Tímarit iðnaðarmanna - 01.09.1928, Side 22
w
7. mynd. Gerámur.
lofti. Olinu er svo rent niður í gerkjallarana, í miklar
eikarámur (sjá 7. m.), sem notaðar eru við gerðina.
Erlendis hafa menn komist að raun um, að ó-
hentugt sje að nota eikarílát, sökum dálítillar ger-
smitunar, enda þótt það hafi verið gert öld eftir
öld. Síðastliðið sumar rjeðist Tómas Tómasson í
þann kostnað að koma sjer upp aluminium-hylkj-
um (sjá 5. m.), sem nægðu að mestu leyti fyrir
Pilsnergerðina, svo að það verður ekki með góðri
samvisku sagt, að hann sje á eftir tímanum.
Fimta deild ölgerðarhússins er ísvjelastofan (sjá 8.
m.); frá henni liggja kuldablönduæðar um gerkjallara
ölgerðarinnar, því að ölið verður jafnan að gera svo
og svo lengi á sama hitastigi. Sje út af þessu
breytt, getur gerið úrkynjast og breytt bragði ölsins.
Sjötta deild ölgerðarinnar, er aftöppun Pilsner-
ölsins. Að henni er nær eingöngu unnið með vjel-
um, enda má ekkert út af bregða, svo að hvorki
tapist kolsýra, nje ölið óhreinkist á neinn hátt.
Pilsnerinn rennur í hreinum æðum úr gerámunum í
gegnum síur inn í aftöppunarvjelarnar (sjá 9. m.);
því er þannig fyrir komið, að flokkur af loftþjettum
flöskum er kominn í aftöppunarvjelina, áður en ölið
rennur í þær. Maltölsaftöppuninni er hagað á svip-
8. mynd. ísvjelarstofan.
aðan hátt, en samt dálítið öðruvísi fyrir þá sök,
að ölvökvinn er mjög þykkur.
Sjöunda deild ölgerðarinnar er Pasteurs-hitun á
ölinu (sjá 10. m.). Þegar búið er að Ioka flöskun-
um í aftöppunarvjelinni, eru þær látnar í hitunar-
vjelarnar. Þær eru mjög umfangsmiklar, og vinnu-
lagi þeirra vel fyrir komið. Hitunarvjelarnar velgja
aðeins ölið fyrst í stað, en svo smáeykst hitinn í
því, án þess að nokkuð sje við vjelarnar átt, þang-
að til hituninni er lokið. Pasteurs-hitunarvjelarnar
í ölgerðinni >Egill Skallgrímsson* eru af nýtísku
gerð, enda þykir það borga sig, þótt þær sjeu dýr-
ari en hinar eldri.
Þegar flöskurnar eru teknar upp úr hitunartækj-
um þessum, eru límdir á þær miðar og settir á
miðana mánaðardagar eða númer, til þess að vita
jafnan um aldur ölsins (sjá 12. m.).
Áttunda deildin er gerhreinræktunarstofa, og er
hún nauðsynleg, því jafnan er skift um ger öðru-
hvoru, ekki síst fyrir þá sök, að það er hálfkvalið
í svo áfengislitlu öli, sem hjer er leyft að gera.
Gerhreinræktunaráhöldin eru gerð eftir fyrirsögn
hins kunna vísindamanns E. Chr. Hansens.
Ölgeymsludeildin, sem er hin níunda í röðinni,
l 52 ]