Ljósberinn


Ljósberinn - 16.12.1933, Blaðsíða 8

Ljósberinn - 16.12.1933, Blaðsíða 8
350 LJÖSBERINN og farg. Hann hefði feginn viljað gefa þúsund-króna-seðil til að bæta úr þessu. En nú var það of seint. ---------- Vemundur fór að blaða í Biblíunni. Það var enginn hægðarleikur að finna jólaguðspjallið. Magða fann það svo fljótt; en hann fletti og fletti. Svitinn stóð í dropum á enni hans. Biblían var honum alveg ókunn. Hann byrjaði fremst, en þar fann hann ekk- ert um fæðingu,Jesú. Það hlaut að vera aftar. Já, auðvitað, nú mundi hann það. Það var í Nýjatestamentinu. Þar er eitt- hvað sem heitir »guðspjöllin«, Matteus- ar, Markúsar, Jóhannesar og Pá-l-s. Nei, það er víst ekkert Pálsguöspjall. Það var eitthvað annað nafn, en hann gat ekki áttað sig á því í svipinn. Jú, þarna fann hann efnisyfirlit Nýjatestamentisins. Nú skyldi hann finna það. Þarna stóðu reyndar öll fjög- ur guðspjöllin, hvort á eftir öðru. Já, Lúkas hét hann. — En þar stóð ekk- ert um það, hvaða blaðsíðu ætti að fletta upp til að finna frásögnina ;um fæð- ingu Jesú. »Humm — Biblían er erfið bók. Það ætti að-standa í efnisskránni, hvar frásagnir um frelsarann er að finna,« sagði hann við sjálfan sig. Hann fór enn að fletta. Magða hafði víða sett rauð strik í Biblíuna sína, en blýant- inn hans var ekki rauður. Iíann mundi ekki betur en það hefði verið blekblý- ant, sem sem hann lánaði henni. Hann varð að leita, þangað til hann fyndi það. Áhuginn óx jafnhliða gremjunni yfir því, að vera svona ókunnugur »Bók bók- anna«. Hann stanzaði. Bókin var rétt að segja dottin ,úr höndunum á honum, því að nú fann hann það. Það var nafnið hans, sem hún hafði skrifað í Biblíuna, og versið þar hjá hafði hún undirstrikað. Það kom kökk- ur í hálsinn á honum er hann las versið; »— Sjá, ég boða yður mikinn fögnuð, sem veitast mun öllum lýðnumx »Einn- ig minum elskaða Vemundi,« var bætt við á spássíunni. Iíann starði og las aftur og aftur. Það var alveg eins og Magða hefði skrif- að honum jólabréf frá himnum og full- yrt það við hann, að hann ætti að öðl- ast hjálpræði Krists. Og það var sann- arlega góður jólaboðskapur. En hvern- ig voru orðin, sem hann hafði lesið? Hafði hann tekið rétt eftir? Já, það stóð svona: »sem veitast mun öllum lýðn- um.« , , »Öllum! öllum!« endurtók hann hvað eftir annað. Veitist öUum lýðnum! Hér stendur það greinilega, að hjálpræðið sé handa öllum. Það sé gjöf Guðs til allra manna. Það sé ekkert annað, en að taka á móti því. Magða hafði líka talað um J^etta, að maður yrði að veita hjálpræðinu viðtöku. Hann, hafði ekki veitt því athygli þá eða skilið það. En nú var honum það Ijóst. Gjöfin var fyrirfram tilbúin. Það var ekkert annað en að taka á móti henni, tileinka sér hana, án endurgjalds. Þeg- ar hann svo væri búinn að taka á móti gjöfinni, mundi hann sanna, hvílíkur kraftur fylgdi henni. Já,, á þessa leið hafði Magða lýst þessu fyrir honum, og hún hafði óefað reynt það sjálf og vissi, að þannig var það. En var ekki þetta ,óeðlilega auðsótt leið til himinsins? Gat það komið til mála, að maður öðlaðist fyrirgefningu syndanna á þennan hátt? Mundi Guð fyrirgefa honum ^yndir hans, ef hann bæði hann þess? — Iiann varð nú mjög óstyrkur. Það var öðru máli að gegna um hann, en aðra, —- hann var svo miklu verri. Tíeyringurinn, sem hann hafði gefið Mögðu, kom enn upp í huga hans, og ljótu orðin, §em hann hafði haft við hana, og nú var honum það ljóst, að þetta voru argar syndir. Hann sannfærðist um það að lokum, að liann

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.