Ljósberinn - 01.10.1948, Page 19
LJÓSBERINN
147
lionum slóðu lineigðu sig og hann gerði cins
og þeir. En þegar hann leit upp aflur var
konungurinn horfinn og á eflir lionum fór
lieill hópur liirðmanna.
Tonimi ætlaði að hlaupa á eftir lionum.
Hann kallaði og lyfti skríninu upp yfir liöfuð
sér, en enginn tók eftir lionum eða skipti
sér hið minnsta af honum, þar lil verðirn-
ir tóku hann og (lrógu í áttina að hallar-
hliðinu.
„Mikill asni get ég verið!“ hrópaði liann.
„Og þetla var eina tækifærið. Hvenær fæ ég
það aftur?“
Rétt við hallarliliðið heyrði hann mann
einn segja við kunningja sinn: „Á morgun
fer konungurinn til Meudon“.
„Ha! “ sagði Tommi. „Viljið þér ekki gera
svo vel og segja mér, hvenær hann kemur
aftur?“
„Ekki fyrr en að mánuði liðnum. Hann
fer þangað á veiðar“.
„Hvenær er þá liægt að ná tali af lionum?“
spurði Tommi vandræðalega.
Maðurinn hló að þessum orðum og sagði:
„O, þú getur sjálfsagt fengið viðtal við hann
eins og þessir leikarar þarna inni í hallar-
garðinum. Þeir bíða þess eins að ná tali
af konunginum“.
Tommi tók nú á öllum þeim kjarki, sem
hann átti. Hvað mundi verða af honum, ef
liann ga'li ahlrei gefið konunginum skrínið,
sem var einasta vonin lians. Ættingjalaus og
févana, flúinn frá húsbónda sínum, livað átti
bann annað að gera en framkvæma síðasta
vilja guðföður síns. Þetta var heimskulegt,
að falla í stafi yfir liinu konunglega skrauti
og veldi.
Tommi gerði áætlun sína. Hann beið þar
til allir voru farnir út úr garðinum, j)á lædd-
ist hann liljóðlega bak við þéttan runna
til leikaranna.
Þetta voru tveir menn, klæddir í yfirliafnir
ísaumaðar með silfri, og tvær ungar stúlkur
í Ijósuin silkikjólum með geysistóra skraut-
batta á böfði.
„Ég fullyrði, Lekain“, sagði annar mað-
urinn, „að bans bátign getur ekki annað
cn orðið að óskum okkar, því lef liann gerir
])að ekki fer leikhúsið á liöfuðið“.
„Já, en kjarni málsins er“, svaraði Lekain,
„að smekk almennings hrakar dag frá dcgi.
Þeir eru hættir að gráta yfir sorgarleikjum
okkar“.
„Já, en það er nú einmitt þess vegna“,
sagði eldri stúlkan, „sem við verðum að fá
leyfi lijá hans hátign til |)ess að lialda ballett-
sýningar í leikbúsinu okkar“.
„Og ef við fáum ekki leyfið“, sagði yngri
stúlkan, „þá fer ég frá París, svo sannarlega
sem ég heiti Klara“.
Annar karlmannanna brosti, lineigði sig
fyrir stúlkunni og sagði: „Hvað mundi París
vera án ungfrú Klöru. Nei, svo þungan refsi-
dóm mun konungurinn ahlrei leggja á okkur“.
Leikkonan hló, en um leið og hún sneri
frá homun til að tylla sér niður á bekk, tók
hún eftir Tomma.
„Hvað erl |)ú að gera hér, vinur minn?“
sagði liún. Hún beið ekki svars, en kallaði
á félaga sína. „Komið j)ið liingað öll þrjú
og liorfið á þennan fallega, litla dreng, sem
ég fann í runnanum hérna“.
En nú hafði Tommi unnið bug á feimni
sinni og lét ekki glys ungfrúarinnar hiæða sig.
„Ég bið yður um, að liafa samúð með lill-
um dreng, sem á engan að og gefa mér . . .“
„Hérna, vinur minn“, sagði aimar maður-
inn og kastaði með fallegri hreyfingu lítilli
silkipyngju til Tomma. Tommi tók hana upp
og rélti eigandanum liana aftur.
„Þakka yður fyrir, en j>að eru ekki pen-
ingar, sem ég hið yður um“, sagði liann
kurteislega.
„Hvað þá?“ spurði Klara.
„Að j)ér leyfið mér að fylgjasl með yður
til konungsins“.
Þau hlóu iill að j)essu óvænta svari.
„Og livaða erindi átt J)ú við konunginn?“
spnrði Klara.
„Ég ætla ekki að hiðja konunginn um neitt,
— en ég færi honum gjöf“.
„Þú segir ekki satt!“ sagði Klara. „Hvaða
gjöf?“
Þessari spurningu svaraði Tomini ekki.