Ljósberinn


Ljósberinn - 16.12.1933, Blaðsíða 30

Ljósberinn - 16.12.1933, Blaðsíða 30
372 LJÖSBERINN »Hefir þú meitt þig?« »Ég er viltur,« svaraði Magnús. »Nú, það ert þú, Magnús! Vertu kyr, þar sem þú ert, þá finn ég þig.« Það leið ekki á löngu, þar til Magnús gat grilt lifandi skugga rétt hjá sér, og Jón vefari greip í handlegg hans og dró hann með sér. »Það var heppni, a ðég skyldi standa úti við húsgaflinn, einmitt á þessu augnabliki,« sagði Jón. »Það er bezt að þú komir inn og hitir þér svolítið.« Magnús fylgdist með þegjandi. Hann var svo örmagna, að hann riðaði á fót- unum, og þegar hann kom inn í stof- una, hneig hann niður á bekkinn, án þess að heilsa — enda sá hann ekkert, er hann kom í ljósið utan úr myrkrinu. Kona Jóns stóð upp frá rokknum og setti upp ketilinn. »Þetta hefir sannarlega verið erfið för hjá þér — Guði sé lof, að það fór ekki ver. Nú færðu bráðlega kaffisopa til að hressa þig á.« Magnús vaknaði sem af draumi, er hann heyrði rödd hennar, og það fyrsta sem hann sá, voru tvö barnsandlit — þau þekti hann. Og samstundis mintist hann orðanna, sem hann hafði heyrt fyr um daginn, er hann var að fara upp úr bygðinni. »Eg get vel bjargað mér heim,« taut- aði hann og reyndi að rísa á fætur. »Ekkert mas um þetta,« sagði Jón vefari, »vertu nú rólegur, meðan þú ert að jafna þig. »Það er við svona tæki- færi, sem við eigum að njóta aðstoðar hver annars, og ég veit, að við erum í þakkarskyni við þann stað.« Magnúsi fanst hulinn broddur vera í orðum Jóns vefara. Heiðurinn var hinna látnu — smánin hans. Já, á þessu augna- bliki óskaði hann, að alt væri eins og áður. Hér sat hann og gat varla litið upp á fólkið, vegna þess, að hann hafði rofið traust þess á Lindarbæjarheimil- Konan bar kaffi og hveitikökur á borðið, og rak hann til þess að drekka. Bros hennar var svo blítt og hjartan- legt, að Magnús fann aftur sviða smán- artilfinningarinnar, sem hann gat varla lengur leynt, svo honum lá við að ýta bollanum frá sér, en hann gerði það þó ekki. »Þér er þessa vel unt, Magnús.« Magnús drakk kaffið, án þess að mæla orð. Hann hrestist svo, að hann fékk þrótt til þess að halda áfram. Hann stóð á fætur að svo búnu. Jón vefari vildi fylgja honum, en Magnús færðist undan því. Hann var þess fullviss, að nú gæti hann komist ferða sinna. Svo bauð hann góða nótt og »gleðilega hátíð«. Magnús flýtti sér svo mikið út, að hann var nær horfinn út í myrkrið, þeg- ar Jón komst fram í dyrnar. »Hann er víst einfær,« tautaði Jón og lét dyrnar standa opnar um stund, svo að ljósið lýsti út á veginn. Þegar Magnús kom heim, hafði hann hrist af sér alt þetta, sem dróg hann niður, og nú fann hann ekki til neins ótta við að mæta augnaráði móður sinn- ar. Því það sem ógert var í dag, mátti bæta upp á morgun. Jólasendingarnar frá Lindarbæ gátu enn þá komið í hreysi fátæklinganna, áður en hátíðin byrjaði. .Já, þannig skvldi það verða! Honum létti fyrir hjarta, er hann hugs- aði um það, að hægt væri að koma öllu í hið gamla horf. Hann fann nú glögt, hvað mikla þýðingu gamli siðurinn hafði fyrir jólin heima á Lindarbæ. Það hafði svo lengi- verið tvinnað saman, að það varð ekki aðskilið, án þess að skaða Lindarbæjarheimilið sjálft. Móðir hans og Katrín. sátu inni í stof- unni. Elín stóð upp, er Magnús kom inn í dyrnar. Hún ætlaði að segja eitthvað strax, en þagði undrandi, er hún sá svipinn á andliti sonar síns.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.