Tímarit iðnaðarmanna - 01.01.1975, Síða 13
orðið í skipasmíðaiðnaði (13,8%), í vefjar- fata- og
skinnaiðnaði (10,3%) og í húsgagna- og innréttinga-
iðnaði (5,3%). I sambandi við ullar- og skinnaiðnað
er þess að geta, að framleiðsluaukningin stafar að
verulegu leyti af auknum útflutningi þessara at-
vinnugreina. Hin aukna erlenda cftirspurn hefur
haft það í för með sér, að afkastageta þar er fullnýtt
og verður svo fyrirsjáanlega á næstu mánuðum.
Samdráttur í framleiðslu hefur á þessu ári eink-
um átt sér stað í steinefnaiðnaði, þ. e. sement o. fl.
(14%), og öðrum efnaiðnaði (5,7%), og stafar það
einkum af verkföllum við Sementsverksmiðjuna og
Kísiliðjuna. Þá er um nokkurn samdrátt að ræða í
pappírsiðnaði, matvæla- og drykkjarvöruiðnaði og
í viðgerðargreinum.
Iðnþróun
Fyrri hluta árs 1971 voru gerðir samningar við
tvær stofnanir Sameinuðu þjóðanna, Iðnþróunar-
stofnun og Viðskiptastofnun, um undirbúning iðn-
þróunaráætlunar til langs tíma. Að þeirri áætlun
unnu síðan næstu tvö árin erlendir sérfræðingar í
samstarfi við Iðnþróunarstofnun íslands. Skýrslu-
gerð var lokið á árinu 1973. Nokkru eftir að sú
skýrsla lá fyrir, skipaði fyrrverandi iðnaðarráðherra
nefnd, Iðnþróunarnefnd, en hún skyldi hafa það
meginviðfangsefni að yfirfara og endurskoða áætl-
anagerð hinna erlendu sérfræðinga um langtíma-
iðnþróun.
Nefnd þessi hefur nú fyrir nokkru lokið þessu
starfi og skilað ýtarlegri álitsgerð. Kemst nefndin
að þeirri meginniðurstöðu, að sérfræðingar SÞ of-
áætli þær breytingar og endurnýjun vinnustaða,
sem verða þurfi í iðnaði til að halda fullri atvinnu
og hins vegar vegna breyttra samkeppnisaðstæðna í
iðnaði. Miðað við árið 1972 sem grunnár gerðu hin-
ir erlendu sérfræðingar ráð fyrir endurnýjun og ný-
myndun 11.000 starfa eða „atvinnutækifæra" í iðn-
aði fram til 1980. Iðnþróunarnefnd áætlar aftur á
móti að sama tala sé 6.300, og að heildarmannafli í
iðnaði verði um 18.000 árið 1980 og 19.600 árið
1985. í tölum þessum er ekki meðtalinn byggingar-
iðnaður, en samkvæmt áliti nefndarinnar er gert ráð
fyrir því, að fjöldi atvinnufólks í byggingariðnaði
aukist úr 9.700 manns árið 1972 í 12.000 nranns arið
1980. Á hinn bóginn er ekki gert ráð fyrir því, að
verulegar breytingar á mannafla í þeirri iðngrein
verði næsLu ár þar á eftir, vegna vaxandi framleiðslu
byggingareininga í verksmiðjum.
Iðnaður mun í næstu framtíð verða ein af nregin-
stoðum efnahagslífs Islendinga og sjá um 30% af
vinnufæru fólki fyrir atvinnu.
í álitsgerð Iðnþróunarnefndar er viðfangsefnunr
iðnþróunar næstu árin ski.pt í þrjá meginþælti. í
fyrsta lagi er þar unr að ræða hinn svonefnda ytri
aðbúnað; það eru þær megin forsendur, senr stjórn-
völd á hverjunr tíma skapa iðnaðinum með löggjöf
eða á annan hátt. Má Jrar nefna löggjöf á sviði tolla-
og skattamála, lánsfjármála og löggjöf, er snertir
þær stofnanir, senr starfa ciga í þágu iðnaðarins, og
fjármögnun þeirra.
í öðru lagi em Jrað mál, senr snúa að innri starf-
senri og skipulagi fyrirtækja svo sem stjórnun, sölu-
starfsemi, fjármálalegunr og tæknilegunr lrliðum
rekstrarins, verk- og tækninrenntun starfsfólks,
hönnun, vöruþróun o. fl.
1 Jrriðja lagi eru Jrað málefni, sem snerta viðlcitni
og örvun til nýiðnaðar, bæði er varðar orkufrekan
iðnað, aukna vinnslu innlendra hráefna og nrarg-
víslega framleiðslu, er byggir fyrst og fremst á hug-
viti og þekkingu.
Hér er unr athyglisverða, ýtarlega og Jrakkarverða
skýrslu að ræða, sem gerir grein fyrir þeim marg-
víslegu viðfangsefnum, senr við er að glíma í upp-
byggingu íslensks iðnaðar, og mjög nytsamlegt er að
fá dregið saman á einn stað.
Iðnaðarráðuneytið hefur hinar ýmsu tillögur til
mcðferðar, en hefur falið Iðnjrróunarstofnun ís-
lands að annast franrkvæmd tiltekinna verkefna,
senr nefndin gerir tillögur um, eftir nánari ákvörð-
un iðnaðarráðherra hverju sinni.
Tœknistofnun
I iðnaðarráðuneytinu er unnið að Jrví að semja
frumvarp um tæknistofnun fyrir iðnaðinn, senr mið-
ar að aukinni alhliða þjónustu og tækniaðstoð.
Vorið 1974 var lagt fyrir Alþingi frumvarp til
laga unr Iðntæknistofnun íslands, en frumvarp Jretta
miðaði nr. a. að sameiningu Iðnþróunarstofnunar
íslands, Rannsóknastofnunar byggingariðnaðarins
og Rannsóknastofnunar iðnaðarins. Samstaða náð-
ist ekki um afgreiðslu þessa frumvarps á Alþingi
og voru skoðanir mjög skiptar, bæði utan Jrings og
innan.
Hið nýja frumvarp unr læknistofnun nrun verða
rætt innan skamms við sanrtök ykkar og önnur sanr-
tök iðnaðarins, og vænti ég þess að unnt verði að ná
samstöðu um Jrað, en ég tel, að hér sé unr verulegt
hagsmunamál fyrir iðnaðinn að ræða. Væntanlega
verður unnt að leggja frumvarpið fljótlega fyrir
Aljringi.
Lánasjóðir
Á vegunr iðnaðarráðuneytisins er unnið að end-
urskoðun laga um lánasjóði iðnaðarins nreð Jrað
markmið fyrir augunr að konra á skýrari verkaskipt-
ingu Jreirra, athuga möguleika á sanreiningu í einni
eða annarri mynd og auka stuðning við franrleiðni
í iðnaði og útflutning. Álitsgerð mun væntanlega
liggja fyrir í þessum mánuði eða Jreinr næsta og
13