Ljósberinn - 01.12.1946, Blaðsíða 19

Ljósberinn - 01.12.1946, Blaðsíða 19
LJÓSBERINN 231 inn. „Það er ekki annað en brauð og vín, nestið okkar í allan dag". „Það getur verið, að þú segir satt", mælti hermaðurinn, „en ef svo er, hvers vegna snýr hún þá undan, hvers vegna lofar hún mér ekki fúslega að sjá það, sem hún heldur á?" „Mig langar ekkert til að þú sjáir það", sagði maðurinn. „Og ég. ráðlegg þér, að lofa okkur að komast framhjá". Um leið reiddi maðurinn upp öxina, en konan lagði hend- ina á handlegg hans. „Farðu ekki að fara í handalögmál!" bað hún hann. „Ég ætla að reyna dálítið annað. É'g ætla að lofa honum að sjá það, sem ég held á; ég er viss um, að hann gerir því ekk- ert mein". Og með tígulegu brosi, fullu trúnaðar- trausts, sneri hún sér að hermanninum og lét kyrtillafið falla niður. 1 sama bili hörf- aði hermaðurinn aftur á bak og lokaði aug- unum, eins og hann hefði fengið ofbirtu í augun af sterkum ljósgeisla. Það, sem konan faldi undir kyrtlinum, ljómaði á móti hon- um svo mjallhvítt, að hann í fyrstu gat ekki áttað sig á, hvað það var, sem hann sá. „Ég hélt, að það væri barn, sem þú bærir á handleggnum", mælti hann. „Þú sérð á hverju ég held", sagði konan. Þá sá hermaðurinn loks, að það, sem ljóm- aði og olli honum ofbirtu, var ekki annað en vöndull af hvítum liljum, sams konar teg- undar og þær, sem spruttu úti á veginum. En ljómi þeirra var miklu meiri og skærari. Hann þoldi því nær ekki að horfa á þ'ær. Hann stakk hendi sinni inn á milli blóm- anna. Hann gat ekki varizt þeirri hugsun, að það væri barn, sem konan héldi á, en hönd hans fann ekki annað en svöl blómablöð. Honum brá illa í brún, og í bræði sinni hefði hann helzt viljað taka bæði manninn og konuna til fanga, en hann komst að þeirri niðurstöðu, að hann gæti ekki fært neina ástæðu fyrir slíku háttalagi. Þegar konan sá, hvað hann var utan við sig, mælti hún: „Viltu þá ekki lofa okkur að fara?" Hermaðurinn lét hljóður spjótið síga, sem hann hafði haldið fyrir hliðopinu, og vék sér frá. Er konan hreiddi aftur kyrlilinn yfir blóm- in, um leið og hún liorfði á það, sem hún bar á handleggnum, með blíðu hrosi. „Eg" vissi, að þú mundir ekki vinna því mein, ef þú aðeins fengir að sjá það", sagði hún , við hermanninn. Svo flýttu þau sér áfram, en vörðurinn stóð og horfði á eftir þeim á meðan til þeirra sást. Og á meðan hann gat fylgt þeim með augunum, þóttist hann aftur viss um, að hún hefði ekki aðeins liljuvöndul í fang- inu, heldur raunverulegt, lifandi barn. Á meðan hann stóð þannig og horfði á eftir tveimur vegfarendunum, heyrði hann há hróp ofan frá götunni. Það var Voltigius og nokkrir menn, sem komu æðandi. „Stöðvaðu þau", kölluðu þeir. „Lokaðu hlið- inu fyrir þeim! Láttu þau ekki komast und- an!" Og þegar þeir komu til hermannsins sögðu þeir, að þeir hefðu komist á snoðir um dreng- inn, sem komst undan. Þeir hafi leitað hans á heimili hans, en þá hafi hann aftur gengið þeim úr greipum. Þeir hafi séð foreldra hans þjóta burt með hann. Faðir hans væri krafta- legur, gráskeggjaður maður með öxi í hend- inni, en móðirin há, beinvaxin kona, sem héldi á baminu, földu undir kyrtlinum. Á sama augnabliki og Voltigius hafði sagt frá þessu, kom Bedúíni ríðandi á röskleg- um hesti inn um hliðið. 'Án þess að mæla orð frá munni, þaut hermaðurinn að reið- manninum, dró hann með valdi niður af hestinum, varpaði honum til jarðar, stökk á bak hestinum og þeysti af stað. Nokkrum dögum seinna reið hermaðurinn um óttalegu fjallaöræfin, sem eru í syðsta hluta Júdeu. Hann var sífellt að elta flótta- mennina tvo frá Betlehem, og hann var ekki með sjálfum sér af því að þessi árangurs- lausi eltingaleikur virtist aldrei ætla að taka enda. „Það lítur vissulega út fyrir, að þessir menn séu færir um að sökkva í jörðina", rumdi í honum. „Hversu oft á þessum dögum hef

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.