Fréttablaðið - 30.10.2009, Síða 49

Fréttablaðið - 30.10.2009, Síða 49
30. október föstudagur 5 og skoða náttúruna hefur kennt mér margt. Náttúran er skap- andi og óútreiknanleg og fer fram á að við séum sveigjan- leg. Hér á Íslandi er náttúran alltumlykjandi og umhverfið er ekki manngert á sama hátt og á mörgum öðrum stöðum. Við Íslendingar höfum þurft að aðlaga okkur að þessum náttúruöflum sem hér eru að verki og það hefur djúp áhrif á hver við erum og hvernig við hugsum.“ TEIKNAÐAR MINNINGAR Nýlega setti Katrín upp sýningu í Stokkhólmi sem hún kallaði „Illustrated Reminders“. Á sýning- unni voru stór veggspjöld af stafrænni náttúru Katr- ínar en auk þess sýndi hún glefsur úr heimi sínum í handteikningum. Þeim lýsir Katrín sem teiknuð- um minningum eða minni. „Hugmyndin var sú að gerast land- könnuður og teiknari náttúruvísinda í eigin náttúru. Hingað til hef ég leyft þessum heimi að flæða og vaxa af sjálfu sér, en núna er ég að einbeita mér að því að greina náttúr- una betur og skoða hvernig hlutirnir tengjast. Þessi náttúra er í s í f e l l d r i þróun, plöntur og dýr umbreyta sér og þróast hiklaust úr takti við Darwin- kenninguna. Það þarf sérstaklega að fylgjast með þessu. Margar af verunum í þess- ari náttúru hafa auk þess orðið áhuga á að tjá sig og eru farnar að banka upp á hjá mér svo ófrið- ur er af.“ Katrín hefur tekið þátt í fleiri sýningum á árinu. Í haust var hún meðal annars gestalistamað- ur á Nordisk Panorama og hann- aði plakat og allt útlit hátíðar- innar, sem meðal annars fól í sér lukkudýr. „Þessi gaur með eyrun er vísun í unga kvikmyndagerðar- manninn með kraftadelluna, unga ofurhuginn sem eru allir vegir færir og hefur óþrjótandi orku.“ LÍFIÐ Á 21. ÖLDINNI Kostir þess að lifa og starfa á 21. öldinni eru að Katrínar mati ótví- ræðir. Hún hefur búið víðs vegar um heim, nú síðast um nokkurra ára skeið í Taívan og Hong Kong. „Við lifum á spennandi tímum sem gera okkur kleift að vera opin og kynnast heiminum sem aldrei fyrr. Veraldarvefurinn er eitt af undrum verald- ar, í gegn- u m h a n n höfum við a ð g a n g a ð stærsta bókasafni heims og getum verið í beinni teng- ingu við fólk a l l s s t a ð - ar í heim- inum. Og við h ö f u m t æ k i - færi til að ferð- ast sem aldrei fyrr. Ég lít á mig sem ferða- lang sem ferðast hið innra og hið ytra. Að vinna sem hönnuður í umhverfi 21. aldar kefst þess að við séum opin, sveigjan- leg og teygjanleg. Til að mynda er skrifstofa mín að einhverjum hluta til í sýndar- veruleikanum sem partur af þessu stóra Neti sem heimurinn er núna.“ JAÐARSAMFÉLAGIÐ ÍSLAND Flakkið um heimsbyggðina hefur síður en svo útþynnt aðdáun og trú Katrínar á fósturjörðinni, held- ur þvert á móti. Hún telur sérstöðu Íslands mikla í alþjóðasamfélag- inu. „Við lifum á breytingatímum. Nú eru nýjar áherslur í því hvern- ig við göngum um jörðina og um- hverfið og hugsum um okkur í samhengi við aðra á jörðinni. Mér sýnist áherslan alls staðar í heim- inum vera í auknum mæli á ræt- urnar og að virkja sérstöðu. Sér- staða okkar hér á landi felst í því að við erum nútímasamfélag en jafnframt jaðarsamfélag. Náttúr- an, víðáttan og tómið hér er öflug uppspretta ímyndunaraflsins, eins og við sjáum glögglega ef litið er til þess hvernig bankastarfsemin og útrásin voru virkjuð en einn- ig ef litið er til sagnahefðar okkar og tónlistar. Það er mikilvægt að leyfa skapandi greinum að þróast í næði ef góðir hlutir eiga að gerast, því þeir ger- ast hægt. Dálítið eins og með akurinn, þú þarft að rækta hann og sinna og gefa honum tíma, til að búast við góðri upp- skeru.“ Sími : 568 5305 • Grandagarði 5 Opið v i rka daga 900 - 1800 Laugardag 900-1300 Arnar, Aníka og Mat t i bjóða ykkur velkomin mig k efni úr ætihvönn og blágresi. em vilja viðhalda góðu minni. agaMemo fyrir gott minni! SagaMemo www.sagamedica.is gar þú kaupir glas af SagaMemo færðu annað á hálfvirði. ð gildir 29. október - 1. nóvember 2009. Helgartilboð Heilsuhússins ðustíg, Kringlunni, Smáratorgi, Lágmúla, Selfossi og Akureyri NÁTTÚRU Stafræn náttúra Eitt af veggspjöldunum Katrínar úr sýningunni „Illustrated Reminders“. Handteikningar Nýlega setti Katrín upp sýningu í Stokkhólmi sem hún kallaði „Illustrated Reminders“. Þar sýndi hún stór veggspjöld af stafrænni náttúru auk handteikninga sem hún lýsir sem teikn- uðum minningum eða minni.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.