Tímarit iðnaðarmanna - 01.01.1975, Side 25

Tímarit iðnaðarmanna - 01.01.1975, Side 25
Kynningarklúbburinn ISjörlt og Klúbbur eiginkvenna nuilarameistara ásamt meistarafélögum i byggingariðnaöi stóðu fyrir dagskrá fyrir maka iðnþingsfulltrúa. Myndin er tekin i kaffiboði, semþessir aðilar héldu. Geir Þorsteinsson, verki'ræðingur, Reykjavík. Guðjón Tóntasson, framkvæmdastjóri, Reykjavík. Frá húsgagnaiðnaðinum: Sverrir Hallgrímsson, húsgagnasmíðameistari, Reykjavík. Frá rafiðnaðinum: Sigursteinn Hersveinsson, útvarpsvirkjameistari, Reykjavík. Frá iðnaðarmannafélögunum: Markús Kristinsson, vélvirkjameistari, Siglul'irði. Valgeir jónasson, húsasmíðameistari, Vestmannaeyjum. Frá öðrum iðngreinafélögum: Bergljót Ólafsdóttir, kjólameistari, Reykjavík. Ingólfur Theódórsson, netagerðarmeistari, Vestmannaeyjum. Endurskoðendur Landssambands iðnaðarmanna voru kjörnir: Arthúr Stefánsson, Kópavogi, Guðrún Magnús- dóttir, Hafnarfirði og til vara Magnús Árnason, Reykjavík og Sigurvin Snæbjörnsson, Garðahr. í stjórn Almenns lífeyrissjóðs iðnaðarmanna: Þórir Jónsson, Reykjavík. Ólafur Pálsson, Hafnarfirði. Endurskoðandi lífeyrissjóðsins: Leifur Halldórsson, Reykjavík. Ingólfur Jónsson tók til máls og þakkaði fyrir hönd norðlendinga fyrir vel undirbúið og skipulagt þinghald og bauð síðan fyrir hönd Meistarasam- bands byggingamanna á Norðurlandi að næsta Iðn- þing yrði haldið á Akureyri haustið 1977. Sigurður Kristinsson, forseti Landssambands iðnaðarmanna kvaddi sér Idjóðs og byrjaði á því að þakka við- komandi aðilum fyrir vel heppnaða dagskrá maka þingfulltrúa. Þá þakkaði hann þingforsetum fyrir góða og einbeitta fundarstjórn, en þingfulltrúar tóku undir þær með lófataki. Hann kvaðst gleðjast yfir því trausti, sem sér og öðrum stjórnarmönnum væri sýnt með endurkjörinu. Einnig þakkaði hann Karli Maack, Guðbirni Guðntundssyni og Jóni Sveinssyni fyrir vel unnin störf, en þeir láta nú af störfum í framkvæmdastjórn. Sigurður benti Jting- fulltrúum á, að Jteir gætu nú með batnandi fjárhag Landssambandsins aukið kröfur sínar til fram- kvæmdastjórnar og skoraði á þingfulltrúa að stuðla i samvinnu við framkvæmdastjórn að auknum tengslum milli Landssambandsins og aðildarfélag- anna. Síðan óskaði hann þingfulltrúum allra heilla og góðrar heimferðar. Gunnar Björnsson þingforseti ávarpaði að lokum hina erlendu gesti og bað Jjingmenn að taka undir kveðjui- til iðnaðarmanna á Norðurlöndum með Jrví að standa upp. Síðan sagði hann þessu 36. Iðnþingi Islendinga slitið. 25

x

Tímarit iðnaðarmanna

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.