Ljósberinn - 01.04.1947, Blaðsíða 3

Ljósberinn - 01.04.1947, Blaðsíða 3
PÁSKALILJAN ÆVINTÝRI Á Gyðingalandi forna, á dögum Jesú, Ýar uppi ungmey nokkur, Júdit að nafni. Hún var munaðarlaus, því að foreldrar liennar voru dáin, en átti heima hjá ömmu sinni í litlu liúsi í útjaðri Jerúsalem- horgar. Amma hennar hét Marta. Allir borg- arbúar þekktu liana, því að hún kunni vel til lækninga. Hún tíndi lækningagrös °g geymdi fjöldann allan af þeim í litla húsinu sínu; hafði hún tínt þau upp til Ijalla eða í fjallabrekkunum, þar sem víngarðarnir lágu; af þessum grösum var hægt að búa til lyf og smyrsl, sem höfðu Undrakraft í sér. Þegar einhver var reglu- lega veikur, þá var sent eftir Mörtu gömlu °g þótti það undarlegt, ef hún ætti ekkert ^eðal sem ætti við. Einu sinni hafði rómverskur herfor- xftgi sent henni orð og vakti það auðvitað •^ikla eftirtekt, því að Rómverjar vildu helzt ekkert eiga við Gyðinga saman að Saelda. Þeir höfðu hernumið landið, en virtu landsbúa að engu, einkum voru rómversku herforingjarnir kunnir að drambsemi. En Marta gamla lagði leið sína heim til herforingjans. Það var ung- ur maður, fríður sýnum og var mjög veik- ur, að því er sjá mátti. Ekki svo að skilja, að liann væri að kvarta, nei, því að róm- verskur herforingi var harður í horn að taka. Ekkert óp né stuna fór fram af vör- um hins unga manns; en kvaladrættir fóru um allan líkama hans öðru hvoru, svo að hvílubeðurinn, sem hann lá á titr- aði blátt áfram undir lionum. Marta gamla leit á liann snöggvast, en síðan tók hún lítinn leirbrúsa upp hjá sér og lítinn máhnbikar, sem hún hafði með sér. Hún gaf honuih nú að drekka hálfan bikar- inn af lyfjablöndunni úr brúsanum, með því að hella henni inn milli vara hans. Að fám mínútum liðnum féll hann í fast- an svefn, og er liann vaknaði að tveim dægrum liðnum, þá var hann orðinn al- bata. Þegar hann var aftur kominn henn

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.