Ljósberinn


Ljósberinn - 16.12.1933, Blaðsíða 33

Ljósberinn - 16.12.1933, Blaðsíða 33
LJÖSBERINN 375 Píkur prjóna og spinna, prúðar fleira vinna, líka sauftium sinna, saman bandið þrinna. Drengir tvinna og tæja, tefla skák og hlæja, skíðum fannir fægja, flatir detta og æja. Börn hjá ömmu og afa una sér og skrafa, læra líka að stafa, leika sér og kafa. Vorið veitir yndi, vaxa blóm á strindi, fyrir vestanvindi viknar fönn á tindi. Hjarn við þeyinn þánar, [jakið Dvalins blánar, ís á elfum hlánar, æði stillist Ránar. Hópur barna á bala byrja leiki, og tala um lömb sem ærnar ala; unglingar þeim smala. Sjómenn röskir róa, reyna krafta nóga, fram á miði í flóa fiskunum þeir lóga. Höldar húsin laga, hefla tré og saga. Fjarst á heiðahaga með hjarðir sínar kjaga. Heyjum fylt er hlaða, hirt var áður taða, gerði marga glaða, gekk það alt með hraða. Fé af fjalli er rekið, frá til eyðslu tekið, korni úr kaupstað ekið, komið til brenslu sprekið. Pessi þula er búin, að þagnar inni snúin, ljóðafuglinn flúinn, fjaðraskrauti rúinn. Lg svo um vil mæla, ekkert þar um stæla, hvort því ber að hæla; það heiti Barnagœla» List er svo að lifa að lýðum sé til þrifa, steini úr brautu bifa, brattar leiðir klifa. Helzt skal hefja markið hátt yfir daglegt slarkið, Mammons þys og þjarkið þrætur. ys og harkið. Rósemd skulum reyna, að rækta göfgi beina, elur hugsjón hreina, helztu lækning meina. Allar Islands vættir efli frið og sættir, svo að helg'ir hættir haldist gegnum ættir. Að 1 jóðagjaldi koss ég kýs hjá k erri ættlandsmeyju Allra kvenna eflist prís út um Garðars eyju. Hljóðna sog í sundum, syngur fugl í lundum, döggvuð g'rös á grundum glóa á morgunstundum. Vel er birgt upp búið, bezt sem vann að hjúið, eftir langdag lúið á leið til hvíldar snúið. *...Q.•”••••0....... *•••••••* Sól í suðri hækkar, svölum stundum fækkar, vetrarvaldið lækkar, vonargleðin stækkar. Fyrðar fægja ljáinn, fella þroskuð stráin, slegin bíður bláin, burt sé rökuð ljáin.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.