Ljósberinn - 19.12.1925, Blaðsíða 40
414
LJÓSBERINN
okkur. Pið purfið engan sleða að Iiafa nieð ykkur,
það skal verða séð fyrir því öllu saman, bara ef þið
viljið koma«.
Móðir Rönku var svo frá sér numin af fögnuði, að
hún ætlaði varla að geta þakkað íyrir sig.
Stu.ndu síðar komu öll börnin aftur og stóðu á kafi
i snjónuin fyrir dyrum úti. Pegar móðir þeirra lauk
upp, pá ætlaði hún varla að pekkja pau. Sigurðnr
og Eiríkur voru komnir í ný föt alt frá stígvéluin og
upp að skinnhúfum, Eiríkur var líkastur ungum
kongssyni, í dökkbláu fiostreyjunni sinni. Pá sagði
Ranka: ».Eg er nú í litlu einu af pví, sem mér var
gefið, [iví að eg átti að bera þetta, mamma!« Pað
voru pá jólakökur; hún hafði pá fult fangið af þeim!
Pau slóu nú upp jólaveizlu að nýju. Og nú voru
jólasálmarnir sungnir. Lofgerðin, vegsemdin og pakk-
argerðin steig nú upp til Guðs frá heimili fátæku
ekkjunnar. Drottinn bjó sér lof af munni barna hennar.
En er Ranka lagði hendurnar ujn hálsinn á möminu
sinni og bauð henni góða nótt, pá sýndi hún henni
lilut, sem hún hélt á í vinstri hendinni. Pað var gull-
peningurinn. Að pví búnu hvíslaði hún að mömmu
sinni:
»Heldur pú nú að Jesús og pabbi séu ánægðir
með mig?«
■>Sælir eru miskunnsamir, [»ví að peim mun misk-
unnað verða«.
>><■><'