Fréttablaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðuroktóber 2009næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    27282930123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    25262728293031
    1234567

Fréttablaðið - 23.10.2009, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 23.10.2009, Blaðsíða 36
24 23. október 2009 FÖSTUDAGUR Leiklist ★★★★ Brennuvargarnir Höfundur: Max Frisch Þýðing: Bjarni Jónsson Leikmynd: Ilmur Stefánsdóttir Tónlist: Barði Jóhannsson Lýsing: Halldór Örn Óskarsson Myndbönd: Tinna Lúðvíksdóttir Leikstjóri: Kristín Jóhannesdóttir Brennuvargarnir voru frumsýnd- ir á föstudaginn var. Biederman þýðir í raun smáborgari. En hvað er að vera smáborgari? Skilyrðislaus ást er skiljanleg, þó svo óskiljanleg sé, en aftur á móti er skilyrðislaus meðvirkni ekki skiljanleg. Það getur verið banvænt að vera gunga. Leikrit- ið um brennuvargana sem hreiðra um sig á loftinu hjá Biederman- hjónunum, er ein af perlum leik- bókmenntanna á liðinni öld. Það er erfitt að klúðra handriti sem er svo vel skapað af höfundi að líkja mætti við gullinsnið byggingarlist- arinnar. Sýningin í Þjóðleikhús- inu er athyglisverð. Hún er spenn- andi, hún er skemmtileg, áheyrileg og hver áhorfandi hefði þurft að minnsta kosti fjögur augu til þess að ná öllum þeim myndskeiðum sem liðu yfir sviðið, bakvið það og í litabreytingum. Tónlistin var spennandi með sterkum hrynjanda, skírskotun í hófadyn eða einhvern annan dyn sem líklega myndi enda með dynki. Um hvað fjallar þetta verk í raun og veru? Líklega hafa umræður af þeim toga ekki svifið eins í loftinu meðal frumsýningargesta lengi. Er það um heimskuna? Er það um græðgina? Fáranleikann? Hégóm- ann? Meðvirkni? Er það um eyru sem heyra ekki og augu sem ekk- ert sjá? Það er vel til þess fallið að vekja spurningar og svör. Sú sýning sem hér var um að ræða gaf í sjálfu sér engin svör og spurningarnar voru kannski oft íklæddar svo miklu glensi að alvaran hvarf. Björn Thors leikur Schmitz glímukappa sem kemur sér fyrir á loftinu heima hjá Bied- erman. Björn skilaði þessu hlut- verki vel og líkamsburðir hans nutu sín til fullnustu. Hann var sambland af aula og útsmogn- um tækifærissinna í sínu fasi og glottið sem leikur um varir hans þegar hann hjúfrar sér upp við brjóst hinnar grandalausu og vit- grönnu Babette er eitt af betri augnablikum sýningarinnar. Myndræn sýning Sýningin er sneisafull af augna- blikum, yfirfull af táknum, sviðs- mynd sem heillaði og vakti spurn- ingar og var skýr og einföld en þó svo margræð. . Ilmur á hrós skilið fyrir mjög athyglisverða og hreyf- anlega leikmynd. Lýsing Halldórs Arnar Óskarssonar var einnig góð svo ekki sé talað um tónlist Barða Jóhannssonar sem rammaði inn þennan hluta listaverksins. Þetta var sýning þar sem hand- bragð leikstjórans var mjög svo sýnilegt. Kristín Jóhannesdótt- ir hefur sýnt það og sannað að hennar styrkur liggur oft í tákn- um og tilvísunum og er þessi sýn- ing engin undantekning þar á, þó svo að hún hafi valið ákveðna stíl- færslu í leiknum með aðferðar- fræði farsans að leiðarljósi. Um leið og Ólafía Hrönn Jónsdóttir í hlutverki Frú Babette byrjar að geifla sig og tipla um á sviðinu lyft- ast brúnir áhorfenda og taktarnir sem eru nú orðnir nokkuð þekkt- ir eru alltaf jafn aðlaðandi. Hún nýtur sín til fulls í því áhyggju- leysi sem einkennir þessa óupp- lýstu og hjákátlegu manneskju. Leikarahópurinn Eggert Þorleifsson stóð í ströngu í hlutverki smáborgarans sem þóttist vara við brennuvörgum en var svo sjálfur meðvirkari en vatnsdropi. Þegar Biederman hittir kórinn, sem er almenning- ur, slökkviliðið og rödd fólksins, og reynir að hindra framgöngu hans myndast átakaatriði sem er með þeim eftirminnilegustu í verkinu. Eggert fer með hlutverk manns sem upphefur sjálfan sig, þykist vera sterkur og stór en er í raun raggeit og bleyða. Þetta eru allt eiginleikar sem hann á gott með að koma á framfæri. Magnús Jónsson fer með hlut- verk Villa hins uppstrílaða brennu- vargs, þess sem mannasiðina kann og með slepjunni og lymskunni tekst að rugla Biederman gersam- lega í ríminu. Magnús er fimur sem kötturinn og framsögnin góð. Edda Arnljóts í hlutverki hinn- ar þreyttu og útpískuðu vinnu- konu hélt sínum eymdarbrag allan tímann og gerði það vel einkum þegar hún tryllist yfir misvísandi skipunum frá húsbændum sínum. Doktorinn, fulltrúi þeirra sem þykjast taka eftir og spjalla saman yfir kaffibolla en kasta sér ekki út í slaginn fyrr en allt er farið að brenna. Valur Freyr Einarsson fer með þetta hlutverk og minn- ir óneitanlega á þýska rithöfunda, samtímamenn Frisch. Kórinn fléttaðist kannski ekki nógu vel inn í atburðarásina eða stemninguna þar sem taktur hans var allt annar. Hann var tregur í gang en þegar á leið tók hann einn- ig að líða um sviðið bæði upphækk- aður eins og hjá Grikkjum forðum og í stíl við brennuvarginn og einn- ig eins og brúður sem fljóta ofan á vatni … með straumnum. Þetta er góð sýning sem einkennist af agaðri leikstjórn. Elísabet Brekkan Niðurstaða: Spennandi, skemmtileg og athyglisverð sýning. Banvænt að vera gunga LEIKLIST Magnús Jónsson og Björn Thors í hlutverkum brennuvarganna. MYND ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ/EDDI 2009 Sýningarnar eru opnar virka daga frá 11-17 og um helgar frá 13-16 Leiðsögn fyrir hópa ı Netfang: gerduberg@reykjavik.is Gerðubergi 3-5 ı 111 Reykjavík ı Sími 575 7700 ı www.gerduberg.is l j ó ð a s a f n Þær hafa lengi verið ófáanlegar – en nú eru aðrir tímar: Allar fimm ljóðabækur Ingibjargar Haraldsdóttur í einni glæsilegri bók, auk úrvals þýddra ljóða. Inngangur eftir Dagnýju Kristjánsdóttur.

x

Fréttablaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1670-3871
Tungumál:
Árgangar:
23
Fjöldi tölublaða/hefta:
7021
Gefið út:
2001-2023
Myndað til:
31.03.2023
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað
Styrktaraðili:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað: 251. tölublað (23.10.2009)
https://timarit.is/issue/296281

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

251. tölublað (23.10.2009)

Aðgerðir: