Ljósberinn


Ljósberinn - 19.12.1925, Blaðsíða 24

Ljósberinn - 19.12.1925, Blaðsíða 24
398 LJÓSBERINN JESÚS OG BÖRNIN. INS og1 þú veizt, eru jólin stundum köllud »hátíð barnanna«. Líklega er [>að oft gert vegna þess, að það er vani orðinn um kristin lönd að gleðja börnin um jólin með gjöfum, skemtunum og góðum veitingum; og því hlakka börnin til jóla miklu fyr en flest.ir aðrir. En það má kalla fæðingarhátíð Jesú Krists fagnað- arhátíð barnanna í miklu dýpri skilningi, pví að eng- inn heíir verið annar eins barnavinur og liann. Pú ættir að lesa um það, þegar Jesús setti lítið barn á meðal postula sinna, og livað fallegt hann sagði þá um börnin. Pú finnur það í byrjun 19. kapí- tula i Matteusar guðspjalli og í 9. kapítula Lúkasar guðspjalls 46. til 38. versi. Ilann sagði líka »leyfið börnunum að koma til mín« og fleira um börnin, eins og Lúkas segir frá í 18. kapítula (15. til 17. versi) guðspjalls síns. Ef þú lærðir þau orð öll núna í jólafríinu þínu, þá færi þér, líklega eins og mörgum áður, að þú hugsaðir: »Pað vildi ég óska að ég hefði verið í sporum barnanna, sem sungu Jesú gleðiljóð á pálmasunnu- dag á Olíufjallinu forðum. eða þeirra, sem fengu að standa við hné lians, líkt og drengirnir hérna á myndinni.* — En til hvers er að óska þess? — Pað er svo fjarska langt síðan Jesús var á Gyðingalandi. — Pað er

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.