Ljósberinn - 01.10.1948, Page 21

Ljósberinn - 01.10.1948, Page 21
L JÓ SBERINN 149 gestum, og er þeir stigu út úr vögnum sín- um settu þeir liáa skemmla fyrir framan vagn- ana til þess að fyrirfólkið gæti gengið þurr- um fótum yfir svaðið. „Þú átt að byrja í kvöld“, sagði leikkon- an, er liún liafði skýrt honum frá í liverju starfið væri fólgið. Og um leið og hún gekk út að glugganum og dró gluggatjöldin til liliðar, sagði liún hlæjandi „Þú ert sami- kallaður lukkunnar panfíll. Sjáðu, það er hellirigning!“ Tommi þakkaði verndara sínum. Hann var þó daufur í dálkinn, þegar hann fór af fundi hennar. „Skemlari“, það var titill, sem lion- um þótti lítill vegsauki í. En þegar hann sýndi vini sínum, Hans, bréfið, þá óskaði hann honum innilega til hamingju. „Ja, hvað sé ég“, sagði liann, og hin stóru augu hans urðu ennþá stærri. „Nii. ert þú farinn að vinna við Franska leikhúsið“. Um fimmleytið fór Tommi í leikliúsið. Hús- vörðurinn tók honum vel, þegar liann hafði séð bréf lians. „Jæja, þú ert nýi „skemlarinn“. Eg vona þú verðir heppnari en fyrirrennari þinn“. „Hvernig fór fyrir honum?“ „Hann missti annan fótinn undir vagni Guises greifa, er ók yfir hann“. Eftir þessa skemmtilegu uppörvnn sýndi húsvörðurinn Tomma, livar lionum hæri að dvelja við starf sitt, en þar var löng fjöl og nokkrir háir skemlar ásamt mergð af óhrein- um })urrkum. „Sjáðu, þarna er það, sem þú átt að nota við starf þitt“. Drengurinn tók fjölina og skemlana og flýtti sér á þann stað, er honum liafði verið vísað á. Regnið hélt áfram að streyma úr loftinu, og Tommi varð fljótlega gegnvotur. Hann horfði yfir blautt og forugt svæðið og hugs- aði raunamæddur: „Og þetta kalla menn heppni!“ Hann gekk að innganginum og horfði á stóra auglýsingu um leikritið, er sýna átti í kvöhl. „Þeir áttu gotl, er fengu að sjá það!“ hugs- aði Tommi litli og andvarpaði. Nú byrjuðu áhorfeudurnir að koma. Marg- ir, sem voru fótgangandi veifuðu til lians, þégar þeir komu að forarsvaðinu. Hann flýtti sér lil þeirra með fjölina og skemlana. Svo reyndi hann að gera eins og lionum hafði verið sagt. En lionum fórst verkið ekki vel úr liendi. Sérliver vinna, jafnvel sú auðvirði- legasta, verður að lærast. 1 stað þess að aðstoða leikliúsgestina var hann í vegi fyrir þeim. Ungum herramanni, sem sté á fjölina, varð fótaskortur, og féll liann niður í forina. Hann stóð á fætur allur forugur og jós ósviknum skammaryrðum yfir vesalings Tonnna, sem roðnaði upp í luirs- rætur af blygðun og skömm. „Þetta fór illa“, lmgsaði drengurinn, þegar ungi maðurinn var liorfinn inn í' leikhúsið. „Vissulega má ég vera ungfrvi Klöru þakk- látur fyrir þetta starf, er hún liefur útvegað ' (( mer . Það þyrptust að vagnar og burðarstólar, og var kallað á liann tir öllum áttum. Eftir slysið, sem henti unga manninn, varð Tomina fullkomlega ljóst, hvernig hann átti að vinna þetta starf sitt, enda gekk mi allt að óskum. Skildinguninn rigndi niður í lófa lians, liann fékk jafnvel stóran silfurpening. Flestir gáfu honum aðeins smápeninga, en þeir urðu brátt svo margir, að þeir rúm- uðust tæplega í vösum hans. Þar sem stöðugt hélt áfram að rigna og leikliúsgestirnir virtust allir komnir, ákvað Tommi að leita skjóls undan illviðrinu. Hann skildi semlana sína eftir við inngang- inn og gekk inn í leikhúsið framlijá leik- urunum. Enginn veitti lionum athygli. Að lokum kom lvann að stórri tröppu, þar tyllti lxann sér, liamingjusamur yfir því að vera á þurrum stað. En allt í einu heyrði hann hávaða. Hurð var hrundið upp og margar raddir liljómuðu rétt hjá lionum. Það var talað og hlegið. Það var hlé, og ungfrvx Ivlara kom, umkringd af aðdáendum sínum. Leik- konan kom strax auga á Tonnna, þrátt fyrir allan aðdáendahópinn. Framli.

x

Ljósberinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.