Ljósberinn - 19.12.1925, Blaðsíða 15
LJÓSBERINN
389
Tímóteus.
ÓÐIR foreldrar eru dýrmæt Guðs gjöf.
Gleymdu því ckki, barnið gott. Illýddu á
viðvörunarorð peirra og breyttu eftir þeim,
[iau vilja pér alt bið bezta, af pví pau
elska [»ig.
Þú sér hér á næstu síðu mynd af dreng, sem
stendur við kné móður sinnar, og hlustar með at-
hygli á orð hennar. Hvað ætli liún sé að segja honum?
Yið vitum það ekki, en gizkum á, að það sé eitt-
livað undur fallegt. Myndin á að tákna Timóteus og
foreldra hans. Nafnið pýðir: sá, sem óttast Drottinn.
Tímóteus var grískur í föðurætt, en móðir hans,
Evnika var af Gyðingaættum. Móðuramma lians hét
Lois, og minnist Páll postuli hennar á einum stað í
öðru bréíi sínu til Tímóteusar. Má af peirn bréfum
sjá, live hugljúfur lærisveinn hann varPáli, og live ant
honum var um Tímóteus, sem á unga aldri nam fagn-
aðarerindið af honum og gerðist fljótt játandi krist-
innar trúar; Timóteus varð síðar safnaðarstjóri í Efesus.
Álitið er að hann hafi dáið píslarvættisdauða —
látið lífið fyrir trú síua. Á [)eiin timum kostaði krist-
in trú oft líf manna og limi, óteljandi konur og menn
reyndu pað, en jafnframt öðluðust peir kraft Guðs,
sem varð fullkondnn í veikleika peirra, svo að peir
gátu lofsyngjandi af hjartans fögnuði mætt ógnum
kvalafylsta dauðdaga, og djörfung peirra og hug-
rekki urðu peir vængir, sem báru fregnir fagnaðar-
erindisins um víða veröld.