Ljósberinn - 01.12.1946, Blaðsíða 11

Ljósberinn - 01.12.1946, Blaðsíða 11
LJÓSBERINN 223 eitthvað svart á lireyfingu, eins og maður sæti þar á hækjum sínum og væri að fela sig bak við líægindastólinn. Ingiríður liljóðaði upp yfir sig. „Æ, góði bróðir minn, farðu ekki þangað inn. Við skul- um heldur kalla á hana önnu!" Tennurnar í Kjeld nötruðu af hræðslu, en hann vildl láta sjá, að hann væri hvergi hræddur og sagði því, að Ingiríði væri óhætt að reiða sig á hann. Hann væri líka eini karlmaðurinn á heimilinu. „Hver er þar?" hrópaði hann með svo dimmri röddu, sem hann gat kreist upp úr sér. Þá fór svarta vofan á kreik og kom fram á gólfið. Og nú sáu börnin, að það var stór, svartur — loðinn hundur! Þegar þáu sáu það, hvarf þeim alhir ótti og þau hlógu dátt af fögnuði. En Svarti-Pétur hvæsti og teygði fram klærnar. Það var eins og honum fyndist, að hundurinn væri miklu hættulegri óvinur en húsbrotsþjófur hefði getað verið. Kjeld setti kertið frá sér og brá báðum örmum um hálsinn á Lubba, en Lubbi horfði á hann sínum stóru og skýru augum. „Þú gerir okkur ekkert mein, — það sé ég á þér", sagði Kjeld. „En þú ert víst soltinn og þyr6túr. Við verðum að fara út í eldhús, Ingiríður, og reyna að finna eitthvað handa honum". Svona vildi það til, að „húsbrotsþjófurimi' tók sér bólfestu á prestssetrinu. Það kom seinna upp úr kafinu, að Lubbi var flæking- ur, og af því að þeim Molly kom dável sam- an, þá fengu börnin að halda honum. Þessi veslings heimilislausa skepna fékk nú hið bezta heimili, og Kjeld og Ingiríður fengu nú þann vin, þar sem Lubbi var, sem aldrei þreyttist á að sýna þeim tryggð og hollustu. Bamcm'sur á jóiunum Hér er bjart og hlýtt í kvöld, heilög gleSi og fri&ur; - en mun þá engum œfin köld? Ójú — því er miSur. Uti flýgur fuglinn minn, sem for'ðum söng í runni; ekkert hús á auminginn y og ekkert sœtt í munni Frostio* fiart og hruSin köld hug og krafta lamar; — • œ, ef hann verSur úti' í kvöld, hann aldrei syngur framar. Ljúfi Drottinn, líttu á hann! leyfSti a<5 skíni sólin! láttu ekki aumingjann eiga bágt um jólin. Drottinn, þú átt þúsund róð og þekkir ótal vegi; sendu hjálp og sýndu naSS, svo hann ekki deyi. Sig. Júl. Jóhannesson.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.