Tímarit iðnaðarmanna - 01.09.1928, Blaðsíða 25
T í M A R I T
IÐNAÐARMANNA
Skýrsla Iðnskólans í Reykjavík
skólaáriö 1927-1928.
I. In Memoriam.
í vetur kom það fyrir í fyrsta sinn, síðan jeg
tók við forstöðu Iðnskólans, að hann yrði fyrir
þeirri óhamingju og sorg, að dauðinn kallaði burt
nokkurn af kennurum hans eða nemendum, á
meðan á starfstíma skólans stóð. Og nú var það
líka svo um munaði, því nú fjellu í valinn einn af
kennurum skólans á miðjum vetri og tveir nem-
endur í lok skólatímans. Og allir fyrir sömu sigð-
inni, »hvíta dauðanum*.
1. Jóhannes Kjartansson, verkfræðingur,
var fæddur að Hvammi í Dölum 8. des. árið
1900. Hann var sonur hjónanna Kjartans prófasts
Helgasonar í Hruna og Sigríðar Jóhannesdóttur.
Gagnfræðaprófi lauk hann í Reykjavík, utan skóla,
vorið 1919, og hlaut þá hæsta einkunn allra utan-
skólamanna. Áður hafði hann stundað nám við
Flensborgarskólann í tvo vetur. Hann lauk stú-
dentsprófi vorið 1922, með 1. einkunn, og verk-
fræðaprófi við »Tekniska Höjskolen* í Niðarósi
vorið 1926. Að því loknu kom hann út hingað og
starfaði hjer að kenslu á vetrum, en var heima
hjá foreldrum sínum á sumrin.
Við Iðnskólann kendi hann veturinn 1926—1927,
og fram til hátíða í vetur sem leið.
Jóhannes sálugi var glæsilegur maður í sjón og
reynd. Hann var hár vexti og svaraði sjer vel,
og andlitið gáfulegt og frítt. Við ókunnuga var
hann fáskiftinn, en glaður og reifur með góðum
vinum. Hann var frjálslyndur í skoðunum, án þess
þó að hylla slæpingsskap og ómensku. Við kenslu-
störfin var hann lipur og óvenjulega ástsæll af
nemendum sínum, — og þó var sem hann þráði
jafnan að komast frá kenslunni og að verkfræði-
legum störfum.
Jeg átti því láni að fagna, að kynnast Jóhannesi
sáluga bæði sem kennari hans og samverkamaður,
og mun ávalt minnast hans með eftirsjá, sem
glæsilegs fjelaga og ágætis drengs.
2. Ragnar l/algeir Sigurðsson, málunarnemi,
var fæddur 30. nóv. 1910 í Reykjavk og ljest
30. mars síðastliðinn. Faðir hans, Sigurður Guð*
mundsson, er einnig dáinn, en móðir hans, Sig •
ríður Einarsdóttir, býr í Bergstaðastræti 12, og
ólst Ragnar sál. upp hjá henni. Síðastliðið ár
byrjaði hann að læra húsamálun hjá móðurbróður
sínum, Einari Gíslasyni málarameistara, og byrjaði
jafnframt nám í Iðnskólanum síðastliðið haust.
Hann var vinsæll og efnilegur piltur, sem aðstand-
endur hans og kunningjar höfðu gert sjer miklar
vonir um.
3. Reginbaldur Guðmundsson, raflagnanemi,
var fæddur 21. okt. 1909, í Hellukoti á Vatns-
leysuströnd og ólst þar upp hjá foreldrum sínum,
Guðrúnu sál. Helgadóttur og GuðmUndi bónda
Olafssyni. I fyrra byrjaði hann að læra raflagnir
hjá Júlíusi Björnssyni rafvirkja og kom í Iðnskól-
ann síðasfliðið haust, en ljest skömmu eftir skóla-
uppsögn, 15. maí síðastliðinn. Hann var stiltur og
vandaður piltur, og stundaði nám sitt af stakri
kostgæfni.
II. Nemendur skólans.
í skólann voru innritaðir alls 192 nemendur, en
af þeim voru 10, sem annaðhvort veiktust eða
hættu við að koma af öðrum ástæðum. Af þeim
182, sem stunduðu nám í skólanum, voru 3, er
útskrifast höfðu áður og stunduðu nú framhalds-
nám, og 7 voru að eins hálfan veturinn. Flestir
voru trje- og húsasmíðanemar, eða 50 alls, járn-
smíðanemar 46, húsgagnasmíðanemar 22, múr-
smíðanemar 20, málun lærðu 8, prentun 7, raf-
virkjun 7, bökun 5, skipasmíði 4, blikksmíði 3, úr-
smíði 3, klæðskurð 2, bókband 2, járnsteypu 1,
rörlagnir 1 og rafvjelavirkjun 1.
Milli bekkjanna skiftust nemendurnir þannig, að
13 sátu í 4. bekk, 48 í 3. bekk, 47 í 2. bekk og
74 í 1. bekk. 1. bekkur var þrískiftur, en 2. og 3.
tvískiftir. Undirbúningsdeild var engin í þetta sinn.
III. Kennarar skólans.
Tímakennarar voru þessir:
Guðmundur Jónsson kennari, kendi teikningu í
1 55 ]