Fréttablaðið - 23.10.2009, Blaðsíða 25
Þar kynntist ég körfuboltamenn-
ningu, hipp-hopp og almennri
götumenningu, sem ég hafði ekki
kynnst áður. Þessu fylgdi ákveðinn
klæðaburður og ef maður klædd-
ist þeim fötum tilheyrði maður
þessum hópi. Það var bara þannig.
Það var svo augljóst fyrir mig eftir
þessa reynslu hvað ytra útlit hefur
mikil áhrif og þetta „first impress-
ion“. Sjónræn upplifun við fyrstu
kynni hefur varanleg áhrif, í því
felst máttur.“
Í SKÁLHOLTI
Bóas er langt frá því að vera hrein-
ræktuð 101-týpa. Æskuárunum
varði hann í hinum ýmsu smábæj-
um og sveitum landsins. Hann bjó
um tíma á prestssetri í Suður-Þing-
eyjarsýslu, en pabbi hans er prest-
ur. Stærstan hluta unglingsáranna
bjó hann í Skálholti. „Ég bjó reynd-
ar á mörkum 101 og 105 í sex ár, á
meðan ég var í MH og Listaháskól-
anum. Það var skemmtilegur tími.
En reyndar fínnst mér 101 afskap-
lega skrítið konsept en samt frá-
bær staður, ef maður hefur tæki-
færi til að breyta um umhverfi
reglulega.“
Nú býr Bóas í Kópavogi ásamt
foreldrum sínum. „Ég er oft spurð-
ur að því hvernig ég fari að því að
lifa eins og ég geri. Ég geri það bara
með því að borga ekki af húsnæð-
isláni og bílaláni. Ég fæ að reka
mitt litla fyrirtæki í bílskúrnum
hjá foreldrum mínum og borða
kvöldmat hjá þeim.“
HAUSTLÍNAN 2009
Haustlína 8045 er að verða til og
Bóas er nú að undirbúa ferð til að
leita að nýjum fullkomnum þræði
fyrir hana. En í millitíðinni ætlar
hann að demba sér í skemmtilegt
hliðarverkefni sem tengist annarri
ástríðu Bóasar, nefnilega danstón-
list. „Ég er að skipuleggja kvöld í
anda klúbbasenunnar í Evrópu,
sem er mér mikill innblástur og
ég sakna hér í Reykjavík. Í Evrópu
bíð ég yfirleitt með eftirvæntingu
eftir ákveðnum kvöldum, þangað
sem ég veit að kemur ákveðið fólk
sem er að leita að því nákvæm-
lega sama og ég. Eftirvæntingin
byggist upp hjá öllu þessu fólki og
springur svo út með mikilli orku.
Hér er þetta meira eins og Ground-
hog day. Aldrei eins en alltaf það
sama í gangi.“
Sjálfur ætlar Bóas að spila á
kvöldinu, ásamt vini sínum, en
auk þeirra koma fleiri listamenn
fram. „Ég sé bara tækifæri í þessu,
því danstónlistarsenan hér er af-
skaplega einsleit og allt öðruvísi
en í Evrópu. Svo verður þetta sama
kvöld haldið í Ástralíu eftir nokkr-
ar vikur. Og þangað ætla ég að
sjálfsögðu að fara líka,“ segir Bóas
að lokum, og greinilegt að það er
engin lognmolla í hans kortum í
nánustu framtíð.
Vorlínan Bóas bjó til fimm litríkar flíkur fyrir vorlínu ársins 2010. Nú er hann byrjaður
að vinna í haustlínunni. MYND/DAMIEN BLOTTIÉRE
Hvers konar tón-
list hefur mest
áhrif á þig?
Atónal, ómstríð,
orgelmúsík.
Hvaða manneskju
lítur þú mest upp
til?
George Muresan.