Ljósberinn - 01.12.1946, Blaðsíða 9

Ljósberinn - 01.12.1946, Blaðsíða 9
LJÓSBERINN 221 þá og þefaði af stígvélunum þeirra mjög tor- tryggnislega. Ingiríður þreif í handlegginn á Kjeld. „Æ, vertu ekki að þe6su", nöldraði hann í gremju. „Hvað gengur að þér?" „Æ, ég er svo hrædd", hvíslaði hún. „Ég . vildi óska, að þeir gerðu okkur ekkert mein". „Vertu ekki þessi ógerð", sagði Kjeld og var ekkert bróðurlegur. En í raun og veru var honum allt annað innanbrjósts. 1 sama bili stóð Bodil upp og setti'bauna- fatið til hliðar. „Hvert ætlar þú að fara, Bodil?" sagði Ingiríður, þreif í kjólinn hennar og hélt henni aftur. „Þey", mælti Bodil í hljóði. ,JÉ'g kem undir eins aftur. Ég ætla að ganga inn til að taka lykilinn úr silfurskápnum". Mennirnir borðuðu af beztu lyst vatns- grautinn og steikta fiskinn, sem borinn var fyrir þá. Þeir fóru sér ekki óðslega að neinu og var ekki á þeim að sjá, að þeir veittu því eftirtekt, að nokkur ótti stæði af þeim þar á heimilinu. Það var líka meiri ró komin yfir- alla. Bodil var komin aftur og tekin til vinnu 6innar og Molly var hættur að halda vörð, lagstur aftur í körfuna og sofnaður. Anna og Kjeld fóru að tala við mennina. Ingi- ríður ein sat enn litverp og setti upp stór augu og einblíndi á þessa óboðnu gesti. Þeir líta út eins og reglulegir flakkarar, hugsaði hún með sér, — einkum sá rauðhærði með vörtuna á kinninni. Loksins var þó máltíðinni lokið fyrir þeim. Þeir etóðu upp, þökkuðu fyrir eig og fóru leiðar sinnar. Öllum var það hinn mesti léttir og fró að losna við þá. Nú hófst fjörug sam- ræða með börnunum og stúlkunum, en auð- vitað töluðu þau mest um húsbrot og sögðu hverföðru þjófasögur. Regnið hélt börnun- um allt af inni. Þegar fór að dimma um kvöldið af þokunni og myrkrinu, þá varð Ingiríður svo hrædd, að hún gægðist út í hvert horn og hrökk saman við hvert hljóð, sem hún heyrði, hve lítið sem það var. Um náttmálaskeið fóru börnin að hátta. Þegar Ingiríður var búin að sofa svo sem tvo tíma, þá vaknaði hún með andfælum og sett- ist upp í rúminu. Henni hafði heyrst eitt- hvað þungt detta niður til jarðar, og — nú —. Var ekki einhver að læðast inn í garðstofuna ? Anna hafði víst gleymt að loka glugganum, sem var neðst niðri við jörðina. Mennirnir voru ef til vill komnir aftur, — sá rauðhærði með vörtuna. — Æ, ég vildi óska, að pabbi og mamma hefðvi verið heima!

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.