Ljósberinn - 01.04.1947, Page 21

Ljósberinn - 01.04.1947, Page 21
LJÓSBERlNN 61 ar, þann er hlynnt gæti að veikri trú kon- ungsins og prédikað orð Guðs löndum lians. En enginn hinna ritningarfróðu klerka lians bar áræði til að fara för þessa. Ef þeir hefðu átt að sækja um hring eða bagal, kastala eða lén, þá Jiefðu að líkind- um tíu fyrir einn gefið sig fram; en við kórónu píslarvættisins vildi enginn taka. En loks gekk Vale ábóti fram og kvaðst þekkja munk einn guðrækinn og lærð- an, er hefði mikinn áhuga á kristniboðs- málum og langaði hjartanlega til að þola illt vegna Krists. Sá hinn sami mundi að öllu leyti vera vel hæfur til þessa hlut- verks, ef hann væri annars fús til að tak- ast það á hendur. Ansgar svaraði óðara, að liann væri viðbúinn að þjóna Drottni í öllu, sem sér væri á hendur falið. Var honum þá sagt, að þetta væri aðeins beiðni, en ekki skip- un. En liann sat fastur við sinn keip eins fyrir því. Hann kvaðst hafa kosið sér lilutverk þetta af fúsum og frjálsum vilja, og skyldi liann á allan hátt kosta kapps um að framkvæma það. Flesta klausturbræður hans furðaði á þessum ásetningi hans og létu því mis- þóknun sína í Ijós, bæði í orði og æði, þar sem hann vildi hverfa frá starfi, sem lionum væri kært, til þess að eiga mök við heiðna óþjóð. Gerðu munkarnir sér þær hugmyndir um víkingana ,að næsta líklegt væri, að kristniboði ætti lijá þeim é vísar pyndingar og dauða. En Ansgar bar engan ótta fyrir slíku. Það þokaði lionum ekki eina hársbreidd frá settu marki. Ásetningur lians var óbifanlegur. Hann dró sig út úr og hafðist við í afskekktum víngarði og var þar stöðugt á bæn og las Biblíuna, til þess að hann mætti verða hæfur til starfsins, sem hann átti fyrir höndrnn. Hann þráði hjartanlega að þola píslar- vættisdauða vegna fagnaðarerindisins. Síðan fór liann með Haraldi konungi til Danmerkur og Aubert klausturbróðir hans með honum. IX. Kristni bóðuð í Danmorku. Þegar Ansgar og Aubert komu að landa- mærum Danmerkur ,féllu þeir á kné og báðu Guð að blessa þessa sendiför sina. Þeir Ansgar hófu nú kristniboð þegar í stað og hrýndu fyrir hverjum þeim, er þeir náðu til, að þeir skyldu ganga á vegi sannleikans. Margir tóku trú fyrir orð þeirra og fagran lifnað, og fjölgaði þeim dag frá degi, sem veittu fagnaðarerind- inu viðtöku. Þeir Ansgar lögðu þegar kapp á að safna að sér smádrengjum, til þess að þeir gætu alið þá upp til þjónustu við Drottin; keyptu þeir svo nokkra ambátt- arsonu. Það var kærleiki þeirra til kristni- boðsins, sem knúði þá til þess. Harald- ur konungur fékk þeim líka nokkra af sveinum sínum til kennslu og umönnun- ar. Með þessu móti fengu þeir stofnað skóla á skömmum tíma lianda 12 drengj- um. Þar að auki fengu þeir þjóna að liéðan og handan og aðstoðarmenn. Orð- rómurinn af þeim félögum og guðrækni þeirra barst nú víðar og víðar og Guð blessaði starf þeirra, svo að það tók að bera ávöxt. Svo hamramir sem hinir norrænu vík- ingar gátu verið, þá leyfðu þeir Ansgar að boða kristni í 40 ár (825—865); eng-

x

Ljósberinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.