Ljósberinn


Ljósberinn - 19.12.1925, Blaðsíða 23

Ljósberinn - 19.12.1925, Blaðsíða 23
LJÖSBERINN 397 »Friður á jörðu og velpóknun Guðs yfir mönnunum«, hafði svo mikil áhrif á (lrykkjumanninn, að honum komu tár í augu. Síðan bað kennarinn innilega bæn fyrir litla heimilinu bg heimilisfólkinu. En [)að varð föður Rúnka um megn. Tárin streymdu niður kinnar lians. Mótþrói hans gegn Guði var að engu orðinn. í viðburðum þessarar jólanætur talaði Guð við hann um f)ann ó"étt, sem hann hafði gert heimilinu. kouu og börnum. Pegar kennarinn kvaddi og þakkaði fyrir, að hafa fengið að halda jól með peim, tók faðir Rúnka til imáls: »í kvöld hefi eg komist að raun um tilveru Guðs og mátt hans. Eg heiti því, bæði Guði og ykkur öllum, að frá þessari stundu skal alt vera öðruvísi en verið hefir. Góður Guð gefi mér mátt til að bæta eitthvað af því, sem eg hefl brotiðL Pannig urðu jól — ekki að eins hið ytra, heldur einnig í hjörtunum. — — — Pað var komið langt fram á nótt, þegar Rúnki sofnaði. Hann hafði svo mikið að þakka Guði fyrir. Og hann gleymdi ekki að þakka Guði fyrir það, að desús hafði komið og haldið jól á heimilinu hans. Foreldrar Rúnka höfðu líka margt að þakka og biðja fyrirgefningar á mörgu. Að lokutn varð alt hljótt i litlu herbergjunum. En englar Guðs sungu sönginn sinn: »Dýrð sé Guði i upphæðum, friður á jörðu og vel- þóknun Guðs yfír mönnunum!« ./. Fr. H. Árni Jóhannsson.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.