Fréttablaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðuroktóber 2009næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    27282930123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    25262728293031
    1234567

Fréttablaðið - 23.10.2009, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 23.10.2009, Blaðsíða 4
4 23. október 2009 FÖSTUDAGUR NÚNA! SKIPTU OSRAM SPARPER UR SJÁÐU HEIMINN Í NÝJU LJÓSI SPARAÐU með OSRAM SPARPERUM. ALLT AÐ 80% ORKU- SPARNAÐ UR Jóhann Ólafsson & Co VINNUMARKAÐUR „Verði kjara- samningum sagt upp og rétt- mætar launahækkanir hafðar af láglaunafólki mun verkalýðs- hreyfingin beita afli sínu til þess að tryggja að til þeirra hækkana muni koma.“ Þetta sagði Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðu- sambands Íslands (ASÍ), á árs- fundi sambandsins. Gylfi sagði í samtali við Fréttablaðið að verka- lýðshreyfingin hefði ýmis úrræði, en vildi ekki tjá sig um til hverra yrði gripið. Fundurinn var settur í gær undir yfirskriftinni „Byggjum réttlátt þjóðfélag“, þekktri línu úr alþjóðasöng verkamanna, Nall- anum. Gylfi kvartaði í ræðu sinni yfir því að stjórnvöld hefðu ekki aðhafst nóg síðan hrunið varð fyrir rúmu ári. Ýmsum áföng- um hefði verið náð, ekki síst fyrir atbeina verkalýðshreyfingarinnar, en allt of lítið hefði áunnist. Mörg ljón hefðu staðið í vegi endurreisn- arstarfsins, sem að mestu mætti rekja til pólitískrar upplausnar og úrræðaleysis. Samstaða náðist um Stöðug- leikasáttmála í lok júní og sagði Gylfi það mikilvægan áfanga. Oftsinnis hefði legið við uppsögn kjarasamninga af hálfu atvinnu- rekenda, en samningar hefðu náðst. Nokkurrar bjartsýni hefði gætt eftir undirritun samning- anna og hagtölur hefðu bent til að samdrátturinn hefði orðið minni en búist var við. „En þá hófst deilan um Icesave og vikurnar liðu og urðu að mán- uðum og allt fraus.“ Ekki hefði tekist að ljúka endurfjármögnun banka, ekki náðst samstarf við lífeyrissjóðina og ekki tekist að tryggja Seðlabanka gjaldeyr- isforða. Þá hefði ríkisstjórnin misst meirihluta sinn á Alþingi og úrskurður umhverfisráðherra sett framkvæmdir um gagnageymslu- ver í Keflavík og álver í Helguvík í uppnám. Gylfi sagði afar bagalegt að endurskoðun efnahagsáætlun- ar landsins hjá Alþjóðagjald- eyrissjóðnum hefði tafist um tíu mánuði. „Tíminn er orðinn afar naum- ur og að óbreyttu blasir við að kjarasamningum verði sagt upp á þriðjudaginn kemur, þann 27. októ- ber, komi ekki skýr viðbrögð frá ríkisstjórninni. Hvort þetta tekst eða ekki er því miður óvíst og það eru bara fimm dagar til stefnu. Kjarasamningur okkar er nú í þriðja sinn á þessu ári kominn í uppnám og langlundargeð gagn- vart úrræðaleysi stjórnvalda í nánast öllum málum er að þrotum komið.“ kolbeinn@frettabladid.is Hækki laun ekki gæti orðið verkfall Forseti ASÍ segir að ef kjarasamningum verði sagt upp og launahækkanir hafð- ar af láglaunafólki beiti verkalýðshreyfingin afli sínu. Þá hafi ríkisstjórnin unn- ið gegn stöðugleikasáttmálanum. Icesave hafi tafið nauðsynlega uppbyggingu. ENGAR REFJAR Formaður ASÍ fór ekki í grafgötur með að ástandið væri alvarlegt. Hann kallaði eftir skýrum aðgerðum stjórnvalda, en nokkuð hefði vantað upp á þær. Tíminn væri naumur; yrði kjarasamningum sagt upp kæmi til aðgerða verkalýðs- hreyfingarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Kjarasamningur okkar er nú í þriðja sinn á þessu ári kominn í uppnám …“ GYLFI ARNBJÖRNSSON FORSETI ASÍ VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Eindhoven Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 25° 19° 9° 10° 15° 15° 15° 9° 9° 24° 17° 23° 12° 32° 5° 17° 19° 8° Á MORGUN 5-10 m/s, hvassast NV-til. SUNNUDAGUR 8-13 m/s NV-til, annars hægari. 6 4 0 3 3 6 6 8 7 9 2 5 5 5 5 5 5 5 5 5 5 5 6 1 2 3 5 4 2 5 3 2 TÍÐINDALÍTIÐ Helgarhorfurnar eru ágætar. Áfram verða norðlægar áttir með fremur lítilli úrkomu allra nyrst. Sunnanlands verður bjart með köfl um og jafnvel léttskýjuðu veðri um tíma. Hiti verður svipaður, það kólnar þó um nokkrar gráður og búast má við frosti inn til landsins. Soffía Sveinsdóttir Veður- fréttamaður Einn af gjörgæslu Einn þeirra sex sem lágu inni á gjörgæsludeild Landspítalans með svínaflensu er útskrifaður þaðan. Alls lá 31 sjúklingur með svínaflensu eða grun um smit á Landspítalanum í fyrradag. Aldursbil þeirra sem liggja inni er mjög vítt. HEILBRIGÐISMÁL GENGIÐ 22.10.2009 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 234,4794 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 121,91 122,49 201,75 202,73 182,45 183,47 24,507 24,651 21,857 21,985 17,635 17,739 1,3347 1,3425 194,55 195,71 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR Formannskjör BSRB verður í dag en var ekki í gær eins og ranglega sagði í blaði gærdagsins. LEIÐRÉTTING ALÞINGI Íslensk stjórnvöld mót- mæltu ekki bréflega endurtekn- um frestunum Alþjóðagjaldeyr- issjóðsins á endurskoðun efnahagsáætl- unar Íslands og sjóðsins. Í það minnsta sagði Össur Skarphéðinsson utanríkisráð- herra á þingi í gær að hann vissi ekki til þess að skrifleg mótmæli hefðu verið send, hvorki sjóðnum né yfirvöldum aðildarríkja hans. Hins vegar hefði mótmælum verið komið á framfæri á fundum, meðal annars á fundi Össurar með forstjóra sjóðsins. Illugi Gunnarsson Sjálfstæð- isflokki furðaði sig á þessum tíð- indum enda hefði átt að mótmæla kröftuglega. Gaf hann lítið fyrir samtöl manna undir fjögur augu. - bþs Endurteknar frestanir AGS: Engin skrifleg mótmæli send ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON ILLUGI GUNNARSSON STJÓRNSÝSLA 148 af 320 þátt- takendum í prófkjörum vegna alþingiskosninganna í apríl höfðu um miðjan dag í gær skilað Ríkis- endurskoðun fjárhagslegum upp- gjörum sínum. Skilafrestur er til sunnudags. Frambjóðendum sem hafa meiri kostnað af prófkjörsbar- áttu en 300 þúsund krónur ber að skila uppgjöri. Þeir sem vörðu minna þurfa að senda um það yfirlýsingu. Samkvæmt upplýsingum frá Ríkisendurskoðun mun taka um það bil viku að búa upplýsingarn- ar til opinberrar birtingar. - bþs Uppgjör vegna prófkjöra: 172 eiga enn eftir að skila GENGI Gengi krónunnar styrktist um 0,1 prósent í gær og endaði gengisvísitalan í 233,4 stigum. Þetta er þriðji dagurinn í röð sem gengið styrkist og hefur það ekki verið sterkara síðan 6. október síðastliðinn. Gengisvísitala krónunnar snerti 237 stigin 9. október síðast- liðinn og hafði það þá ekki verið veikara á árinu. Fyrir ári stóð vísitalan í 202,8 stigum og hefur hún því fallið um fimmtán pró- sent síðan þá. Gengið var sterkast um miðjan mars á þessu ári en þá stóð það í 185 stigum. - jab Krónan styrkist í þrjá daga: Féll um fimmt- án prósent á ári KRÓNAN Gengið hefur ekki verið sterk- ara síðan 6. október. SPARNAÐUR Steingrímur J. Sigfússon fjármála- ráðherra segir að til greina komi að fram- lengja þann tíma sem fólk eigi kost á að fá sér- eignarsparnað sinn greiddan út og hækka þá hámarksfjárhæð sem fólk geti tekið út. Um 39.000 manns hafa nýtt sér heimild sem samþykkt var í mars á þessu ári til að taka út allt að eina milljón króna af séreignarsparnaði sínum á tólf mánaða tímabili. Heildargreiðslan nemur 21,6 milljörðum króna á árinu. Frestur til að sækja um heimildina rennur út 1. október á næsta ári. Áætlað var að heildarútgreiðsla á þeim tíma gæti numið 40 til 50 milljörðum króna. Þetta kom fram í svari fjármálaráðherra við fyrirspurn Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur, þingmanns Samfylkingarinnar, á Alþingi á miðvikudag. Steinunn spurði hvort ráðherrann vildi beita sér fyrir því að framlengja heimildina og svar- aði Steingrímur játandi; til greina kæmi að framlengja umsóknartímann, hækka heildar- fjárhæðina eða lengja þann tíma sem dreifa mætti greiðslunum á. Rúmlega 150.000 manns eiga séreignar- sparnað í lífeyrissjóðum, þannig að um fjórð- ungur þeirra hefur fengið endurgreitt. Steingrímur sagði að tekjuauki ríkis og sveitarfélaga vegna aukinna skatta af þessu væri um átta milljarðar króna á þessu ári. Ríkið hefði nýtt um þrjá milljarða af þeim 5,2 milljörðum sem runnu til þess í það að hækka vaxtabætur í ágúst á þessu ári. Um 16.000 af þeim sem tekið hafa út séreign- arsparnað eru viðskiptavinir Nýja Kaupþings. Berghildur Erla Bernharðsdóttir upplýsinga- fulltrúi segir að bankinn telji ekkert því til fyrirstöðu að framlengja tímann sem sjóð- félagar geta óskað eftir fyrirframgreiðslum úr séreignasjóðum. - pg Um 39 þúsund manns hafa fengið séreignarsparnað greiddan út: Hámarksfjárhæð verði hækkuð FJÁRMÁLARÁÐHERRA Af rúmlega 150.000 eigendum séreignarsparnaðar hafa 39.000 fengið hann greiddan út á árinu, allt að eina milljón króna hver. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H A R I

x

Fréttablaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1670-3871
Tungumál:
Árgangar:
23
Fjöldi tölublaða/hefta:
7021
Gefið út:
2001-2023
Myndað til:
31.03.2023
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað
Styrktaraðili:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað: 251. tölublað (23.10.2009)
https://timarit.is/issue/296281

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

251. tölublað (23.10.2009)

Aðgerðir: