Tímarit iðnaðarmanna - 01.09.1928, Qupperneq 16
T í M A R I T
IÐNAÐARMANNA
ok höfðu úti hitueldinn, því at þau vildu eigi gera
reyk at mönnum: ok vóru þvi dyr allar opnar, er
þau fóru jafnan út eða inn«.0
Ölhitan mun á söguöldinni hafa verið þannig,
að vatnið í katli þeim, sem hita átti í maltið,
var hitað upp með glóandi grjóti, uns það komst
á hæfilegt hitastig, til þess að ná sykrinum sem
best úr maltinu. Það mætti lei<)a mörg rök að því,
að hitunin hefir verið þannig, því að hjá ölhitu-
húsum í Noregi t. d. og í rústum hjá fornum stór-
býlum hafa fundist allmiklir kestir af smásprungnu
grjóti, sem vitanlega hefir sprungið, þegar það var
látið glóandi heitt í kaldan löginn. Hjer á landi
hefir líka fundist slíkt grjót, enda hefir gamalt
fólk, bæði af Austurlandi og úr Skáftafelissýslu,
sagt höf., að mjólk og annað hafi verið hitað all-
víða á þenna hátt, lengi fram eftir þeirra æfi. Það
er óþarft að færa hjer sönnur á það, að vatn til
ölhitu var jafnan hitað í kötlum. Katlarnir voru
fyrst framan af úr tálgugrjóti, eins og meðal annars
er skýrt frá í Fritzners orðabók. Katlarnir voru
nefndir eftir efninu, grýtur; síðar voru notaðir
katlar úr járni og eir. Hjer má líka geta þess til
gamans, að ölkatla þurfti í goðaheimum; t. d. not-
aði Ægir í hinni miklu veislu, er hann bauð goð-
unum til sín, ölketil þann, sem Þór náði frá tröll-
konunni. Hitun á kötlunum breyttist, þegar fram
á leið, einkum þegar hætt var að nota grýturnar,
því að þá komu hin svonefndu eldvirki, sem meðal
annars eru nefnd í Grettlu. Virkin hafa í fyrstu
sjálfsagt verið þrífætt upphald, sem sumir kölluðu
ketilkrók,2) en ketilskerðing kom síðar fram á
sjónarsviðið; hún var hentugri, því að þá mátti
færa nær og fjær eldinum, en vitanlega var gerður
eldur undir kötlunum, eftir að menn færðu sjer
virkin í nyt. Svo að vikið sje aftur að ölhitunni,
þá hefir maltið að sjálfsögðu verið látið í vatnið,
þegar það var nægilega heitt, og hrært svo í
maukinu, uns ugglaust þótti, að maltsykurinn væri
runninn; að svo búnu hefir vökvinn verið síaður
frá hrostanum og kældur hæfilega í gilkerinu. Það
sjest víða í fornritum vorum, að kveikjurnar voru
látnar undir í kerið, og að líkindum hefir þeim
verið roðið innanvert á botninn, svo að vel getur
verið, að eitthvað aukaker hafi verið notað til þess
að kæla maltvökvann, áður en hann var látinn í
gilkerið, þar sem gangur átti að koma í ölið. Eftir
þessu að dæma lítur út fyrir, að íslendingar hafi
að minsta kosti ekki alment notað hinn svonefnda
1) Sfurlunga III, bls. 220—221; II, bls. 70, 186. Fjöru-
tiu Islendingaþættir. Rvík. 1904, bls. 525.
2) Svipað því sem fundist hefir í víkingaskipunum norsku.
kveikjustokk, sem frændþjóðir vorar notuðu, en
all-líklegt er nú samt, að svipuð gergeymsla hafi
átt sjer stað í Noregi. Alt fram að Sturlungaöld
verður ekki sjeð, að hjer hafi verið notaður hum-
all við ölhitu, og þessvegna gepmdist ekki mun-
gátið, því að mjólkursúrgerð kom í það eftir
nokkra daga, og svo hefir smám saman edikssýru-
gerðin tekið við og dregið úr vínandanum. Loks
hefir alt fúlnað, og orðið ódrekkandi. Humallinn
hefir sem sje ekki þann kost einan, að gera ölið
hressandi, heldur ver hann það talsvert skemdum.
í byrjun Sturlungaaldar virðist höf. margt benda
til þess, að þá hafi nokkuð alment verið farið að
nota vallhumal, til þess að ná væmubragði af ölinu,
og Islendingar voru ekki einir um þessa vallhum-
alsnotkun, heldur fóru allar nágrannaþjóðir eins
að. Þjóðverjar spöruðu ekki humalinn; það sjest
á ýmsum gögnum, sem höf. hefir rekið sig á þar
í landi; þeir komust líka fljótt upp á lagið að
rækta ágætis humalsafbrigði, enda náði þýska ölið
snemma fótfestu meðal nágrannaþjóðanna. Eins og
áður hefir verið skýrt frá, heittu Islendingar mikið
mungát, bæði á söguöldinni og síðar; það sjest á
Islendingasögum, að menn höfðu sjerstaka ölhitu-
menn, enda var ölhitan áríðandi liður í veisluhöld-
unum, því að veislurnar fóru oft eftir því, hvernig
mungátið reyndist. Olgerðin brást stundum, bæði
hjer og hjá frændþjóðinni í Noregi. Um veislu
þeirra Sigurðar Jórsalafara og Eysteins er komist
svo að orði: »Mungát var ekki gott ok voru menn
hljóðir®.1) Nærri má geta, að kveikjurnar hafa
ekki dugað hjá ölhitumanni; mungátið hefir því
að líkindum verið ógerjaður, áfengislaus maltvökvi.
Engin andleg umskifti urðu hjá veislugestum, og
því hefir ekki losnað um glaðværðina. Helst lítur
út fyrir, að einstöku menn hafi gert sjer ölhitu að
atvinnugrein, síðla á söguöldinni, eða í byrjun
Sturlungaaldar. Þórhallur bóndi, sem nefndur var
ölkofri, hefir að líkindum verið einn af þeim, því
að um hann er sagt: »Hann hafði þá iðju að gera
öl á þingum, til fjár sér. En af þeirri iðn varð
hann brátt málkunnigr öllu stórmenni, því at þeir
keyptu mest mungát*. Eflaust hefir þetta verið
hálfgerð pukursala, eftir þeim lagaákvæðum að
dæma, sem sett voru um ölsölu á alþingi, nema
þessi sala hafi farið fram á öðrum þingum. Það
er kunnara en frá þurfi að segja, að Sturlunga
skýrir frá því, að höfðingjar, sem nokkuð ljetu til
sín taka, höfðu með sjer sjerstaka ölhitumenn til
þingsins. Mungát heimafyrir munu konur oftast nær
1) Fornmannasögur VII, bls. 119.
[ 46 j