Tímarit iðnaðarmanna - 01.01.1975, Síða 15
inberum stofnunum. Með útgjöldum ríkisins og
stofnana þess er hægt að hafa veruleg áhrif á upp-
byggingu og stöðu innlendrar framleiðslu. í ýmsum
iðnaðarlöndum er ríkisútgjöldum að hluta beitt sem
tæki til áhrif á iðnþróun. Hér á landi er útboðum
opinberra aðila stundum hagað á ji>ann veg, að inn-
lendir framleiðendur hafa verið útilokaðir frá til-
boðum. Þess hefur ekki verið gætt, að skipta útboð-
um niður í verkhluta, sem væru viðráðanlegir og
hentuðu íslenskum framleiðslufyrirtækjum. Þá gæt-
ir ]>ess einnig, að gengið er framhjá innlendum
framleiðendum í innkaupum opinberra stofnana.
Ákveðið hefur verið að leggja fast að opinberum
stofnunum að skipta svo sem kostur er við innlenda
framleiðendur sé um tiltölulcga svipað verð og gæði
að ræða. Þá hefur iðnaðarráðuneytið ennfremur
ákveðið að láta fara fram hið fyrsta athugun á jrví,
hvernig unnt sé að beita opinberum innkaupum
beinlínis sem tæki til eflingar iðnþróun.
Iðnaðarráðuneytið hefur unnið að því að beina
innkaupum, vegna framkvæmda á vegum opinberra
aðila, til innlendra framleiðenda. Hefur m. a. verið
lögð sérstök áhersla á viðskipti við innlenda fram-
leiðendur vegna þeirra framkvæmda sem hafnar eru
á Grundartanga í Hvalfirði. Ráðuneytið hefur í j^ví
sambandi lagt áherslu á það við stjórn Járnblendi-
félagsins, að útboðum verði hagað þannig, að ís-
lensk fyrirtæki eigi þess kost að bjóða í verk eöa
einstaka verkhluta og íslensk iðnaðarframleiðsla
njóti forgangs svo sem kostur er. Einnig að stefnt
sé að því, að mannvirki verði smíðuð og reist af
innlendum aðilum, þegar viðunandi boð fást.
Hagrœðing og framleiðni
Á sviði hagræðingarmála og framleiðniaukandi
aðgerða hefur víða verið unnið gagnlegt starf, og
þarf áfram að halda og efla þann stuðning, sem
veittur er iðnfyrirtækjum á þessum sviðum. Er þess
að vænta að tæknistofnun fyrir iðnaðinn verði
merkur áfangi í þeirri viðleitni.
Fyrir rúmu ári gcrði Iðnþróunarstofnun íslands
samning við danska ráðgjafastofnun um tækniað-
stoð við innlendar skipasmíðastöðvar. Framkvæmd
þessa verks hófst á s.l. hausti og er enn haldið
áfram. Fram til þessa eru jtað einkum þrjár skipa-
smíðastöðvar, sem orðið hafa þeirrar aðstoðar að-
njótandi, en ekkert ætti að vera því til fyrirstöðu að
fleiri stöðvar njóti góðs af jrví starfi, sem hér er
unnið og þarf að stefna að því.
Á jjeim skamma ttma, sem liðinn er frá því tækni-
aðstoð |jcssí hófst, hefur framleiðni í þeirri stöð
sem bestum árangri hefur náð, aukist um 15—20%,
sem er afar athyglisvert. Fyrir liggur nú í ráðuneyt-
inu beiðni um áframhald fjárhagslegrar fyrir-
greiðslu vegna framhalds á tækniaðstoð. Mun ráðu-
neytið beita sér fyrir því að sú beiðni fái jákvæða
úrlausn.
Ég vék áðan að mótun stefnu um innkaup opin-
berra aðila til áhrifa á þróun íslensks iðnaðar. Það
er einnig mikilvægt, að mótuð verði ákveðnari
stefna gagnvart íslenskum skipasmíðaiðnaði við
endurnýjun og aukningu fiskiskipaflota okkar, ekki
síst í endurnýjun og uppbyggingu togaraflotans,
sem nú mun gegna vaxandi hlutverki við nýtingu
fiskimiðanna innan hinnar stækkuðu landhelgi.
Ætti að vera unnt að framfylgja fastmótaðri stefnu
í þessum efnum, með lánareglum, veitingu ábyrgða
til kaupenda o. fl.
Um árabil hefur verið reynt að hafa hér áhrif á
með því að veita kaupendum skipa, sem smíðuð
eru innanlands, 10% viðbótarlán umfram það sent
fæst, jiegar erlend skip eru keypt. Á s.l. vetri fól rík-
isstjórnin Byggðasjóði að hafa lánveitingar þessar
með höndum og er því komin föst skipan á jsessi
mál. Þótt þessi 10% lán skipti verulegu máli fyrir
innlendan skipasmíðaiðnað, verður að gera hér enn
betur og móta langtímaáætlun um jjörf okkar í því
skyni að draga úr jjeim sveiflum sem hafa verið ein-
kennandi í endurnýjun fiskiskipaflotans og tryggja
skipasmíðaiðnaði okkar á þann hátt meiri og jafn-
ari eftirspurn.
En það er fleira en nýsmíðin, sem máli skiptir.
Hin rnikla uppbygging skuttogaraflotans liefur auk-
ið mjög eftirspurn eftir hvers konar viðhalds- og við-
gerðarjjjónustu fyrir þennan flota. Ekki er vafi á
Jní, að skipasmíða- og dráttarbrautastöðvar j>urfa
að búa sig sérstaklega undir aukna eftirspurn eftir
jjessari þjónustu, og sérstaklega Jjarf að huga að Jrví,
hvernig unnt sé að flytja inn í landið sem mest af
þeim skipaviðgerðum, sem nú fara fram erlendis.
Að undanförnu hefur einnig verið unnið umtals-
vert starf við að efla framleiðni í húsgagna- og inn-
réttingaiðnaði, með fjárhagslegum stuðningi iðnað-
arráðuneytis og Iðnþróunarsjóðs. 'Hér hefur verið
um árangursríkt og gagnlegt starf að ræða, sem án
efa sluðlar að því að þessar framleiðslugreinar verði
færari en áður til að mæta aukinni erlendri sam-
keppni.
Iðnaðarmálagjald
Á síðasta Alþingi voru samþykkt lög um iðnaðar-
málagjald, sem fela í sér, að lagt er sérstakt gjald,
0,1% á allan iðnrekstur í landinu, á sama hátt og
iðnlánasjóðsgjald og lagt á með því. Tekjur af gjaldi
Jtessu renna til samtaka iðnaðarins í landinu og skal
ráðstafað til að vinna að eflingu iðnaðar og iðnjjró-
unar í landinu. Er þess að vænta, að Jtað aukna fjár-
magn, sem samtökin fá með gjaldi þessu, verði til
Jjcss að efla starfsemi þeirra til liagsbóta fyrir já-
kvæða iðnjnóun í landinu.
15