Ljósberinn


Ljósberinn - 16.12.1933, Blaðsíða 17

Ljósberinn - 16.12.1933, Blaðsíða 17
LJÓSBERINN 359 Jólagjöf Dodda. Ég bregd mér á ferd rneð bílinn minn; hann Binni mér á hann kendi; margnn daginn út og inn á honum mér ég rendi. Pegar vetur uti er meb ís og snjóa sina jafnan hefi ég meb mér jólagjöfina mína. sá kraftur - - til að velta yfir sig stóra ölkerinu. I gegn um sponsgatið gat hann bæði fengið birtu og loft. Þarna lá hann nú um stund á grúfu, og í hálfgerðum svima, þangað til hann komst til fullr- ar meðvitundar um það, hve hann væri háskalega staddur. Hann heyrði nú úlf- ana hvæsa alt í kringum barmana á kerinu og' brátt tóku þeir að klóra og krafsa með hvössum klónum, svo að glamraði í ísmölinni. Krass! Krass! - - Hú! þarna sá hann löpp koma inn fyrir barminn og þarna trýni, og klær enn að nýju. I ofboði þreif hann þá hníf- inn sinn að nýju og brá honum og skar og hjó og sneið í snatri. Þá fyltist loftið af ógurlegu ýlfri, því að jafnskjótt, sem illdýri þessi fundu lyktina af heitu blóði, þá réðust þeir hver á annan, af því að önnur bráð var ekki fyrir hendi, með stjórnlausu æði. Þessi leikur hófst aftur og aftur að nýju — hann sneið af og hjó með hnífnum. En ógeðslegur var sá leikur. Aftur rifu þeir og slitu feldinn hver af öðrum með sínum hvössu víg- tönnum. Loksins barst sú fregn til kaupstað- arins, að ógurleg úlfaglíma heyrðist þar álengdar úti á ísnum. Menn hlupu þá af stað með hvað eina, sem þeir gátu fundið til að hafa að vopni: axir og broddstafi. En sá valur, þegar að var komið! Tveir úlfar dauðir og blóðferillinn um allan ís eftir hina, sem flýðu náttúrlega, þegar þeir heyrðu menn nálgast. En hvar var hann, sem dregið hafði sleðann? »Lyftið upp bruggunarkerinu!« Þarna lá þá Karl litli Gústaf meðvitundarlaus með stirða hönd um skaftið á blóðuga hnífnum! Þrjár lappir af úlfum, hár- tuttlur og blóð voru ljós vottur um, hvað hann hafði gert. Honum var lyft upp varlega á sterka arma; en unga fólkið, sem. var með í för- inni gat ekki á sér setið að hrópa húrra svo undir tók í ásunum og herti á úlfa- hyskinu á flóttanum. Gústaf lauk upp augunum forviða. Og bjart var brosið á fölvu vörunum hans þegar hann mælti í hálfum hljóðum. »Guði sé lof! Það eru menn að hrópa. Eg hélt ég væri enn á meðal úlfanna!« Hann fékk hina beztu hjúkrun hjá kaupmanninum. Kerin voru seld með yfirverði, og daginn eftir hélt hann heim með fríðu fylgdarliði. Alt, sem hann hafði keypt til jólanna, og þar á meðal

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.