Tímarit iðnaðarmanna - 01.01.1975, Blaðsíða 28

Tímarit iðnaðarmanna - 01.01.1975, Blaðsíða 28
URDRATTUR sem leiðir til þess að þjónusta erlendra aðila, t. d. á sviði endurnýjunarframleiðslu er undanþegin þess- um gjöldum á sama tíma og innlendum fyrirtækjum er gert skylt að greiða bæði söluskatt og aðflutnings- gjöld af þjónustunni. Þetta leiðir til verulegs að- stöðumunar milli innlendra og erlendra aðila. Er þeirn eindregnu tilmælum bc-int til stjórnvalda að þau sjái svo um að þetta endurtaki sig ekki. 8. Lánmnál og fjárveitingar til iðnaðar Iðnþing hvetur til að hraðað verði endurskoðun á lánasjóðum iðnaðarins, þeir styrktir og starfssvið þeirra víkkað. Áhrif Landssantbands iðnaðarmanna þarf að tryggja með aðild að stjórnum allra sjóð- anna. Iðnþing telur mikilvægt, að Iðnlánasjóður, sem nær til iðnaðarins alls, sé efldur. í því skyni sé lagt sama gjald á innfluttan iðnvarning og iðnlánasjóðs- gjaldi nemur, og liækkað verði framlag úr ríkissjóði. Gagnrýnd er sú mismunun sem á sér stað við efl- ingu Byggðasjóðs í samanburði við lánasjóði iðnað- ar, einkum þar sem Byggðasjóður lánar aðeins til ákveðinna landshluta en aðrir lánasjóðir ná til alls landsins. í mörgum tilfellum er mikill rekstrarfjárskortur hjá þjónustuiðnaði vegna lánsviðskipta ekki síður en í framleiðsluiðnaði. Iðnþing styður tillögur um úrbætur á lánamálum iðnaðarins með því að Seðla- bankinn kaupi víxla iðnaðarins af viðskiptabiink- unum en til írambúðar verði stofnuð kröfukaupa- þjónusta, sem ætti að geta leyst verulega úr þeim vandamálum, sem fyrirtæki eiga við að búa vegna rekstrarfjárskorts. Framlög til iðnaðarins 1974, þ. e. til rannsókna, þjónustustofnana og styrktar- og lánasjóða iðnaðar- ins nárnu 0,8% af fjárlögum, en til sjávarútvegs var varið 2,1% og til landbúnaðar 2,5% af fjárlögum. Miðað við hlutdeild í þjóðarframleiðslu fékk þá iðnaðurinn, að byggingariðnaði meðtöldum, í sinn hlut 0,6% af þjóðarframleiðsluhlutdeild sinni, cn sambærilegar tölur voru fyrir sjávarútveg 4,9% og landbúnað 9,7%. Þessar tölur segja sína sögu urn aðbúnað iðnaðarins. Enn alvarlegra er þó, að á ár- inu 1975 fcr hlutur iðnaðar minnkandi, hvort sem litið er á hundraðshluta af fjárlögum eða miðað við hlutdeild af þjóðarframleiðslu. Skýtur skökku við, að hlutfallsleg lækkun verður á lramlögum til iðnaðar, þegar svo mjög er rætt um nauðsyn á aukinni iðnþróun í landinu. Er í þessu efni lítið samræmi milli fyrirheita og aðgerða af hálfu stjórnvalda. 9. Innkaup opinberra aðila Iðnþing ítrekar fyrri ályktanir um innkaup opin- berra aðila og leggur áherslu á, að þeir kynni sér betur en tíðkast hefur möguleika á því að kaupa innlenda framleiðslu. Iðnþing fagnar þeirri ákvörðun iðnaðarráðuneyt- isins, að beita sér fyrir þvi að innkaupum opin- berra aðila sé beint til innlendra framleiðenda. Hins vegar telur Iðnþing, að opinberum aðilum eigi að vera skylt að veita íslenskum fyrirtækjum forgang að verkefnum, sem gerð eru á þess vegurn. Iðnþingið leggur áherslu á óskir um að hags- munasamtökum iðnaðarins verð veitt betri aðstaða til að fylgjast með og hafa áhrif á innkaup opin- berra aðila. 10. Samhæfing tœknistofnana 36. Iðnþing íslendinga leggur áherslu á, að tækni- stofnanir iðnaðarins verði efldar verulega með sam- runa þeirra allra eða á annan þann hátt, sent tryggt geti stóraukna þjónustu þeirra við iðnfyrirtækin. 11. Skipasmiðar Iðnþingið samþykkti að fela Landssambandi iðn- aðarmanna og Sambandi málm- og skipasmiðja að vinna að því að sameina ketil- og plötusmíðaiðn og skipasmíði í eina iðngrein, sent beri nafnið skipa- og plötusmíðaiðn, ennfremur að reglugerð um iðn- 28
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.