Tímarit iðnaðarmanna - 01.01.1975, Side 16
36
IDNHNG
ISIBUINGA
36. Iðnþing íslendinga var haldið í Reykjavík
dagana 8. til 11. október 1975.
Sigurður Kristinsson forseti Landssambands iðn-
aðarmanna setti þingið að Hótel Sögu í Reykjavík.
Er þetta fyrsta Iðnþing, sem haldið er, frá jiví að
lögum Landssambandsins var breytt, þannig að Iðn-
þing er nú haldið annað hvert ár. Mikið fjölmenni
var við þingsetninguna, en meðal gesta var iðnaðar-
ráðherra, forsvarsmenn norrænu iðnsambandanna,
fulltrúar ýmissa innlendra stofnana og félaga auk
þingfulltrúa og maka þeirra.
í upphafi setningarræðu sinnar minntist forseti
fyrrverandi iðnþingsfulltrúa, sem látist höfðu frá því
að síðasta Iðnjjing var haldið, þeirra: Tómasar Vig-
fússonar, húsasmíðameistara, Jóns E. Agústssonar,
málarameistara, Helga Hermanns Eiríkssonar, vcrk-
fræðings og Guðjóns Scheving, málarameistara.
Þingfulltrúar risu úr sætum í virðingarskyni við
hina látnu iðnjúngsfulltrúa. Því næst ræddi forseti
Landssambandsins um ástand og horfur í efnahags-
málum þjóðarinnar, stöðu einstakra iðngreina og
iðnaðarins í heild. Ræða forseta er birt í heild hér
í Tímarili iðnaðarmanna.
Að setningarræðu forseta lokinni, ávarpaði iðn-
aðarráðherra Gunnar Tlioroddsen, Iðnþingið og
ræddi um ástand efnahagsmála, og áhrif verðbólgu
innanlands og utan á stöðu iðnaðarins. Ræða ráð-
herra er birt í heild í þessu blaði.
Er iðnaðarráðherra hafði lokið máli sínu, ávarp-
aði forseti sænska iðnsambandsins, Stig Stefanson,
optikermeistari, Júngið og flutti kveðjur frá Norð-
urlöndum. Sérstaklega bað hann fyrir kveðjur frá
SvíJ>jóð, en forseti og framkvæmdastjóri Landssam-
bands iðnaðarmanna höfðu Jrá fyrir skömmu verið
viðstaddir 70 ára afmæli Sænska iðnsambandsins.
Stig Stefanson lagði áherslu á mikilvægi Jjátttöku
allra Norðurlandanna í samvinnu norrænu iðnsam-
bandanna og taldi að sú samvinna hefði á margan
hátt sannað ágæti sitt, enda væru vandamál sam-
bandanna þau sömu eða svipuð í öllum löndunum.
Með samvinnu gætu menn lært hver af öðrum og
kynnst nýjum sjónarmiðum.
Að lokum óskaði Stig Stefanson Landssambandi
iðnaðarmanna alls hins besta og þingfulltrúum
heilla í starfi.
Þessu næst greindi Kristinn Kristinsson húsa-
smíðameistari frá dagskrá þeirri, sem samin hafði
verið fyrir maka þingfulltrúa, en að clagskrá þeirri
stóðu meistarafélögin í byggingariðnaði, Kynning-
arklúbburinn Björk og Klúbbur eiginkvenna mál-
arameistara. Síðan bauð forseti Landssambandsins
þingfulltrúum og gestum til kaffidrykkju í hliðarsal
á Hótel Sögu, en á meðan fór kjörbréfanefnd yfir
kjörbréf þingfulltrúa. í kjörbréfanefnd áttu sæii:
Sæmundur Sigurðsson, Reykjavík.
Hanna Kristín Guðmundsdóttir, Reykjavík.
Sverrir Elallgrímsson, Garðahreppi.
Jón B. Kristinsson, Keflavík.
Sigríður Bjarnadóttir, Reykjavík.
16