Ljósberinn


Ljósberinn - 16.12.1933, Page 38

Ljósberinn - 16.12.1933, Page 38
380 LJÖSBERINN hreinu barnsaugunum og innilegu barns- röddinni, sem sagði: Fer þú í sendiferð- ir fyrir Jesúm? Mamma bað um svolítið af mat - og' svo grét hún svo mikið líka.« Uss, var ómögulegt að finna neinn frið fyrir þessu? Og svo rann aðfangadagurinn upp. Ræðismaðurinn reyndi að borða morg- unverð, en honum fanst hann ekki eins gómsætur og vanalega. Þá hringdi hann ofsalega á Kristjönu. »Þekkið þér nokkuð ekkjuna, sem býr þarna í bakhúsinu, Kristjana?« »Öjá, veslinginn. Hún á í basli. Hún reynir að hafa ofan af fyrir sér og börn- unum með saumum; en hún hefir verið svo oft veik í vetur og hún —.« »Hafið mig afsakaðan, Kristjana, þetta kemur mér þó varla við alt sam- an?« tók ræðismaðurinn hryssingslega fram í fyrir henni. Hum! — hum! hvað var það sem ég ætlaði að segja —« hann ræskti sig út úr hálfgerðum vandræð- um »— heyrið, Kristjana, sendið þeim þá eitthvað af mat — en sjáið um, að það sé nóg — gætið þess —, og það væri ef til vill rétt að senda þeim ofurlítið annað sem þau vanhagar um,- Og svo er bezt að biðja hann Jóhann um að fara með eitt viðarhlass þangað líka. Hum — Hum! svo vildi ég yður ekki annað. Annars fæ ég hvorki frið né ró,« bætti hann við með sjálfum sér. Svo kom aðfangadagskvöldið. Lund ræðismaður sat einmana í stofu sinni; en þó merkilegt væri, þá hafði hann gleðitilfinningu, sem hann hafði ekki fundið til í mörg ár og honum varð það, hvað eftir annað á, að gægjast út um gluggann, til þess að líta eftir ljósinu hjá fátæku ekkjunni. En það, sem þó var enn einkennilegra, var, að Biblían hans, sem ekki hafði verið handleikin árum saman, lá á borðinu hjá honum. Hann lauk henni ósjálfrátt upp og urðu þá fyrir honum þessi orð: »Það, sem þér hafið gert einum af þessum mínum minstu bræðrum, það hafið þér gert mér.« En hvað það var þó einkennilegt! Þá leit nærri því svo út eins og eitthvert samhengi og tilgangur væri í öllu þessu. Hann mátti til að lesa dálítið meira um þetta efnn En í bakhúsinu ríkti fögnuður og gleði í hjörtum litlu barnanna yfir litlu jóla- tré, sem hin hugvitsama Kristjana hafði útbúið fyrir þau. En mamma þeirra sat með spentar greipar í þögulli undrun yfir gæzku Guðs við hana og litlu börn- in hennar, og yfir því, að hann skyldi hafa getað notað hinn drambláta Lund ræðismann, sem kunnur var að séxdyndi og nízku, fyrir boðbera sinn. Þá gæti hann notað flesta í sína þjónustu. Kirkjuklukkurnar hljómuðu. Skýin voru horfin og stjörnurnar tindruðu. Úr öllum áttum, barst gleðiboðskapur jól- anna: »Yður er í dag frelsari fæddur. Dýrð sé Guði í upphæðum, friður á jörðu með þeim mönnum, er hann hefir velþóknun á.« Sj- þýddi. > Jólakvöld Árna. Það var aðfangadagskvöld. Það var farið að hi’ingja jólaklukkunum; ómaði klukknahljómurinn út yfir allan bæinn og hjörtun fóru að berjast í brjósti af löngun, bæði hjástórum og smáum. Fátt var af fólki á götunum og þeir, sem úti voru, flýttu sér heim, sem mest þeir máttu; því að heima biðu þeirra tendr- uð ljós á jólatrjám og glöð andlit. Allir voru heima hjá Bergs og jóla- tréð stóð skreytt og tendrað í stofunni og eftirvæntingin var mikil. Börnin voru

x

Ljósberinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.