Fréttablaðið - 30.10.2009, Blaðsíða 49

Fréttablaðið - 30.10.2009, Blaðsíða 49
30. október föstudagur 5 og skoða náttúruna hefur kennt mér margt. Náttúran er skap- andi og óútreiknanleg og fer fram á að við séum sveigjan- leg. Hér á Íslandi er náttúran alltumlykjandi og umhverfið er ekki manngert á sama hátt og á mörgum öðrum stöðum. Við Íslendingar höfum þurft að aðlaga okkur að þessum náttúruöflum sem hér eru að verki og það hefur djúp áhrif á hver við erum og hvernig við hugsum.“ TEIKNAÐAR MINNINGAR Nýlega setti Katrín upp sýningu í Stokkhólmi sem hún kallaði „Illustrated Reminders“. Á sýning- unni voru stór veggspjöld af stafrænni náttúru Katr- ínar en auk þess sýndi hún glefsur úr heimi sínum í handteikningum. Þeim lýsir Katrín sem teiknuð- um minningum eða minni. „Hugmyndin var sú að gerast land- könnuður og teiknari náttúruvísinda í eigin náttúru. Hingað til hef ég leyft þessum heimi að flæða og vaxa af sjálfu sér, en núna er ég að einbeita mér að því að greina náttúr- una betur og skoða hvernig hlutirnir tengjast. Þessi náttúra er í s í f e l l d r i þróun, plöntur og dýr umbreyta sér og þróast hiklaust úr takti við Darwin- kenninguna. Það þarf sérstaklega að fylgjast með þessu. Margar af verunum í þess- ari náttúru hafa auk þess orðið áhuga á að tjá sig og eru farnar að banka upp á hjá mér svo ófrið- ur er af.“ Katrín hefur tekið þátt í fleiri sýningum á árinu. Í haust var hún meðal annars gestalistamað- ur á Nordisk Panorama og hann- aði plakat og allt útlit hátíðar- innar, sem meðal annars fól í sér lukkudýr. „Þessi gaur með eyrun er vísun í unga kvikmyndagerðar- manninn með kraftadelluna, unga ofurhuginn sem eru allir vegir færir og hefur óþrjótandi orku.“ LÍFIÐ Á 21. ÖLDINNI Kostir þess að lifa og starfa á 21. öldinni eru að Katrínar mati ótví- ræðir. Hún hefur búið víðs vegar um heim, nú síðast um nokkurra ára skeið í Taívan og Hong Kong. „Við lifum á spennandi tímum sem gera okkur kleift að vera opin og kynnast heiminum sem aldrei fyrr. Veraldarvefurinn er eitt af undrum verald- ar, í gegn- u m h a n n höfum við a ð g a n g a ð stærsta bókasafni heims og getum verið í beinni teng- ingu við fólk a l l s s t a ð - ar í heim- inum. Og við h ö f u m t æ k i - færi til að ferð- ast sem aldrei fyrr. Ég lít á mig sem ferða- lang sem ferðast hið innra og hið ytra. Að vinna sem hönnuður í umhverfi 21. aldar kefst þess að við séum opin, sveigjan- leg og teygjanleg. Til að mynda er skrifstofa mín að einhverjum hluta til í sýndar- veruleikanum sem partur af þessu stóra Neti sem heimurinn er núna.“ JAÐARSAMFÉLAGIÐ ÍSLAND Flakkið um heimsbyggðina hefur síður en svo útþynnt aðdáun og trú Katrínar á fósturjörðinni, held- ur þvert á móti. Hún telur sérstöðu Íslands mikla í alþjóðasamfélag- inu. „Við lifum á breytingatímum. Nú eru nýjar áherslur í því hvern- ig við göngum um jörðina og um- hverfið og hugsum um okkur í samhengi við aðra á jörðinni. Mér sýnist áherslan alls staðar í heim- inum vera í auknum mæli á ræt- urnar og að virkja sérstöðu. Sér- staða okkar hér á landi felst í því að við erum nútímasamfélag en jafnframt jaðarsamfélag. Náttúr- an, víðáttan og tómið hér er öflug uppspretta ímyndunaraflsins, eins og við sjáum glögglega ef litið er til þess hvernig bankastarfsemin og útrásin voru virkjuð en einn- ig ef litið er til sagnahefðar okkar og tónlistar. Það er mikilvægt að leyfa skapandi greinum að þróast í næði ef góðir hlutir eiga að gerast, því þeir ger- ast hægt. Dálítið eins og með akurinn, þú þarft að rækta hann og sinna og gefa honum tíma, til að búast við góðri upp- skeru.“ Sími : 568 5305 • Grandagarði 5 Opið v i rka daga 900 - 1800 Laugardag 900-1300 Arnar, Aníka og Mat t i bjóða ykkur velkomin mig k efni úr ætihvönn og blágresi. em vilja viðhalda góðu minni. agaMemo fyrir gott minni! SagaMemo www.sagamedica.is gar þú kaupir glas af SagaMemo færðu annað á hálfvirði. ð gildir 29. október - 1. nóvember 2009. Helgartilboð Heilsuhússins ðustíg, Kringlunni, Smáratorgi, Lágmúla, Selfossi og Akureyri NÁTTÚRU Stafræn náttúra Eitt af veggspjöldunum Katrínar úr sýningunni „Illustrated Reminders“. Handteikningar Nýlega setti Katrín upp sýningu í Stokkhólmi sem hún kallaði „Illustrated Reminders“. Þar sýndi hún stór veggspjöld af stafrænni náttúru auk handteikninga sem hún lýsir sem teikn- uðum minningum eða minni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.