Fréttablaðið - 23.10.2009, Blaðsíða 2
2 23. október 2009 FÖSTUDAGUR
Erlendur, er þetta sannkallað
hásæti?
„Já, þetta var allavega risavaxið
verkefni.“
GÁ húsgögn smíðuðu risastóran stól fyrir
hæsta mann heims, sem er í heimsókn
á Íslandi um þessar mundir. Erlendur
Sigurðsson er framkvæmdastjóri GÁ
húsgagna.
EFNAHAGSMÁL Steingrímur J. Sig-
fússon fjármálaráðherra mælti
fyrir frumvarpi ríkisstjórnar-
innar um ríkisábyrgð á lántöku
Tryggingarsjóðs innistæðueig-
enda. Lántakan er vegna Icesave-
skuldbindinganna.
Ríkisstjórnin hafði leitað
afbrigða til að taka málið fyrr
á dagskrá, en stjórnaraands-
taðan hafnað því. Fjölmargir
þingmenn tjáðu sig um málið,
en þegar hafði verið ákveðið að
umræða mundi standa fram á
kvöld. Stjórnarliðar sögðu Íslend-
inga engan kost eiga annan en að
samþykkja frumvarpið. Að sama
skapi taldi stjórnarandstaðan
ófært að samþykkja það. - kóp
Fyrsta umræða um Icesave:
Alþingi ræðir
Icesave á ný
FRUMMÆLANDI Fjármálaráðherra mælti
fyrir frumvarpi um ríkisábyrgð vegna
Icesave. Umræða stóð fram á kvöld.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
VIÐSKIPTI „Við fengum þetta mál
um mitt sumar,“ segir Ólafur Þór
Hauksson, sérstakur saksóknari,
um kæru Fjármálaeftirlitsins
(FME) vegna
sölu Guðbjargar
Matthíasdóttur
í Glitni þremur
dögum fyrir
þjóðnýtingu
bankans í sept-
ember í fyrra.
FME hóf að
skoða málið
fljótlega eftir
fall bankans. Ólafur vill ekki segja
til um hvort embættið hafi kallað
viðmælendur til vitnis vegna
málsins né hvenær vænta megi
niðurstöðu.
Guðbjörg, sem er aðaleigandi
Ísfélagsins í Vestmannaeyjum
og helsti hluthafi Morgunblaðs-
ins, eignaðist 1,7 prósenta hlut í
Glitni eftir sölu á hlut í Trygginga-
miðstöðinni til FL Group í byrjun
september 2007 og nýtti sér sölu-
rétt ári síðar. Fyrir hlutinn fékk
hún sex milljarða króna. - jab
FME kærir sölu á Glitnishlut:
Málið í skoðun
síðastliðið ár
GUÐBJÖRG
MATTHÍASDÓTTIR
LÖGREGLUMÁL Litháarnir sem sitja í
gæsluvarðhaldi vegna meints man-
salsmáls á Suðurnesjum tengjast
allir komu nítján ára litháískr-
ar stúlku hingað til lands fyrr í
mánuðinum. Þrír Íslendingar sem
sitja einnig í gæslu tengjast allir
Litháunum, að hluta til í gegnum
atvinnustarfsemi, en einnig með
öðrum hætti sem lögregla rann-
sakar nú. Mansal, tryggingasvik,
ofbeldisbrot, fíkniefnabrot, skjala-
fals og peningaþvætti eru til rann-
sóknar hjá lögreglunni vegna máls-
ins. Lögreglan rannsakar einnig
hvort um skipulegt mansal sé að
ræða hér á landi.
Þetta kom fram á fundi Sigríð-
ar Bjarkar Guðjónsdóttur, lög-
reglustjóra á Suðurnesjum, með
blaðamönnum. Fundinn sat einn-
ig Arnar Jensson, aðstoðaryfirlög-
regluþjónn og tengslafulltrúi hjá
Europol.
Fram kom hjá lögreglustjóran-
um að lögreglan útilokaði ekki að
fleiri þolendur mansals væru hér á
landi. Þá útilokaði hún ekki heldur
frekari handtökur eða húsleitir.
Arnar sagði að mansal hefði að
undanförnu verið að færast ofar
á lista Europol sem ógn sem staf-
aði af skipulagðri glæpastarfsemi
í Evrópu.
„Í dag er mansal talið vera næst-
mesta ógnin,“ sagði hann. „Eitur-
lyf eru í fyrsta sæti, mansal í öðru
sæti. Þetta er gert á grundvelli
hættumats sem Evrópusamband-
ið gerir einu sinni á ári í samvinnu
við öll aðildarlöndin og þau lönd
sem starfa með Europol.“
Arnar sagði að stofnaður hefði
verið sérstakur vinnuhópur um
mansal hjá Europol, þar sem
meðal annars væru sérfræðingar
í málaflokknum svo og greining-
arsérfræðingar. Hugmyndin væri
að Ísland tengdist fljótlega þessum
vinnuhópi og gerðist þar með full-
gildur aðili að evrópsku samstarfi
á sviði löggæslu um mansalsmál.
jss@frettabladid.is
SKIPULÖGÐ GLÆPASTARFSEMI Margir glæpahópar hérlendis falla undir skilgrein-
ingu evrópsku lögreglunnar Europol um skipulagða glæpastarfsemi. Þar á meðal
eru pólskir, litháískir og íslenskir glæpahópar með tengsl erlendis. Þetta kom
fram á blaðamannafundi í gær. Á myndinni eru, frá vinstri: Jóhannes Jensson
aðstoðaryfirlögregluþjónn, Alda Hrönn Jóhannsdótttir, staðgengill lögreglustjóra,
Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á Suðurnesjum, og Arnar Jensson,
tengslafulltrúi hjá Europol. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Litháarnir tengjast
allir komu stúlkunnar
Litháarnir fimm sem sitja í gæsluvarðhaldi tengjast allir komu nítján ára lithá-
ískrar stúlku, meintu fórnarlambi mansals, hingað til lands. Þrír Íslendingar
sem sitja einnig í gæslu tengjast allir Litháunum með ýmsum hætti.
Mansal fer vaxandi
„Mansal hefur farið vaxandi inni á Schengen-svæðinu eftir að það opnað-
ist í austur. Fyrir ekki mörgum árum var mansal bundið við þá skipulögðu
glæpahópa sem voru hvað efstir í píramídanum, elstir, skipulagðastir með
fullkomnasta kerfið. Eftir opnun svæðisins í austur hafa glæpahópar sem
eru neðar í stiganum farið að starfa á sviði mansals, af því að það er orðinn
markaður fyrir það sem þeir hafa að bjóða. Þeir þurfa ekki að smygla fólki
inn á svæðið heldur geta þeir smyglað fólki innan svæðisins. Kannski erum
við að sjá dæmi um það hér.“
EFNAHAGSMÁL Það er skoðunar
virði að lífeyrissjóðirnir kaupi
Landsvirkjun af ríkinu. Þetta sagði
Hrafn Magnússon, framkvæmda-
stjóri Landssamtaka lífeyrissjóða,
í umræðum að loknum framsögum
á morgunverðarfundi Viðskiptaráðs
í gær um aðkomu lífeyrissjóðanna
að endurreisn efnahagslífsins.
Ragnar Önundarson, stjórnar-
formaður Lífeyrissjóðs verzlun-
armanna, sagði í fyrirspurnum
Landsvirkjun eiga í ákveðnum
„eigendavanda“ og undir það tók
Hrafn, sem var í pallborði á fund-
inum. „Það mætti hugsa sér að fyr-
irtæki á borð við Landsvirkjun yrði
selt inn í lífeyrissjóðina, sem eru jú
almannafé, en þannig gætum við
gert þetta fremur en að ríkið tæki
aukin lán,“ sagði Ragnar.
Hrafn sagði raunar allar hug-
myndir um aðkomu lífeyrissjóð-
anna að endurreisn efnahagslífs-
ins þess virði að skoða, þótt sumar
þætti honum „arfavitlausar“.
Ræða þyrfti þær allar og í tilviki
verri hugmynda að hrekja þær með
rökum.
Frosti Ólafsson, aðstoðarfram-
kvæmdastjóri Viðskiptaráðs, sem
einnig var með framsögu á fundin-
um, áréttaði einnig þörfina á opinni
og málefnalegri umræðu um þátt-
töku lífeyrissjóða í endurreisninni.
Hann sagði lífeyrissjóðakerfið ekki
afmarkaðan þátttakanda í hagkerf-
inu og varaði við því að vanmeta
hættuna af varanlegum flótta bæði
fólks og fjármagns. - óká
FUNDARGESTIR Ríflega áttatíu manns
sóttu morgunverðarfund Viðskiptaráðs
Íslands í gær um aðkomu lífeyrissjóða
að endurreisn efnahagslífsins.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
VINNUMARKAÐUR Árni Páll Árnason félagsmálaráð-
herra segir að ef sjávarútvegur og stóriðja geti ekki
þolað hóflega innköllun veiðiheimilda og hóflega
auðlindaskatta sé spurning hvort yfir höfuð hafi
verið veðjað á réttan hest og ekki þurfi að leita ann-
arra kosta um framtíðaratvinnuuppbyggingu. Þetta
sagði hann í ræðu sinni á ársþingi ASÍ í gær.
Árni Páll sagði grátkór og kveinstafi útgerðar og
álfyrirtækja verða háværari og ágengari á sama
tíma og launafólk stillti kröfum sínum í hóf og
sýndi þolgæði. Sjávarútvegurinn hefði notið ríku-
legra ávaxta af stórfelldri gengisfellingu. „Afkomu-
bati sjávarútvegsins á síðasta ári hleypur á tugum
milljarða. Þessi afkomubati er fenginn með fórnum
ykkar og ykkar félagsmanna,“ sagði ráðherrann við
fulltrúa Alþýðusambandsins.
Þá sagði hann að ákvörðun umhverfisráðherra
varðandi Suðvesturlínu myndi ekki tefja uppbygg-
ingu í Helguvík að neinu marki umfram þær tafir
sem sköpuðust af skorti á fjármagni framkvæmda-
aðila, vöntun á lánstrausti orkufyrirtækja og þeirri
staðreynd að vafi léki á að fullnægjandi orkukostir
væru til reiðu.
„Við eigum að standa með okkur sjálfum, setja
viðskiptalífinu skýr mörk og verða ekki ginningar-
fífl stóriðju og útgerðarauðvalds með sama hætti og
við eltum sérhagsmuni bankadrengjanna og útrás-
argosanna á undanförnum árum.“ - kóp
Félagsmálaráðherra segir sjávarútveg og stóriðju vera í grátkór:
Varist ginningar stóriðjunnar
ÁRNI PÁLL ÁRNASON Segir stóriðju vel þola hóflegan auð-
lindaskatt og sjávarútvegur þola hóflega innköllun veiðiheim-
ilda. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
DÓMSMÁL Lögreglumaður á fer-
tugsaldri hefur verið ákærður af
ríkissaksóknara fyrir brot í opin-
beru starfi og líkamsárás.
Honum er gefið að sök að hafa
að morgni sunnudagsins 18. jan-
úar 2009 farið offari við fram-
kvæmd lögreglustarfans er hann
sem stjórnandi lögregluaðgerðar
fyrirskipaði öðrum lögreglumanni
að aka með handtekinn mann frá
Austurstræti út á Granda í Reykja-
vík. Þar var ungi maðurinn skilinn
eftir. Jafnframt að hafa á leiðinni
út á Granda þrýst hné sínu á háls
unga mannsins, þar sem hann lá
handjárnaður á maganum á gólfi
bifreiðarinnar. - jss
Lögreglumaður ákærður:
Brot í starfi
og líkamsárás
Umræður á fundi Viðskiptaráðs um aðkomu lífeyrissjóða að endurreisninni:
Landsvirkjun verði í eigu lífeyrissjóða
EFNAHAGSMÁL Botni efnahagslægð-
arinnar hér verður náð á fyrri
hluta næsta árs. Mikill samdrátt-
ur í landsframleiðslu mun leiða
til þess að landsmenn hafa minni
verðmæti til skiptanna og tíma-
bundið dregur úr lífskjörum.
Þetta kemur fram í nýrri spá hag-
deildar ASÍ um horfur í efnahags-
málum næstu þrjú árin.
Hagdeildin spáir að hagvöxtur
dragist saman um átta prósent á
árinu og atvinnuleysi snerta tíu
prósent. Hætta er á að það verði
meira verði ekkert úr áætluðum
stóriðjuframkvæmdum eða einka-
framkvæmdum, segir ASÍ. - jab
Botninum náð á nýju ári:
Atvinnuleysið
við tíu prósent
Þúsundir gegn fíkniefnum
Rúmlega þrjú hundruð meðlimir í
La Familia-klíkunni frá Mexíkó voru
handteknir í Bandaríkjunum í vikunni
í herferð lögregluyfirvalda gegn eitur-
lyfjasmyglurum.
MEXÍKÓ
VIÐSKIPTI
Tvö í viðbót við þrot
Tvö bresk matvælafyrirtæki sem að
mestu voru í eigu Hannesar Smára-
sonar hafa verið sett í greiðslustöðv-
un. Straumur Burðarás rær nú öllum
árum að því að tryggja að félögin
gufi ekki upp. Bankinn á 6,4 milljarða
kröfu á þau, að sögn Stöðvar 2.
SPURNING DAGSINS