Ljósberinn


Ljósberinn - 19.12.1925, Blaðsíða 27

Ljósberinn - 19.12.1925, Blaðsíða 27
401 LJÓSBERINN sá kærleikur liélt henni uppi og gaf henni undravert þrek til að hjálpa móður sinni. Kœrleikurinn er afl þeirra hluta, sem gera skal. — Sælt er hvert það heimili, þar sem mikið ber á þeim krafti hjá þeim, sem þar sainan eiga að búa. Jólin fóru í hönd. Húsmóðirin lagði fram alla krafta sína til að vinna sér inn fáeinar krónur til þess að geta keypt eitthvað til fagnaðar á jólunum. Ilún var búin að saumu ýmsa muni í tómstundum sínum, sem hún ætlaði að selja fyrir jólin. Nú varð Rut fyrir því að ganga hús úr húsi með þá muni og selja þá. Og Rut gprði það með mikilli gleði og hjartanlegri löng- un til að hjálpa mömmu sinni og gleðja yngri syst- kinin sín, jiví að þau grétu af kulda og hungri. Einn daginn tókst Rut venju fremur vel að selja, enda var hún búin að fara upp og niður margar göt- ur. Hún var búin að selja fyrir nærfelt fjórar krónur. Lað var mikið fé í augum hennar; hún átti ekki miklu að venjast. Þá hugsaði hún með sjálfri sér: Hver veit, nema við höfum ráð á að fá okkur jóla- tré, þó ekki verði það stórt né mjög mikið skreytt eða hlaðið gjöfum. Glöð var hún. Ilún hljóp við fót eftir götunui, af barnslegri gleði. Rut kunni að biðja. Og nú bað hún Jesú, svo inni- lega sem hún gat, að gefa sér það, að hún gæti selt reglulega mikið næsta daginn. Pá áttu litlu systurnar hennar ekki að fara varhluta af því blessuðu láni. Hún var elskulega gott barn, luin Rut. Ilún gekk í sunnadagaskólann og jiar hafði henni verið kent að elska Jesúm, »bezt,a viiiinn sinn«, sem hún var vön

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.