Tímarit iðnaðarmanna - 01.01.1975, Síða 10

Tímarit iðnaðarmanna - 01.01.1975, Síða 10
Núverandi iðnaðarráðherra hefur sýnt mikinn skilning á þessum sjónarmiðum Landssambandsins með því að ganga svo skelegglega fram í því að fá iðnaðarmálagjaldið lögfest á Alþingi. Mér er raun- ar ljúft og skylt að segja frá því hér, að ég er bjart- sýnni en oft áður á að álit samtakanna njóti skiln- ings þar sem mikil breyting hefur orðið á viðhorf- um iðnaðarráðuneytisins gagnvart Landssambandi iðnaðarmanna. Það lýsir víðsýni að vilja ráðfæra sig við sanrtök sem í áratugi liafa viljað gera sitt besta til að láta gott af sér leiða fyrir iðnaðinn. Á undanförnum árum hefur verið unnið að gerð iðnjrróunaráætlana hér á landi. Þegar mikill frum- skógur skýrslna hafði safnast sarnan var skipuð sér- stök nefnd, Iðnþróunarnefnd, til að fjalla um og samræma þau álit sem fyrir lágu unr leiðir til að efla iðnjrróunina. Landssantbandið var á sínum tíma ekki ánasgt með skipan nefndarinnar vegna þess að enginn fulltrúi var þar skipaður frá löggiltum iðn- greinum. Þrátt fyrir þetta tel ég þó að starfsemi, af Jrví tagi sem Iðnþróunarnefnd var fengin, sé mjög mikilvæg fyrir iðnaðinn, en ætti fremur að vinna innan vébanda ráðuneytisins sjálfs. Nefndin virðist vera sömu skoðunar þar sem hún hefur ályktað, „að iðnaðarráðuneytið þurfi að taka virkt frumkvæði urn samhæfingu starfs allra þeirra stofnana og sam- taka sem að iðnaði lúta um mótun og framkvæmd iðnþróunarstefnu“. Þó að Landssambandið hafi ekki átt fulltrúa í nefndinni og þar af leiðandi ekki átt eins auðvelt með að koma sjónarmiðum sínum á framfæri við hana, hefur á síðasta ári tekist nokkur samvinna með því og nefndinni. Nefndin hefur skilað niður- stöðum sínum og er þar að finna ábendingar um ntörg atriði sem gætu orðið til eflingar því starfi sem samtök iðnaðarins berjast fyrir og m. a. verður fjallað um á þessu Iðnþingi. Ekki verður farið út í einstök atriði hér, en stjórn Landssambands iðnað- arntanna fagnar sérstaklega þeirri niðurstöðu, að jrjónustuiðnaðurinn þurfi að eflast í takt við vöru- framleiðslugreinarnar, svo og að um byggingariðn- að skuli vera Ijallað sem mikilvægan hlekk í iðnþró- uninni. Segja má að jrað sé nokkuð óvenjulegt að byggingariðnaður sé jsannig tengdur liugleiðingum um eflingu iðnaðar. Þetta bendir til þess að Lands- sambandi iðnaðarmanna hafi tekist að hafa nokkur áhrif á niðurstöður nefndarinnar, enda er Jretta fyllilega í samræmi við stefnu Jress eins og áður cr nefnt. Um Jressar mundir er unnið að endurskoðun á lögum um lánasjóði iðnaðarins. í samræmi við þá skoðun Landssambandsins að byggingariðnaður og þjónustuiðnaður séu nauðsynlegir hlekkir í iðn- þróuninni leggur Jtað mikla áherslu á að Jressar greinar sitji við sama borð og vöruframleiðslu- greinarnar að Jrví er varðar möguleika á fyrir- greiðslu úr sjóðunum. Því miður er þessu ekki svo farið í dag og er hætta á að ef ekki verður úr Jressu bætt, standist þessar greinar ekki Jtær kröfur sem annars væri hægt að gera til þeirra. Fræðslumálin hafa löngum skipað háan sess hjá Landssambandinu. Nefntl sú er skipuð var af fyrr- verandi menntamálaráðherra hefur nú leitað um- sagnar þeirra aðila atvinnulífsins, sem málið varðar og hagsmuna eiga að gæta, áður en hún sendir nið- urstöður sínar til menntamálaráðherra. Stjórn L.I. er efnislega sammála markmiðum til- lögunnar og fagnar vilja nefndarinnar til að gera verulegt átak til að lyfta verkmenntun á Jtað stig, að hún hljóti sama sess og önnur menntun í land- inu. Stjórnin telur ennfremur, að mörg efnisatriði tillögunnar séu í anda þeirrar stefnu, sem lðnjiing undanfarandi ára hafa mótað, og bendir sérstak- lega á skiptingu námsins í námsbrautir og Jrætti. Landssambandið hcfur lengi bent á nauðsyn Jress að tryggja atvinnulífinu áhrif á stjórn verk- íræðslunnar og námsskrárgerðar. Það er því fagn- aðarefni, að tillagan miðar að Jtessu. Ljóst er hins vegar, að þar sem gert er ráð fyrir að lögin verði allsveigjanleg, getur því orðið um nokkurn áherslu- mun að ræða í stýringu á þróuninni. Þess vegna skiptir verulegu máli, hvernig framkvæmdaráðið cr skipað. Þar sem hinar löggiUu iðngreinar eru sá grunnur, sem byggja verður á sýnist stjórninni nauð- synlegt, að þessar greinar hafi veruleg áhrif á hvern- ig fjármagninu verður dreift til námsbrautanna. Landssambandið hefur beitt sér fyrir endurbótum á iðnfræðslunni og liaft hana á stefnuskrá sinni allt frá Jrví að Jrað var stofnað árið 1932. Stjórnin telur }>ví, að það Jrurfi að tryggja Landssambandinu meiri áhrif á stjórninu verkfræðslunnar, en gert er ráð fyrir í tillögunni. Á haustþinginu 1974 var lögð fram tillaga til þingsályktunar um að fela ríkisstjórninni að láta endurskoða lögin um iðju og iðnað og leggja fram frumvarp til nýrra iðnaðarlaga fyrir næsta reglulegt Aljnngi. í greinargerð með Jtingsályktunartillögunni er teflt fram sem aðalröksemd, að lögin séu göntul og úrelt og að nokkrum sinnum hafi verið gerð til- raun til breytinga á þeim, en aldrei tekist. Endurskoðun á lögum um iðnfræðslu frá árinu 1966 stendur nú yfir. Ekki er ólíklegt að breyting Jressara laga muni hafa í för með sér Jrörf fyrir ákveðnar breytingar á lögum um iðju og iðnað. Meðal annars af Jtessum ástæðum telur Landssam- bandið ekki óeðlilegt, að hafin verði athugun á nefndum lögum, Jrar sem liafðar séu í liuga hugsan- legar breytingar á ákvæðum Jreirra. Ennfremur kunna að vera ákveðin atriði, sem breyta Jrarf vegna aldurs Jtessara laga. 10

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.