Ljósberinn - 01.12.1946, Blaðsíða 3

Ljósberinn - 01.12.1946, Blaðsíða 3
Reykjavík, desember 1946 Pesember 1946 26. árgangur 12. tölublað LJÓSBERINN ÓTTIN var indæl og hljóð. Stjörn- urnar tindruðu á dimmum nætur- himninum. Ein stjarnan var sér- staklega fögur. Fjárhirðar voru úti í haganum þá nótt og gættu hjarðar sinnar, svo að úlfurinn 8kyldi ekki taka lömbin eða björninn læð- ast að þeim utan úr skóginum. Þá gerðist sviplega undur mikið. Dýrð Guðs ljómaði kringum fjárhirðana, svo að þeir vöknuðu og urðu hræddir. En í ljómanum stóð'engill, sendur af Guði og flutti þeim hin indælustu skilaboð, sem öokkurn tíma hafa flutt verið hér á jörð: „Verið óhrœddir, því sjá, ég boða yður mik- inn fögnuS, sem veitast mun öllum lýtinum". Hvað var þetta! Aldrei höfðu þeir heyrt né séð annað eins. Indælli skilaboð gátu þeir ekki fengið. Það .var sem þeim hyrfi allur ótti við þessa kveðju. Engillinn talaði um mikinn fögnuð og hann átti að veitast öllum lý&um. Fjárhirðarnir stóðu undrandi! En skila- boðin voru lengri, sem engillinn átti að flytja: „Því oð ySur er í dag frelsari fœddur" En hve þetta var fagnaðarríkur boðskap- ur. Það var nú einmitt þetta, sem þeir og öll þjóðin þeirra þráði og hafði svo mikla þörf á að öðlazt — að henni væri gefinn frelsari. Og þeir ættu að hafa það til marks, að þeir skyldu finna reifað barn, liggjandi í jötu. Fjárhirðarnir tóku grandgæfilega eftir öllu og sögðu svo Maríu alla söguna. Söguna mun hún svo sjálf hafa sagt Lúkasi, hinum elskvi-

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.