Ljósberinn - 01.04.1947, Page 11

Ljósberinn - 01.04.1947, Page 11
LJÓSBERINN 51 „Hvernig hefur þú þá komizt að því, Fríða litla, fyrst hún dylur það svo Vel?“ „Það skal ég segja ykkur“, sagði Fríða litla. Mér verður stundum of heitt á nótt- unni, innilokuð í minni fallegu melónu- stofu. Þá opna ég dyrnar í hálfa gátt og lít út, og fæ mér þá um leið svalandi loft. Þess vegna varð ég þess vör fyrir tíu nótt- um, að Valgerður sat undir einu stóru teiniberjatré, og þar situr hún einnig nú. Eg lief nú heyrt hana biðja fyrir unga kónginum og tala við sjálfa sig um, hvað hún þráði það, að finna eitthvert undra- blóm, sem gæti læknað meinsemd hans. Og ég veit, að hún er að eðlisfari mjög veikbyggð, og tekur það nærri sér að vera úti um nætur. Ég hef séð hana hrökkva saman af hræðslu við lítilfjörlega hreyf- ingu eða hljóð frá fugli eða flæðarmús. En þó situr hún trúföst á sama stað nótt eftir nótt, vegna þess að hún elskar unga kónginn svo óaflátanlega, og óskar eftir að hún geti læknað Iiann. Þetta hlýtur að vera einlæg og sönn ást. Er það ekki? Eg er bara hrædd um, að veslings Val- gerður bíði til ónýtis eftir þessu undra- klómi“. Nú sneri drottningin sér til gamla mannsins með hvíta silfurskeggið og spurði: „Hvað heldur þú um þetta, Pírus?“ „Ég held það sama og Fríða“, sagði kann, „að^yeslings stúlkan bíði til ónýtis. Þessi undrajurt blómstrar nefnilega ekki ú hverju ári, eins og hún heldur, heldur aðeins eina nótt á hundrað ára fi-esti, °g það eru nú liðin tuttugu ár, síðan hún klómstraði síðast, svo að hún má þá bíða 1 áttatíu ár enn. En fyrst hún elskar kóng- inn svona innilega mun liún, þrátt fyrir það, geta hjálpað honum. Ég skal nú, göfuga drottning, segja yð- ur livar meðalið er, og ég skal reyna að tala svo hátt og skýrt, að hin sofandi stúlka heyri það“. Og hann ræskti sig og talaði svo hátt, sem hann gat. „I dýrgripasafni Sigurðar konungs er geymt afar verðmætt belti, alsett liinum sjaldgæfustu gimsteinum. Það er mörg liundruð ára gamalt, og er ekki notað nema einu sinni af hverri drottningu, aðeins á hennar brúðkaupsdegi. Það er göinul sögn um þetta belti, að ef einhver jómfrú í landinu snertir það, hvort hún er af liáum eða lágum ættum, eða hvort hún er rík eða fátæk, vinni ást kóngsins og verði drottning landsins. En til þess að það verði ekki snert af óverðugum, er það sérlega vel geymt. Það er geymt í sterkri járnkistu, sem er geymd í litlu herbergi, og er það girt frá sjálfu safn- inu með sterkri járngrind. Og það er vakt- að af ungu ljóni, sem er lilekkjað við grindina. Þegar nota skal beltiö handa ungu drottningarefni verður fyrst að svæfa Ijónið með þar til gerðu svefnlyfi. Og þegar það fer að eldast og spekjast er það tekið og ungt ljón sett í staðinn. Það er því mjög erfitt fyrir Valgerði að ná 1 beltið. En það verður hún þó að gera til að bjarga kónginum. Gimsteinar þeir, sem á beltinu eru, eru blómaálfar, sem nornin liefur galdrað. Ef að hrein jómfrú nær í beltið og getur losað af því alla steinana liefur hún um leið frelsað hlómaálfana. Og ef að Val- gerður gæti það, mundu þeir óefað kenna henni ráð til að lækna kónginn, því þeir

x

Ljósberinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.