Ljósberinn


Ljósberinn - 19.12.1925, Blaðsíða 21

Ljósberinn - 19.12.1925, Blaðsíða 21
LJÖéBERTNN 395 Kennari Rúnka hafði farið heim til foreldra sinna og sagt peim alt um litia fátaska drenginn. Og svo var keypt bæði kjöt og grjón, góðgæti og flík handa hverjum krakka, svo að það gætu orðið jól í fátæka héimilinu, án pess þó að nokkur vissi hvaðan gjaf- irnar kæmu. Móðirin varð hissa, er sendingin kom, án þess get- ið væri, liver sendi; en hún hélt að það hlyti að vera frá einhverjum þeim, sem hún vann fyrir. Börn- in urðu frá sér numin af fögnuði. Ekki sist Rúnki. Hann var sanufærður um, að sendingin væri frá Je- sú. En ekki mintist hann þó á það við neinn, en spurði mömmu sína einslega, hvort ómögulegt væri að fá ofurlítið jólatré, með svo sem tveimur kertum. Lofaði liún að reyna það, þegar hún kæmi frá vinnu daginn eftir. Svo kom aðfangadagurinn. Um morguninn fór móð- irin til vinnu sinnar, og faðirinn i veitingaliúsið, eins og hann var vanur. Hann sat þar löngum, þangað til konan kom heim, og rambaði þá oftast heim á eftir henni. — Pennan dag fanst honum það dragast óvenju lengi, að hún kæmi, svo hann rölti lieim. Hún var þá koinin, hafði farið aðra leið en vant var, svo að liann sæi ekki jólatréð, sem hún kom með. Nu var það komið inn undir gamla beddann, og var Rúnki í sjöunda himni af gleði. En það dofnaði yfir honum, þegar hann heyrði fótatak föður síns. Að hann skyldi nú ekki geta verið ódrukkinn þetta heilaga kvöld! ------Pað var orðið framorðið, þegar jólainaturinn var tilbúinn. Kennari Rúnka hafði verið í kirkju, og

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.