Tímarit iðnaðarmanna - 01.01.1975, Síða 23
Borgarstjórahjónin i
lieykjavik bjóða Ingólf
Finnbogason, fyrrverandi
forseta Landssambandsins
velkominn i síðdegisboð
sitt að Höfða.
um þetta mál og var umræðum ekki lokið kl. 17.00,
en þá var umræðum um þetta mál frestað til næsta
morguns.
Þingfulltrúar þágu síðan boð borgarstjórans í
Reykjavík og konu hans sem haldið var í liúsa-
kynnum borgarinnar í Höfða.
Laugardaginn 11. október var fundum fram hald-
ið og tekið fyrir að nýju álit fræðslunefndar um
verk- og tœknimenntun. Tóku alls þátt í umræðum
um þetta mál 18 þingfulltrúar og urðu það mestu
umræður um eitt mál á Jressu Iðnþingi. Álit fræðslu-
nefndar var samþykkt samhljóða.
Þróun verkmennta á framlialdsskólastigi
Framsögu fyrir áliti fræðslunefndar hafði Ólafur
Pálsson. Var umræðum um þetta mál ekki lokið um
hádegi. Að loknu hádegisverðarhléi var umræðum
haldið áfrarn, en síðan var gengið til atkvæða og
álit fræðslunefndar samjrykkt.
Erindi útvarpsvirkja
var nú tekið fyrir að nýju og liafði Ásgrímur P.
Lúðvíksson framsögu fyrir nefndaráliti löggjafar-
nefndar. Urðu nokkuð miklar og snarpar umræður
um málið. Samþykkt var samkvæmt framkominni
ósk Jaar um, að bera álit löggjafarnefndar undir at-
kvæði í tvennu lagi. Var álitið samjjykkt, Jrannig að
fyrri hlutinn hlaut einróma samþykki, en síðari
hlutinn var samjtykktur með 1 mótatkvæði.
Virðisaukaskattur
Framisögu hafði Sveinn S. Hannesson, starfsmað-
ur Landssambandsins, en ekki var af hálfu fjármála-
nefndar lagt til að ályktað yrði um þetta mál á Jnng-
inu. Urðu nokkrar umræður um málið, en samþykkt
var að vlsa Jtví til stjórnar.
Þingforseti las því næst upp lög Landssambands
iðnaðarmanna um stjórnarkjör. Á meðan kjörnefnd
starfaði ávarpaði Eyvind 'Halle, framkvæmdastjóri
Norska iðnsambandsins, einn Jtriggja erlendra gesta
á þinginu, þingfulltrúa og ílutti kveðjur frá Noregi.
Ræddi hann um gildi norrænnar samvinnu og sam-
starfs og tilfærði nokkur dæmi hversu lík vanda-
málin voru í löndunum öllum, sem um væri fjallað
á Jtingi sem þessu.
Þá tók Sveinn Sæmundsson til rnáls og gerði grein
fyrir tillögum kjörnefndar.
Nefndin hafði orðið sammála um að leggja til,
að forseti Landssambands iðnaðarntanna til næstu
2 ára yrði kjörinn Sigurður Kristinsson, málara-
meistari í Hafnarfirði og varaforseti Þórður Grön-
dal, verkfræðingur, Reykjavík. Þessar tillögur voru
samjjykktar með lófataki. Tillögur um tvo vara-
menn í stjórn Land-ssambandsins: varamaður Sig-
urðar Kristinssonar: Guðmundur J. Kristjánsson,
23