Ljósberinn


Ljósberinn - 16.12.1933, Blaðsíða 43

Ljósberinn - 16.12.1933, Blaðsíða 43
LJÖSBERINN 385 drengnum uppi á loftinu; en ég mátti ieng'i bíða eftir svefninum. Það' var nú alt annað en að vera heima. Mér datt þá í hug það, sem ég hafði heyrt mömmu segja. Þegar alstaðar er í eynt, er heima bezt. Daginn eftir fór gamli karlinn með mér út um alla Stóruhlíðina og sýndi mér beitilönd, landamerki og göt- ur. Nú hófst smalamenskan, þetta sífelda þramm í kringum fé bónda; það voru langir og daprir dagar fyrir Knút; að honum sótti hungur og kuldi í einver- unni og um fram alt hehnþrá. Svona voru kjör smaladrengsins. Ó, hve miklu sælla var að vera heima. En ekki vildi hann gefast upp. Haustið leið og veturinn gekk í garð. Á jólunum átti ég að fá að vera heima. Ég taldi vikur og daga. Stóruhlíðar-öldungurinn efndi orð sín. Hann færði Knúti kaupið á Þorláks- messukvöld. Það var ný treyja, buxur og skór, og ennfremur það, sem var jafn kærkomið. Daginn eftir, aðfanga- daginn, átti ég að fá að fara heim og eiga frí til fjórða í jólum. Kvöldið fyrir stóð skreppan altilbúin hjá rúminu mínu, troðfull af nýju fötunum, og ferðahugurinn brann í mér. Heiðin gat verið ill yfirferðar á vetrardegi og nú hafði enginn tíma til að fylgja mér yfir heiðina; en ég hugsaði, að ég myndi hafa það af, ef veðrið héldist bjart og stilt. Þegar ég gægðist út morguninn eftir, þá var kargadrífa. Ó, það var svo dimt og dapurt úti! Hvers vegna kom nú þetta veður einmitt á þessum degi? Vonbrigðin urðu nærri óyfirstíganleg, þegar gamli maðurinn sagði, að enginn hefði sig yfir heiðina í slíku veðri. Vinnupilturinn, sem átti heima á fjalla- bæ gegnt heiðinni, hafði líka fengið heimfararleyfi. Sjálfur gat gamli mað- urinn ekki fylgt Knúti. Og þar að auki gat heiðin verið fullill yfirferðar fyrir fullorðna menn á vetrardegi; ég varð því að kúra þar, sem ég kominn var og glápa út í veðrið. Ég laumaðist út í eldiviðarbyrgið og stóð þar og hékk niður svo ósköp lítilmótlegur og dapur í bragði. »Eg kem heim á jólunum, mamma.« Þessu hafði ég lofað, þetta hafði verið minn dagdraumur og mín von svo marga þungbæra daga og langar, svefn- litlar nætur. Og svo — nei, mér fanst ég mundi ekki geta afborið það. Og svo leið hver stundin af annari. Óttalega voru þær langar. Altaf hlóð niður úr grásvörtum skýjabólstrinum. En um hádegisbilið rofaði til og þá birti líka yfir mér. Loks varð sjálfur öldungurinn að fara út og gá til veð- urs. Eg leit á hann með spyrjandi augnaráði. Hann leit at’tur upp, klór- aði sér í skegginu, flutti tóbakstöluna til í munni sér, spýtti mórauðu og sagði: »Værir það ekki þú, Knútur, þá mundi ég aftaka það með öllu, en útlitið er nú ekki verra en það, að ég held að þú hafir það af. Og ætlirðu að fara, þá skaltu fara sem fyrst. En þú verður að fara inn fyrst og fá þér matarbita og —.« Eg heyrði ekki meira. Ég var í einu vetfanginu hlaupinn inn. Og eftir fimm mínútur kom ég út aftur með skreppuna mína á bakinu. Stóð þá öldungurinn fyrir dyrum úti með lítil skíði í höndum og afhenti mér. »Hafðu þessi skíði með þér; það get- ur orðið þungt fyrir fæti hið efra. Þú ratar víst. Heilsaðu heim!« Síðan rétti hann mér höndina og sagði: »Gleðileg jól og velkominn hingað aftur!« »Ég þakka og óska þér hins sama.« Að svo mæltu hljóp ég af stað, léttur og glaður, eins og fuglinn fljúgandi. En brátt fór að þyngjast fyrir fæti. Snjór- inn dýpkaði miklu meira til fjalla en við héldum. Ég fór þá á skíðin, en það

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.