Tímarit iðnaðarmanna - 01.01.1975, Side 30
HELGI
HERMANN
EIRIKSSON
KlfEDJA
Þegar kvaddur er Helgi Hermann Ei-
ríksson skólastjóri og fyrsti forseti Lands-
sambands iðnaðarmanna, en hann lést
10. okt. 1974, þá leitar hugur til baka, til
upphafsins að stofnun ])eirra samtaka
sem hann svo lengi helgaði krafta sína.
Hann hafði þá um nokkurt skeið tek-
ið þátt í félagsmálum iðnaðarmanna í
Reykjavík og fyrir þeirra hönd- ttnnið að
ýmsum málum á sviði iðnaðarlöggjafar.
Þegar samtökin voru stofnuð 1932 var
hann sjálfkjörinn forystumaður og síðan
alla tíð, þar til hann sjálfur óskaði að
draga sig í hlé. Hann naut óskoraðs
trausts iðnaðarmanna, enda vel mennt-
aður, dugmikill baráttumaður og fylg-
inn sér.
Þrátt fyrir annasamt starf að fræðslu-
málum iðnaðarins, gaf hann sér tíma til
að sinna af miklum dugnaði stjórnar-
störfum fyrir L.i. svo og fjölmörgum
öðrum störfum, sem á hann hlóðust.
Baráttan var hörð í þá daga, bæði fyrir
lífskjörum og rétti iðnaðarmannsins til
að stunda þau störf er hann hafði lært til.
Helgi var maður baráttunnar, hann
fékk að berjast við skilningsleysi um
nauðsyn bættrar verkmenntunar í land-
inu, hann hopaði ekki þótt lítt miðaði,
hann vissi að mál vinnast ekki án bar-
áttu, og lagði þar drjúgt af mörkum.
Hann gladdist þó yfir samstöðu þeirra
er hann barðist fyrir og mörgum málurn
tókst að þoka í höfn.
Þegar Helgi á efri árum rifjaði upp
baráttu fyrri ára, minntist hann þeirra
manna er með honum unnu að félags-
málum L.i. með mikilli virðingu og
þökk, og ætla ég að það hafi verið gagn-
kvæmt frá þeirra hendi.
Landssamband iðnaðarmanna vill að
leiðarlokum þakka öll þau miklu og
óeigingjörnu störf, sem hann leysti af
hendi fyrir iðnaðarmenn. Með þeim
reisti hann sér traustan minnisvarða í
iðnsögu íslendinga.
30