Tímarit iðnaðarmanna - 01.01.1975, Síða 35

Tímarit iðnaðarmanna - 01.01.1975, Síða 35
gölluð. í öðru lagi fer ekki hjá því, að skýrslusöfn- unin tefjist, þegar fyrst verður að sinna skattamál- uniun. í þriðja lagi táknar þetta, að vinnuaflsskýrsla verður aðeins árleg skýrsla, sem niðurstaða fæst ekki um fyrr en 12—18 mánuðum eftir að viðkomandi ár er liðið. Vinnuaflsskýrslna er líka aflað í flestum löndum með beinum upplýsingum fyrirtækja til hagstofu og fer skýrslugerð fram ársfjórðungslega, j)ótt fyrir konii í vissum tilfellum, að talning sé framkvæmd mánaðarlega. V örusöluskýrslur Vörusöluskýrslur sýna að jafnaði heildarsölu iðn- aðarins á eigin framleiðslu, þ. e. sölu á heimamark- aði og til útflutnings. Sala er venjulega gerð upp bæði að magni og verðmæli. Sala eigin framleiðslu er í Danmörku skráð skv. um það bil 4.500 vöruheitum. Vörusöluskýrslum er safnað ársfjórðungslega og ná auk siilu á eigin varn- ingi til launavinnu, sem unnin er í annarra þágu, viðgerða- og undirbúningsstarfa, sem unnin eru fyr- ir aðra, sölu á verslunarvöru og annarrar veltu. Flokkaskipting á vörusöluskýrslum í Danmörku er byggð á vöruflokkum í utanríkisverslunarskýrsl- um, sem grundvallast aftur á hinni alþjóðlegu Briissel-nafnaskrá og útfærslu á henni í samræmi við norrænar þarfir. Loks er tekið tillit til séróska ein- stakra greina við vöruflokkunina. Þau 4.500 vöruheiti, sem um er að ræða, skiptast á 65 mismunandi spurningaeyðublöð með tilliti til sérgreina. Eyðublöð þessi eru send út ársfjórðungs- lega, eins og þcgar er sagt, og niðurstöður liggja fyrir í smáatriðum ekki síðar en 20 vikurn eftir taln- ingsdag. Með samanburði á vörusöluskýrslum iðnaðarins við hagskýrslur um utanríkisviðskipti, sem einnig eru gerðar ársfjórðungslega, er hægt að reikna eftir- farandi, hvað hvert vöruheiti snertir: 1. Heildarframboð innanlands. 2. Markaðshlutdeild innlendrar framleiðslu. 3. Þróun útflutningsins. Dæmi skýra þessa útreikninga nánar: Tímabil Vara 1 2 Heildarsala skv. vörusöluskýrslum 1.000 1.100 Þar af flutt úr landi 200 400 .Sala á heimamarkaði 800 700 Innflutningur 800 1.000 Heildarframboð innanlands 1.600 1.700 Framboð innanlands hefur aukist úr 1.600 í 1.700 (um ca. 6%), en hlutur hinnar innlendu framleiðslu i því framboði hefur minnkað úr 50% í 41%. Hins vegar er 'þróunin hagstæð á sviði útflutnings. Þar sem hver framlciðandi vöru XYZ veit um eig- in sölutölur, er ekki erfitt fyrir hann að meta, hvern- ig þróun lyrirtækis hans er í samanburði við þróun greinarinnar í heild. Á þennan hátt fá bæði einstök fyrirtæki, félagssamtök atvinnugreinarinnar í heild og stjórnvöld upplýsingar, studdar tölum, á 3ja mán- aða fresti, sem hægt er að hafa til grundvallar við matsgerðir þeirra og ákvarðanir. Lokaorð Unnt væri að nefna enn fleiri dæmi — bæði úr iðnaði og byggingariðnaði — sem jtessi grein snertir aðeins að litlu leyti. Dæmi þau, sem nefnd eru, ættu þó að nægja sem tilefni til samræðna og náins satn- starfs allra, sent eiga þátt í að láta í té, vinna úr og nota hagskýrsluelni. Hagskýrslur, sem þjóna tilgangi sínum, eru veiga- mikil undirstaða þróunar og viðhalds heilbrigðs og þróttmikils efnahagslíls þjóðar í þágu heildarinnar. Heildin táknar hvern einstakan neytanda, hvern borgara, sem starfar í atvinnulífinu og hefur fram- færi sitt af jsví, hvern einstakan vinnustað og þá ein- staklinga, sem liafa fest fé í stofnun þeirra, hvers konar samtök, sem gæta hagsmuna atvinnuvegar, og þau yfirvöld, sem liafa áhrif á gengi efnahagslífsins. Hagskýrslugerð fyrir iðnað og iðju er spegilmynd þess, sent er að gerast í fyrirtækjunum. Gagnlegar hagskýrslur byggjast á skjótum og rétt- um upplýsingum frá fyrirtækjunum. Án jákvæðrar þátttöku þeirra verður árangur lítill. Notagildi hagskýrslna fer í vöxt með skjótri og áhrifaríkri úrvinnslu og birtingu talningarúrslit- anna. Framlag stjórnvalda getur verið mikilvægt í því efni. Sérhverjar hagskýrslur eiga að þjóna greinilega mörkuðum tilgangi, sem menn hafa almennt orðið ásáttir um. Tilgangurinn er ákveðinn með sam- vinnu félagasamtaka fyrirtækjanna og yfirvalda. Upplýsingar frá takmörkuðum fjölda fyrirtækja geta oft gefið alveg eins nýtilegar upplýsingar og heildarathugun. Með því eru 60-70% fyrirtækjanna undanþcgin því að gefa upplýsingar reglulega, og úrvinnsla er auðveldari. Tilgangur hverrar hagskýrslu og þau ráð, sem til- tæk eru til að afla þeirra upplýsinga, sem óskað er, skulu skýrð nákvæmlega fyrir þeim fyrirtækjum, sem við sögu koma. Geta samtök atvinnugreinar- innar lagt fram drjúgan skerf í því elni. Fyrir hendi er rnikið af nýtilegu efni til að byggja á við endurbætúr hagskýrslnanna, auk mjög já- kvæðrar afstöðu yfirvaldanna. Landssamband iðn- aðarmanna mun leitast við að hafa frumkvæði um að hrinda þessu máli af stað með samvinnu við önn- ur atvinnuvegasamtök. 35

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.