Ljósberinn


Ljósberinn - 16.12.1933, Blaðsíða 35

Ljósberinn - 16.12.1933, Blaðsíða 35
LJÖSBERINN 377 ur til þess að minna Jesú enn einu sinni á, hve mikla þörf hann hefði fyrir þessa skó, og nú lægi svo mikið á þessu, því aðfangadagur jóla væri á morgun. En því miður var hjarta móður hans ekki rólegt og örugt; það lá nærri að trú hennar og von brysti, því hvaðan ••••••••••• áttu þessir skór svo að koma? Og henni óaði við tilhugsuninni um það, ef trú og traust litla drengsins hennar yrði til skammar. En þá var eins og' hvíslað væri að henni: »Hann sem ekki þyrmdi sín- um eigin syni, heldur gaf hann í dauð- ann fyrir oss, hví skyldi hann þá ekki gefa oss alt með honum?« »Þarna stendur cdt, og hún hafði efast um að hinn himneski faðir gæti gefið litla drengnum hennar eina einustu skó. — Nei, það var ekkert að óttast um það. Hann mundi gefa Karli skóna og ef til vill treyju líka. Hver veit nema hann gæfi Tullu litlu kjól og ofurlitla mat- björg líka. Alt — yðar himneski faðir veit að þér þurfið alls þessa við. Hún spenti greipar í gleði sinni og þakkaði Guði, -— þakkaði honum fyrir jólin og fagnaðarboðskap þeirra um gjöfina mestu af öllum g'jöfum. Þá var barið að dyrum og inn kom Kristjana, eldhússtúlkan hjá Lund ræð- ismanni. Hún átti að spyrja frá ræðis- manninum, hvort Karl litli mundi ekki geta notað skó, sem hún kom með. Ræð- ismaðurinn hafði hlotið þá í jólahapp- drætti verzlunarmannafélagsins, en hafði þeirra engin not sjálfur. »Ö, ertu að koma með skóna mína? Eg hefi alt af verið að vonast eftir þeim.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.