Tímarit iðnaðarmanna - 01.01.1975, Qupperneq 32
HAGSKVRSLUR
(SLENSKS
IDNADAR
Landssamband iðnaðarmanna hefur á árunurn
1974 og 1975 fengist við ýmis konar efnahagslegar
athuganir, sem byggðar eru á opinberum iðnaðar-
hagsýrslum. í þvi sambandi hafa komið upp vanda-
mál, sem ætla verður að menn lrafi almennt áhuga
á að kynnast.
Hér á eftir verður gerð grein fyrir tilgangi og þýð-
ingu iðnaðarskýrslna yfirleilt, en vikið að auki að
ýmsum þeim vandamálum, sem upp hafa kornið.
Við skýrsluvinnsluna naut Landssambandið mikil-
vægrar aðstoðar af hálfu Hagstofu Íslands, Fram-
kvæmdastofnunar ríkisins, Þjóðhagsstofnunar og
annarra yfirvakla, sem um skýrslugerð fjalla. Hefði
alls ekki verið unnt að vinna þetta verk án áhuga
þessara aðila á }>ví og virkurn stuðningi þeirra við
það. Ennfremur veitti hr. Mogens Höst starfsmönn-
um Landssambandsins ómetanlega aðstoð við þær
athuganir, sem þeir hafa gert og hér á eftir verður
stuttlega lýst, en hr. Höst hefur starfað hér á landi
um nokkurt skeið, bæði á vegum Sameinuðu þjóð-
anna og á vegunr iðnaðarsamtakanna.
Þau dæmi, sem um er fjallað í eftirfarandi grein,
eru tekin út úr til að skýra það upplýsingakerfi, sem
menn ciga nú við að búa. Það er von Landssam-
bands iðnaðarmanna, að þau gefi tilefni tilumræðna
á breiðum grundvelli um frekari endurbætur á hag-
skýrslugerð í þágu iðnaðarins.
Tilgangur hagskýrslna
Hagskýrslugerð nær til söfnunar, flokkunar, með-
höndlunar og jafnvel einnig túlkunar talnacfnis.
Tilgangurinn með hagskýrslum er annars vegar
að sýna augnabliksmynd, og vekja tilfinningu
fyrir þróun mála á sviðunr, sem teljast mikil-
væg og hins vegar
að mynda undirstöðu þeirra ákvarðana, sem yfir-
völd, samtök atvinnuveganna og fyrirtæki
verða að taka.
Það er áríðandi að veita því athygli, að tilgangur-
inn er að afla talnaefnis, sem geti í senn sýnt ákveð-
ið ástand og jafnframt hvert þróunin stejni. Það er
við samanburð á talnaefni, sem fæst við tvær eða
fleiri athuganir, scm skýrslur öðlast raunverulegt
gildi.
Það er einnig mikilvægt að veita ])ví athygli, að
hagskýrslur þjóna mörgum sviðum samfélagsins. Þar
eru ekki aðeins yfirvöldin ein, heldur og samtök at-
vinnuveganna og einstök fyrirtæki, sem geta og eiga
raunar að nota hagskýrslur sem mikilvægan þátt í
áætlanagerð og rekstrarákvörðunum.
Afstaða atvinnuveganna til hagskýrslna
Það er skoðun manna í ýmsum atvinnugreinum
á Islandi, að hagskýrslur séu fyrirbrigði, sem yfir-
völdin ein liafi áhuga á, og að fyrirtækjum og ein-
staklingum sé lagt á herðar mikið umstang við söfn-
un ýmissa upplýsinga.
Þessi afstaða er ekki ólík þeim viðhorfum, sem
menn hafa fengið að kynnast í flestum öðrum lönd-
um Evrópu. Það er hins vegar ekki viðunandi ástand
og síst þegar svo er komið, að ísland hefur gerst
aðili að Fríverslunarbandalaginu og gert samning
við Efnahagsbandalagið, og hafið þannig samstarf
við önnur Evrópulönd á sviði efnahagsmála og iðn-
aðar.
Hvaða áhrif hafa þessir samningar á þróun mála
á Islandi? Hvernig vegnar íslenskri framleiðslu á
mörkuðum heima og erlendis? Hve arðvænlegur
verður iðnaður og iðja, þegar samkeppni fer í vöxt?
Hvernig fer með fjárfestingu í iðnaði og iðju?
Hverjar verða atvinnuhorfur?
Hagskýrslur eiga að geta gefið svör við þessum
spurningum og mörgum fleiri. Það eru spurningar,
sem fyrirtækjum, samtökum atvinnuveganna og
stjórnvöldum ætti að vera sameiginlegt áhugamál að
fá svarað. Uppsprettu svaranna er að finna innan
fyrirtækjanna. Þegar upplýsingum er salnað hjá
þeirn og úr þcim unnið á kerfisbundinn hátt, geta
menn fengið raunhæf sviir.
Hagskýrslugerðin verður að vera fljótvirk, svo að
unnt sé að afla svara, sem síðan rnegi nota til að lag-
færa óheppilegar þróunarhneigðir. Það táknar, að
alla verður upplýsinga oft og með reglulegu rnilli-
bili og vinna úr þcirn á lágmarkstíma.
Opinberar hagskýrslur verða enn þýðingaimeiri
fyrir fyrirtæki, sem vinnur jafnframt skýrslur um
32