið af því að vera þarna,
en eftir þrjár annir fann ég samt
að ég var búinn að missa áhug-
ann á nemavinnunni. Það kost-
ar ótrúlega mikla vinnu og pen-
inga að vera í skóla en frelsið er
takmarkað. Ég fann að mig lang-
aði frekar að eyða tímanum í mitt
eigið fyrirtæki, á mínum eigin for-
sendum,“ segir Bóas, sem lét slag
standa, hætti í skólanum og hellti
sér út í eigin hönnun. Hann sér
ekki eftir tímanum í Belgíu. „Ég
fékk mikið út úr þessum tíma, sem
ég tek með mér inn í mitt fyrir-
tæki. Það er mikil þekking í þess-
ari borg og fjöldi tækifæra til að
vinna með úrvalsfólki. En ég vissi
að ég þyrfti hvort sem er að byrja
frá núlli með ekki neitt. Ég vildi
bara gera það strax.“
8045 – BÓAS
Fyrirtækið fékk nafnið 8045, sem
glöggir geta séð að myndar nafn-
ið Bóas í tölustöfum. „Ég notaði
þetta sem vinnuheiti þegar ég var
að byrja að hanna föt. Mér líkar
það, meðal annars vegna þess að
það hefur ekki skírskotun í neitt
sérstakt. Þetta er auð blaðsíða en
tengingin við nafnið mitt gerir
það samt persónulegt. Ég vil ekki
nota mitt eigið nafn, að minnsta
kosti ekki strax. Ég kann ekki við
að selja nafnið mitt, hvorki gagn-
vart mér sjálfum né foreldrum
mínum.“
Fyrsta lína 8045 var litrík vor-
lína fyrir karlmenn. „Ég gerði
fimm flíkur í mismunandi litum,
allar prjónaðar úr sama bómullar-
þræðinum. Þessi þráður er þéttur í
sér en hann glansar og hegðar sér
svolítið eins og silki,“ segir Bóas,
og það er greinilegt að hann leggur
mikið upp úr því að finna einmitt
rétta efnið í hönnun sína. Sama er
að segja með litina en í öllum flík-
unum leikur hann sér með litróf-
ið, þannig að einn litur rennur út
í annan. „Ég fékk innblásturinn úr
íslenska umhverfinu. Íslendingar
hafa nefnilega allt annað litaskyn
en aðrir Evrópubúar. Við erum
ekki með mikið af skærum litum í
okkar umhverfi. Þetta eru allt ein-
hvers konar litatónar. Í Evrópu er
hins vegar miklu meira áberandi
grátt borgarumhverfi skreytt með
mjög sterkum litum, í auglýsingum
og litríkum gróðri.“
BREIKIÐ Í PARÍS
Bóas hugsar ekki smátt og fór með
línuna sína til Parísar, um leið og
hún var tilbúin, síðastliðið sumar.
„Ég reddaði mér sýningarplássi í
íbúð vinar vinar míns á besta stað
í París. Planið var að hitta lykil-
manneskjur úr tískubransanum í
París og mér tókst það. Það gerð-
ust ótrúlegir hlutir hjá mér upp frá
þessu. Ég komst í samband við eina
af stærstu fjölmiðlaskrifstofum í
París, sem ákvað að gera við mig
samning og hefur skuldbundið sig
til að hjálpa mér að komast áfram.
Það var stórt mál fyrir mig, því
þessi skrifstofa gerir ekki nema
einn eða tvo svona samninga á
ári. Nú má segja að ég sé kominn
í hóp með hundrað hönnuðum í
staðinn fyrir þúsund sem eru að
berjast um sömu bitana. Eftir að
þetta samstarf hófst er ég búinn
að fá birtingu í Vogue, Homme
Japan og fjölmörgum evrópskum
blöðum. Ég er mjög ánægður með
það samstarf og geri ráð fyrir að
vinna lengi með þessu fólki.“
FYRSTU KYNNI STERKUST
Samskiptamynstur fólks hefur
alltaf vakið áhuga Bóasar. Það varð
svo kveikja að áhuga hans á tísku
og áhrifum hennar á samfélag-
ið. „Ég hef alltaf haft áhuga á því
hvernig fólk bregst hvert við öðru,
enda hefur þetta haft veruleg áhrif
í mínu lífi.
Ég uppgötvaði fyrst hvað fyrstu
kynni skipta gríðarlegu máli þegar
ég flutti til Þýskalands fimmtán
ára gamall með foreldrum mínum.
LEITAR AÐ HINUM
FULLKOMNA ÞRÆÐI
8045 Bóas gaf línunni sinni nafnið 8045, sitt eigið nafn í tölustöfum. MYND/MILO KELLER OG JULIEN GALLICO
✽
ba
k v
ið
tjö
ldi
n
Uppáhaldslistamaðurinn?
Marguiles Frígorífico Blond-
elllimons.
Draumadagurinn í stuttu
máli?
Hvað er draumadagur?
Hvað er það leiðinlegasta
sem þú gerir?
Bíða.
En það skemmtilegasta?
Hlæja.
Uppáhaldsstaðurinn þinn?
Nou Camp, Stamford Bridge,
Anfield.
Hringdu í síma
ef blaðið berst ekki