Ljósberinn


Ljósberinn - 19.12.1925, Blaðsíða 6

Ljósberinn - 19.12.1925, Blaðsíða 6
380 LJÓSBERINN sem menn gefa hverir öðrmn, eiga að minna á jóla- gjöfina miklu, sem Guð gaf öllum inönnum, (tegar hann lét eingetinn son sinn fæða.st í Betlehem. Og úti í lönduin heiðingjanna eru líka kveikt jóla- ljós. Pað gera trúboðarnir, sem liafa farið þangað til jiess að flytja fieim, sem í myrkrinu sátu hið bjarta ljós kristindómsins. Og börnin par fá líka að heyra söguna indælu uin konungsbarnið, sem fæddist í Betlehem og var lagt í jötu; og fleiin er líka kent að syngja jólasálma. Bau fá líka oft jólagjafir, sem börnin í kristnu löndunum senda [ieim. Petta blað heitir »Ljósberinn«, af því að það vill bera með sér Ijós kristindómsins, livar sem það kein- ur. Það vill lika lieiðra frelsarann á jólunum með því að tala við börnin um hann. En öll kristin börn eiga líka að vera ljósberar, frelsaranum til dýrðar. Og það geta þau með því að láta sér þykja innilega vænt um hann og reyna af öllum kröftum að [lóknast honum. Því þá lifa þau öðrum til gleði og eru þeiin ástúðleg og góð. En það er fallegasta .jólahaldið, að flytja öðruin Ijós gleðinnar. F. H.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.